Virkni enn stöðug og fátt bendir til gosloka Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 2. apríl 2024 12:01 Fátt bendir til þess núna að eldgosinu sé að ljúka. Vísir/Vilhelm Virkni eldgossins við Sundhnúk er enn nokkuð stöðug og segir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands engin merki um að gosinu sé að ljúka þó slokknað hafi í einum af gígunum þremur. Rúmar tvær vikur er nú síðan að eldgos hófst á milli Hagafells og Stóra Skógfells. Þetta er fjórða eldgosið á jafnmörgum mánuðum og það er þegar orðið mun langlífara en hin þrjú. „Við erum ekki að sjá að það sé að draga úr gosinu neitt að sjáanlegu leyti. Það slokknaði í þriðja og langminnsta gígnum yfir helgina en virknin er áfram mjög stöðug í hinum tveimur gígunum. Þar er aðalgígur og svo einn auka. Óróinn er líka bara mjög stöðugur og hraunflæðið líka. Þannig í rauninni erum við ekki að sjá neinn mælanlegan samdrátt í gosinu. Allavega ekki sem stendur. Í rauninni ekkert sem gefur neitt til kynna um að gosið sé eitthvað á leiðinni að hætta,“ segir Jóhanna Malen Skúladóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Þannig séu litlar breytingar á gosinu frá því fyrir helgi. „Eina breytingin er að það voru þrír gígar í gangi fyrir helgi. Það er að segja tveir aðalgígar og einn með svona lítilli framleiðslu og það slokknaði á þessum eina litla yfir helgina en það er enn þá stöðug virkni í hinum tveimur.“ Hún segir að íbúa á Reykjanesi mögulega koma til með að finna fyrir gosmengun frá gosstöðvunum í dag og á morgun. „Gasmenungarspáin okkar gerir ráð fyrir því að núna liggur gasið aðallega fyrir Grindavík og til vesturs en svo þegar dregur að kvöldi þá getur gasið farið að berast yfir Hafnir og svo á morgun eða í fyrramáli og í nótt að það fari þá yfir Keflavík og kannski yfir Sandgerði en við fylgjumst bara vel með því og það eru alltaf gefnar út viðvaranir ef það er eitthvað sem mælist. Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Tengdar fréttir Stærsti gígurinn orðinn „formfagur“ Stærsti gígurinn í eldgosinu við Grindavík líkist nokkuð öðrum og eldri gígum á Reykjanesskaga. Erfitt er að nálgast gígana eins og staðan er þessa dagana en nýjar drónamyndir varpa ljósi á hvernig þeir líta út. 28. mars 2024 20:47 Útlit fyrir að gasmengun berist til vesturs og suðvesturs Enn er hætta á gasmengun og er útlit fyrir að mengunin berist til vesturs og suðvesturs í dag, meðal annars yfir Svartsengi, Hafnir og Grindavík. Huga þarf að loftgæðum. Virkni eldgossins er enn stöðug og hefur verið þar frá mánudegi. Enn mælist landris en það er hægara en áður. 27. mars 2024 14:07 Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Fleiri fréttir Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Sjá meira
Rúmar tvær vikur er nú síðan að eldgos hófst á milli Hagafells og Stóra Skógfells. Þetta er fjórða eldgosið á jafnmörgum mánuðum og það er þegar orðið mun langlífara en hin þrjú. „Við erum ekki að sjá að það sé að draga úr gosinu neitt að sjáanlegu leyti. Það slokknaði í þriðja og langminnsta gígnum yfir helgina en virknin er áfram mjög stöðug í hinum tveimur gígunum. Þar er aðalgígur og svo einn auka. Óróinn er líka bara mjög stöðugur og hraunflæðið líka. Þannig í rauninni erum við ekki að sjá neinn mælanlegan samdrátt í gosinu. Allavega ekki sem stendur. Í rauninni ekkert sem gefur neitt til kynna um að gosið sé eitthvað á leiðinni að hætta,“ segir Jóhanna Malen Skúladóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Þannig séu litlar breytingar á gosinu frá því fyrir helgi. „Eina breytingin er að það voru þrír gígar í gangi fyrir helgi. Það er að segja tveir aðalgígar og einn með svona lítilli framleiðslu og það slokknaði á þessum eina litla yfir helgina en það er enn þá stöðug virkni í hinum tveimur.“ Hún segir að íbúa á Reykjanesi mögulega koma til með að finna fyrir gosmengun frá gosstöðvunum í dag og á morgun. „Gasmenungarspáin okkar gerir ráð fyrir því að núna liggur gasið aðallega fyrir Grindavík og til vesturs en svo þegar dregur að kvöldi þá getur gasið farið að berast yfir Hafnir og svo á morgun eða í fyrramáli og í nótt að það fari þá yfir Keflavík og kannski yfir Sandgerði en við fylgjumst bara vel með því og það eru alltaf gefnar út viðvaranir ef það er eitthvað sem mælist.
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Tengdar fréttir Stærsti gígurinn orðinn „formfagur“ Stærsti gígurinn í eldgosinu við Grindavík líkist nokkuð öðrum og eldri gígum á Reykjanesskaga. Erfitt er að nálgast gígana eins og staðan er þessa dagana en nýjar drónamyndir varpa ljósi á hvernig þeir líta út. 28. mars 2024 20:47 Útlit fyrir að gasmengun berist til vesturs og suðvesturs Enn er hætta á gasmengun og er útlit fyrir að mengunin berist til vesturs og suðvesturs í dag, meðal annars yfir Svartsengi, Hafnir og Grindavík. Huga þarf að loftgæðum. Virkni eldgossins er enn stöðug og hefur verið þar frá mánudegi. Enn mælist landris en það er hægara en áður. 27. mars 2024 14:07 Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Fleiri fréttir Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Sjá meira
Stærsti gígurinn orðinn „formfagur“ Stærsti gígurinn í eldgosinu við Grindavík líkist nokkuð öðrum og eldri gígum á Reykjanesskaga. Erfitt er að nálgast gígana eins og staðan er þessa dagana en nýjar drónamyndir varpa ljósi á hvernig þeir líta út. 28. mars 2024 20:47
Útlit fyrir að gasmengun berist til vesturs og suðvesturs Enn er hætta á gasmengun og er útlit fyrir að mengunin berist til vesturs og suðvesturs í dag, meðal annars yfir Svartsengi, Hafnir og Grindavík. Huga þarf að loftgæðum. Virkni eldgossins er enn stöðug og hefur verið þar frá mánudegi. Enn mælist landris en það er hægara en áður. 27. mars 2024 14:07