Styttist í að Nuuk fái nýjan alþjóðaflugvöll Kristján Már Unnarsson skrifar 1. apríl 2024 07:27 Í tölvugerðu myndbandi flugvallafélags Grænlendinga er þota frá Icelandair sýnd framan við nýju flugstöðina. Kalaallit Airports Flugvallafélag Grænlands, Kalaallit Airports, hefur formlega gefið út opnunardag nýs alþjóðaflugvallar í Nuuk, höfuðstað Grænlands. Stóri dagurinn verður eftir átta mánuði, 28. nóvember 2024. Þetta er fimm árum eftir að flugvallargerðin hófst og meira en árs seinkun frá upphaflegri áætlun. Með opnun flugvallarins verður bylting í samgöngumálum Grænlendinga. Nuuk tekur þá við hlutverki Kangerlussuaq sem aðalflugvöllur þessa næsta nágrannalands Íslendinga. Þar með verður hægt að hefja beint þotuflug milli langstærsta bæjar Grænlands og umheimsins. Frá flugvallargerðinni í Nuuk. Nýja flugbrautin er að hluta komin í notkun vinstra megin. Nýja flugstöðin til hægri.Kalaallit Airports Nýi flugturninn í Nuuk.Kalaallit Airports Airbus A330-þota Air Greenland hefur til þessa eingöngu flogið áætlunarflug milli Kaupmannahafnar og Kangerlussuaq, áður Syðri-Straumfjarðar. Þaðan hafa millilandafarþegar síðan þurft að fara með minni vélum til Nuuk og annarra byggða. Gamla flugbrautin í Nuuk var aðeins 950 metra löng. Stærstu farþegavélar sem núna geta notað völlinn eru Dash 8 Q200, sem taka innan við fjörutíu farþega. Bæði Air Greenland og Icelandair, áður Flugfélag Íslands, hafa einmitt nýtt þá tegund í áætlunarflugi til Nuuk. Nýja flugbrautin verður 2.200 metra löng. Það þýðir að algengustu farþegaþotur, eins og Boeing 737 og Airbus A320, geta notað völlinn. Sömuleiðis breiðþotur eins og Airbus A330 og Boeing 767 með litlum takmörkunum. Tíu mínútna langt tölvugert myndband af flugvellinum fullbúnum má sjá hér: Samhliða er unnið að gerð tveggja annarra alþjóðaflugvalla á Grænlandi, í Ilulissat við Diskó-flóa og Qaqortoq á Suður-Grænlandi. Þeim framkvæmdum hefur einnig seinkað. Núna er vonast til að 2.200 metra flugbraut í Ilulissat verði tilbúin árið 2025 og 1.500 metra flugbraut í Qaqortoq í kringum áramótin 2025 og 2026. Flugvallagerðin er mesta innviðauppbygging í sögu landsins. Með komu nýju flugvallanna sjá Grænlendingar fram á að erlendum ferðamönnum fjölgi og ferðaþjónusta eflist, eins og borgarstjóri Nuuk lýsti í þessari frétt árið 2017: Jafnframt skapast betri möguleikar til að flytja út ferskan fisk með flugi beint á erlenda markaði, eins og fram kom í viðtali við Kim Kielsen, þáverandi forsætisráðherra Grænlands, árið 2019: Í frétt Sermitsiaq á laugardag kveðst forstjóri Kalaallit Airports, Jens Lauridsen, vonast til að eitt nýtt flugfélag hið minnsta hefji áætlunarflug til Nuuk næsta sumar og segir allt að þrjátíu félög hafa sýnt áhuga. Í fréttinni er jafnframt rætt við talsmann Norwegian í Danmörku sem staðfestir áhuga norska flugfélagsins á áætlunarflugi til Grænlands. „Við erum mjög spennt fyrir Grænlandi. Ef nýju flugvellirnir verða tilbúnir samkvæmt áætlun og við sjáum eftirspurn þá gæti það orðið árið 2025, en ekki fyrr,“ segir Sara Neergaard, upplýsingafulltrúi Norwegian í Danmörku, í samtali við Sermitsiaq. Forstjóri Kalaallit-flugvallafélagsins segir að fjölgun flugferða muni þó ráðast af fleiri þáttum. Sér í lagi hvernig gangi að byggja upp aðra innviði á Grænlandi fyrir ferðamenn, eins og hótelgistingu og afþreyingarþjónustu. Þar séu tækfæri og mikið verk að vinna. Tvær DC 6B frá Flugfélagi Íslands á flugvellinum í Narsarssuaq árið 1968.Snorri Snorrason Auk flugfélags grænlensku landsstjórnarinnar, Air Greenland, eru íslensk flugfélög þau einu sem sinna reglubundnu flugi til Grænlands. Icelandair flýgur til fjögurra áfangastaða; Nuuk, Ilulissat, Narsarssuaq og Kulusuk, og Norlandair flýgur frá Akureyri til eins staðar á austurströnd Grænlands, Nerlerit Inaat, eða Constable Point. Grænlandsflug Icelandair og áður Flugfélags Íslands var áratugum saman frá Reykjavíkurflugvelli. Félagið ákvað fyrir tveimur árum að flytja hluta þess til Keflavíkur til að tengja það betur alþjóðaleiðakerfi félagsins. Skrefið var svo stigið til fulls í fyrra. Dash 8 Q400-vél Flugfélags Íslands, Þórunn hyrna, á flugvellinum í Kangerlussuaq haustið 2016.Egill Aðalsteinsson Opnun lengri flugbrautar í Nuuk gefur Icelandair færi á að nota stærri, hagkvæmari og hraðfleygari flugvélar til áætlunarflugsins. Þannig má telja líklegt að félagið muni í auknum mæli nýta Dash 8 Q400-vélar á leiðinni. Þær taka 76 farþega og fljúga á 630 kílómetra hraða meðan Q200-vélar félagsins taka 37 farþega og fljúga á 490 kílómetra hraða. Það ræðst síðan væntanlega af markaðsaðstæðum hvort félagið sjái þörf á að nota þotur eins og Boeing 737 MAX 8, sem taka 160 farþega og fljúga á 840 kílómetra hraða. Nýjum tækifærum Icelandair á Grænlandi með stærri flugvöllum var velt upp í þessari frétt árið 2016: Grænland Danmörk Fréttir af flugi Icelandair Keflavíkurflugvöllur Samgöngur Norðurslóðir Akureyrarflugvöllur Tengdar fréttir Grænlendingar opna fyrsta hluta nýs alþjóðaflugvallar Hluti nýju flugbrautarinnar í Nuuk var opnaður flugumferð í vikunni. Þetta er fyrsti stóri áfanginn sem næst í þeirri miklu flugvallagerð sem Grænlendingar hófu fyrir þremur árum en hún er mesta innviðauppbygging í sögu þessa næsta nágrannalands Íslendinga. 6. nóvember 2022 10:10 Kynna heilsárs skíðamiðstöð í Nuuk við hlið flugvallarins Metnaðarfullar hugmyndir hafa verið kynntar um uppbyggingu skíðamiðstöðvar í Nuuk í tengslum við gerð nýs alþjóðaflugvallar fyrir höfuðstað Grænlands. 1. desember 2019 08:45 Áforma gerð ellefu flugvalla til að treysta framtíð Grænlands Mesta innviðauppbygging í sögu Grænlands er nú að hefjast með uppbyggingu þriggja flugvalla. Kim Kielsen forsætisráðherra segir framtíð landsins bjarta, 29. ágúst 2019 20:24 Stækkun Nuuk-flugvallar styrkir tengslin við Ísland Borgarstjórinn í Nuuk sér fram á að fyrirhuguð stækkun flugvallarins þar muni styrkja böndin við Íslendinga enn frekar og efla um leið ferðaþjónustu á Grænlandi. 16. febrúar 2017 20:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Erlent Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Ný flaug flaug lengra en áður Leita manns sem skildi eftir sprengiefni á lestarstöð í Berlín Sækja hraðar fram í Dónetsk Trump lék ruslakarl í Wisconsin Halda áfram leit eftir eyðileggingu flóðanna Nágranna Erlu enn saknað: „30 bílar bara í hrúgu hérna fyrir utan hjá mér“ Segjast rannsaka ásakanir um kosningasvik í Georgíu Beðin um að tilkynna líkfundi Óttast að hermenn Kim öðlist reynslu af hernaði Sagði Trump heltekinn hefndarvilja Tala látinna á Spáni hækkar hratt Biden í bobba eftir ummæli um rusl Loftvarnir Íran verulega laskaðar eftir árásir helgarinnar Sjá meira
Með opnun flugvallarins verður bylting í samgöngumálum Grænlendinga. Nuuk tekur þá við hlutverki Kangerlussuaq sem aðalflugvöllur þessa næsta nágrannalands Íslendinga. Þar með verður hægt að hefja beint þotuflug milli langstærsta bæjar Grænlands og umheimsins. Frá flugvallargerðinni í Nuuk. Nýja flugbrautin er að hluta komin í notkun vinstra megin. Nýja flugstöðin til hægri.Kalaallit Airports Nýi flugturninn í Nuuk.Kalaallit Airports Airbus A330-þota Air Greenland hefur til þessa eingöngu flogið áætlunarflug milli Kaupmannahafnar og Kangerlussuaq, áður Syðri-Straumfjarðar. Þaðan hafa millilandafarþegar síðan þurft að fara með minni vélum til Nuuk og annarra byggða. Gamla flugbrautin í Nuuk var aðeins 950 metra löng. Stærstu farþegavélar sem núna geta notað völlinn eru Dash 8 Q200, sem taka innan við fjörutíu farþega. Bæði Air Greenland og Icelandair, áður Flugfélag Íslands, hafa einmitt nýtt þá tegund í áætlunarflugi til Nuuk. Nýja flugbrautin verður 2.200 metra löng. Það þýðir að algengustu farþegaþotur, eins og Boeing 737 og Airbus A320, geta notað völlinn. Sömuleiðis breiðþotur eins og Airbus A330 og Boeing 767 með litlum takmörkunum. Tíu mínútna langt tölvugert myndband af flugvellinum fullbúnum má sjá hér: Samhliða er unnið að gerð tveggja annarra alþjóðaflugvalla á Grænlandi, í Ilulissat við Diskó-flóa og Qaqortoq á Suður-Grænlandi. Þeim framkvæmdum hefur einnig seinkað. Núna er vonast til að 2.200 metra flugbraut í Ilulissat verði tilbúin árið 2025 og 1.500 metra flugbraut í Qaqortoq í kringum áramótin 2025 og 2026. Flugvallagerðin er mesta innviðauppbygging í sögu landsins. Með komu nýju flugvallanna sjá Grænlendingar fram á að erlendum ferðamönnum fjölgi og ferðaþjónusta eflist, eins og borgarstjóri Nuuk lýsti í þessari frétt árið 2017: Jafnframt skapast betri möguleikar til að flytja út ferskan fisk með flugi beint á erlenda markaði, eins og fram kom í viðtali við Kim Kielsen, þáverandi forsætisráðherra Grænlands, árið 2019: Í frétt Sermitsiaq á laugardag kveðst forstjóri Kalaallit Airports, Jens Lauridsen, vonast til að eitt nýtt flugfélag hið minnsta hefji áætlunarflug til Nuuk næsta sumar og segir allt að þrjátíu félög hafa sýnt áhuga. Í fréttinni er jafnframt rætt við talsmann Norwegian í Danmörku sem staðfestir áhuga norska flugfélagsins á áætlunarflugi til Grænlands. „Við erum mjög spennt fyrir Grænlandi. Ef nýju flugvellirnir verða tilbúnir samkvæmt áætlun og við sjáum eftirspurn þá gæti það orðið árið 2025, en ekki fyrr,“ segir Sara Neergaard, upplýsingafulltrúi Norwegian í Danmörku, í samtali við Sermitsiaq. Forstjóri Kalaallit-flugvallafélagsins segir að fjölgun flugferða muni þó ráðast af fleiri þáttum. Sér í lagi hvernig gangi að byggja upp aðra innviði á Grænlandi fyrir ferðamenn, eins og hótelgistingu og afþreyingarþjónustu. Þar séu tækfæri og mikið verk að vinna. Tvær DC 6B frá Flugfélagi Íslands á flugvellinum í Narsarssuaq árið 1968.Snorri Snorrason Auk flugfélags grænlensku landsstjórnarinnar, Air Greenland, eru íslensk flugfélög þau einu sem sinna reglubundnu flugi til Grænlands. Icelandair flýgur til fjögurra áfangastaða; Nuuk, Ilulissat, Narsarssuaq og Kulusuk, og Norlandair flýgur frá Akureyri til eins staðar á austurströnd Grænlands, Nerlerit Inaat, eða Constable Point. Grænlandsflug Icelandair og áður Flugfélags Íslands var áratugum saman frá Reykjavíkurflugvelli. Félagið ákvað fyrir tveimur árum að flytja hluta þess til Keflavíkur til að tengja það betur alþjóðaleiðakerfi félagsins. Skrefið var svo stigið til fulls í fyrra. Dash 8 Q400-vél Flugfélags Íslands, Þórunn hyrna, á flugvellinum í Kangerlussuaq haustið 2016.Egill Aðalsteinsson Opnun lengri flugbrautar í Nuuk gefur Icelandair færi á að nota stærri, hagkvæmari og hraðfleygari flugvélar til áætlunarflugsins. Þannig má telja líklegt að félagið muni í auknum mæli nýta Dash 8 Q400-vélar á leiðinni. Þær taka 76 farþega og fljúga á 630 kílómetra hraða meðan Q200-vélar félagsins taka 37 farþega og fljúga á 490 kílómetra hraða. Það ræðst síðan væntanlega af markaðsaðstæðum hvort félagið sjái þörf á að nota þotur eins og Boeing 737 MAX 8, sem taka 160 farþega og fljúga á 840 kílómetra hraða. Nýjum tækifærum Icelandair á Grænlandi með stærri flugvöllum var velt upp í þessari frétt árið 2016:
Grænland Danmörk Fréttir af flugi Icelandair Keflavíkurflugvöllur Samgöngur Norðurslóðir Akureyrarflugvöllur Tengdar fréttir Grænlendingar opna fyrsta hluta nýs alþjóðaflugvallar Hluti nýju flugbrautarinnar í Nuuk var opnaður flugumferð í vikunni. Þetta er fyrsti stóri áfanginn sem næst í þeirri miklu flugvallagerð sem Grænlendingar hófu fyrir þremur árum en hún er mesta innviðauppbygging í sögu þessa næsta nágrannalands Íslendinga. 6. nóvember 2022 10:10 Kynna heilsárs skíðamiðstöð í Nuuk við hlið flugvallarins Metnaðarfullar hugmyndir hafa verið kynntar um uppbyggingu skíðamiðstöðvar í Nuuk í tengslum við gerð nýs alþjóðaflugvallar fyrir höfuðstað Grænlands. 1. desember 2019 08:45 Áforma gerð ellefu flugvalla til að treysta framtíð Grænlands Mesta innviðauppbygging í sögu Grænlands er nú að hefjast með uppbyggingu þriggja flugvalla. Kim Kielsen forsætisráðherra segir framtíð landsins bjarta, 29. ágúst 2019 20:24 Stækkun Nuuk-flugvallar styrkir tengslin við Ísland Borgarstjórinn í Nuuk sér fram á að fyrirhuguð stækkun flugvallarins þar muni styrkja böndin við Íslendinga enn frekar og efla um leið ferðaþjónustu á Grænlandi. 16. febrúar 2017 20:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Erlent Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Ný flaug flaug lengra en áður Leita manns sem skildi eftir sprengiefni á lestarstöð í Berlín Sækja hraðar fram í Dónetsk Trump lék ruslakarl í Wisconsin Halda áfram leit eftir eyðileggingu flóðanna Nágranna Erlu enn saknað: „30 bílar bara í hrúgu hérna fyrir utan hjá mér“ Segjast rannsaka ásakanir um kosningasvik í Georgíu Beðin um að tilkynna líkfundi Óttast að hermenn Kim öðlist reynslu af hernaði Sagði Trump heltekinn hefndarvilja Tala látinna á Spáni hækkar hratt Biden í bobba eftir ummæli um rusl Loftvarnir Íran verulega laskaðar eftir árásir helgarinnar Sjá meira
Grænlendingar opna fyrsta hluta nýs alþjóðaflugvallar Hluti nýju flugbrautarinnar í Nuuk var opnaður flugumferð í vikunni. Þetta er fyrsti stóri áfanginn sem næst í þeirri miklu flugvallagerð sem Grænlendingar hófu fyrir þremur árum en hún er mesta innviðauppbygging í sögu þessa næsta nágrannalands Íslendinga. 6. nóvember 2022 10:10
Kynna heilsárs skíðamiðstöð í Nuuk við hlið flugvallarins Metnaðarfullar hugmyndir hafa verið kynntar um uppbyggingu skíðamiðstöðvar í Nuuk í tengslum við gerð nýs alþjóðaflugvallar fyrir höfuðstað Grænlands. 1. desember 2019 08:45
Áforma gerð ellefu flugvalla til að treysta framtíð Grænlands Mesta innviðauppbygging í sögu Grænlands er nú að hefjast með uppbyggingu þriggja flugvalla. Kim Kielsen forsætisráðherra segir framtíð landsins bjarta, 29. ágúst 2019 20:24
Stækkun Nuuk-flugvallar styrkir tengslin við Ísland Borgarstjórinn í Nuuk sér fram á að fyrirhuguð stækkun flugvallarins þar muni styrkja böndin við Íslendinga enn frekar og efla um leið ferðaþjónustu á Grænlandi. 16. febrúar 2017 20:30