Lögregla og ráðherrar hunsa mál forvarnasamtaka Jakob Bjarnar skrifar 2. apríl 2024 11:43 Þrátt fyrir að hafa verið hunsaður hefur Árni ekki lagt árar í bát. Hann segir að ráðherrar megi ekki komast upp með að hunsa lög þó þeir séu þeim mótfallnir. vísir/vilhelm Þolinmæði Árna Guðmundssonar er á þrotum en honum verður lítt ágengt í baráttu sinni gegn ólöglegum netverslunum sem höndla með áfengi. Árni, sem starfar hjá Háskóla Íslands og er formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum, kærði sjálfan sig fyrir brot á áfengislöggjöfinni til lögreglu í upphafi árs. Hann hafði þá keypt sér rútu af bjór á netinu sem er bannað lögum samkvæmt. En allt kemur fyrir ekki. „Ég hef engin viðbrögð fengið af hálfu lögreglu, hvorki eftir að ég lagði fram kæruna né þegar ég hef leitað svara um daginn við því hvar málið er statt,“ segir Árni í samtali við Vísi. Lögreglan virðast ekki vita hvað hún eigi að gera við kæruna Árni og samtök hans hafa gagnrýnt harðlega þá lögleysu sem viðgengst án nokkurra viðbragða sem eru ólöglegar áfengisauglýsingar og ólögleg áfengissala sem Lögreglustjórinn í Reykjavík lætur afskiptalausa. Fréttin sem Vísir birti 6. janúar vakti mikla athygli en allt kemur fyrir ekki. Árni fær engin viðbrögð. „Okkur blöskrar en við höldum áfram baráttu okkar þar til ólöglegum netverslunum verður lokað. Það er synd að þeim var ekki lokað strax, eins og átti að gera lögum samkvæmt,“ segir Árni. Hann segir málið varðar mikla almannahagsmuni og forvarnarsamtök krefjast svara meðal annars er spurt um ráðherraábyrgð. Um miðjan mars var fundur með Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra vegna málsins þar sem bent var á gildandi löggjöf um áfengissölu, sem byggðist á lýðheilsu og samfélagslegri ábyrgð. Ekkert mál að panta sér áfangi á netinu „Vilji ráðherra til breytinga ryður ekki gildandi lögum frá. Hvorki vilji dómsmálaráðherra né fjármála- og efnahagsráðherra,“ segir Árni. Hann segir ljóst að þeim beri lagaleg skylda til viðbragða ef lögum er ekki framfylgt. Guðrún Hafsteinsdóttir er dómsmálaráðherra. Árni hefur fundað með henni, segir hana áhugalausa um málið en henni beri engu að síður að fylgja landslögum.Vísir/Ívar „Krefja má ráðherra ábyrgðar fyrir sérhver störf eða vanrækt starfa, er hann hafi orðið sekur um, ef málið er svo vaxið, að hann hafi annaðhvort af ásetningi eða stórkostlegu hirðuleysi farið í bága við stjórnarskrá lýðveldisins eða önnur landslög.“ Þá bendir hann á að í fréttum um hvaða matvöruverslanir séu opnar á páskadag megi sjá afleiðingar athafnaleysis ráðherra en þar er fjallað um heimsendingu áfengis á páskadag til miðnættis. Slík sala er ólögleg og í andstöðu við einkaleyfi ÁTVR. Samtökin hafa óskað eftir fundi með stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis sem hefur eftirlitshlutverk gagnvart framkvæmdarvaldinu. Lögreglan Alþingi Áfengi og tóbak Börn og uppeldi Verslun Netverslun með áfengi Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Fleiri fréttir Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Sjá meira
Árni, sem starfar hjá Háskóla Íslands og er formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum, kærði sjálfan sig fyrir brot á áfengislöggjöfinni til lögreglu í upphafi árs. Hann hafði þá keypt sér rútu af bjór á netinu sem er bannað lögum samkvæmt. En allt kemur fyrir ekki. „Ég hef engin viðbrögð fengið af hálfu lögreglu, hvorki eftir að ég lagði fram kæruna né þegar ég hef leitað svara um daginn við því hvar málið er statt,“ segir Árni í samtali við Vísi. Lögreglan virðast ekki vita hvað hún eigi að gera við kæruna Árni og samtök hans hafa gagnrýnt harðlega þá lögleysu sem viðgengst án nokkurra viðbragða sem eru ólöglegar áfengisauglýsingar og ólögleg áfengissala sem Lögreglustjórinn í Reykjavík lætur afskiptalausa. Fréttin sem Vísir birti 6. janúar vakti mikla athygli en allt kemur fyrir ekki. Árni fær engin viðbrögð. „Okkur blöskrar en við höldum áfram baráttu okkar þar til ólöglegum netverslunum verður lokað. Það er synd að þeim var ekki lokað strax, eins og átti að gera lögum samkvæmt,“ segir Árni. Hann segir málið varðar mikla almannahagsmuni og forvarnarsamtök krefjast svara meðal annars er spurt um ráðherraábyrgð. Um miðjan mars var fundur með Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra vegna málsins þar sem bent var á gildandi löggjöf um áfengissölu, sem byggðist á lýðheilsu og samfélagslegri ábyrgð. Ekkert mál að panta sér áfangi á netinu „Vilji ráðherra til breytinga ryður ekki gildandi lögum frá. Hvorki vilji dómsmálaráðherra né fjármála- og efnahagsráðherra,“ segir Árni. Hann segir ljóst að þeim beri lagaleg skylda til viðbragða ef lögum er ekki framfylgt. Guðrún Hafsteinsdóttir er dómsmálaráðherra. Árni hefur fundað með henni, segir hana áhugalausa um málið en henni beri engu að síður að fylgja landslögum.Vísir/Ívar „Krefja má ráðherra ábyrgðar fyrir sérhver störf eða vanrækt starfa, er hann hafi orðið sekur um, ef málið er svo vaxið, að hann hafi annaðhvort af ásetningi eða stórkostlegu hirðuleysi farið í bága við stjórnarskrá lýðveldisins eða önnur landslög.“ Þá bendir hann á að í fréttum um hvaða matvöruverslanir séu opnar á páskadag megi sjá afleiðingar athafnaleysis ráðherra en þar er fjallað um heimsendingu áfengis á páskadag til miðnættis. Slík sala er ólögleg og í andstöðu við einkaleyfi ÁTVR. Samtökin hafa óskað eftir fundi með stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis sem hefur eftirlitshlutverk gagnvart framkvæmdarvaldinu.
Lögreglan Alþingi Áfengi og tóbak Börn og uppeldi Verslun Netverslun með áfengi Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Fleiri fréttir Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Sjá meira