Krefur ríkið um 225 milljónir króna Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 8. apríl 2024 20:06 Styrmir Þór Bragason starfar nú sem framkvæmdastjóri Vals. Valur Styrmir Þór Bragason, fyrrverandi forstjóri MP banka var sýknaður í héraðsdómi Reykjavíkur í Exeter-málinu svokallaða en dómnum var snúið við í Hæstarétti Íslands árið 2013. Hann krefst nú að ríkið greiði honum 225 milljónir króna í fjártjóns- og miskabætur fyrir að hafa misst hæfi til að gegna forstjórastöðu sinni ásamt því að sæta eins árs fangelsisvist. Gísli Guðni Hall, lögmaður Styrmis, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Hann segir málið enn vera á gagnaöflunarstigi en að fyrirtaka verði á miðvikudaginn. Ekki sé búið að ákveða hvenær málflutningur fari fram. „Það er enginn ágreiningur um skaðabótaskylduna. Hún er viðurkennd af ríkinu. Ríkið hefur ekki sett fram neina fjárhæð þannig þetta er spurning um fjárhæð bóta,“ segir Guðni og segist telja líklegt að málið verði flutt einhvern tímann fyrir lok árs. „Tjónið er augljóslega verulegt þar sem sakfellingin leiddi til þess að hann missti hæfið til að gegna starfinu sem hann gegndi. Ekki bara það, hann sat inni líka. Þetta er bara mjög stórt skaðabótamál,“ bætir hann við. Umboðssvik ómöguleg án umboðs Málið má rekja aftur til október 2008 í miðju hruninu. Sparisjóðurinn Byr lánaði Exeter Holdings ehf. 800 milljón krónur til að Exeter gæti keypt hlutabréf í Byr af Jóni Þorsteini Jónssyni, fyrrverandi stjórnarformanni Byrs og Ragnari Z. Guðjónssyni, fyrrverandi sparisjóðsstjóra. Bréfin vildu mennirnir losa sig við þar sem þeim var ljóst að þau væru í raun verðlaus. Styrmir Þór Bragason var ákærður fyrir hlutdeild í málinu og var sakaður um að hafa tekið þátt í skipulagningu lánveitinganna. Hann var á þeim tíma forstjóri MP banka sem hafði lánað fé til hlutabréfakaupanna. Ragnar og Jón Þorsteinn voru báðir dæmdir í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir umboðssvik. Þeir voru sagðir ekki hafa gætt að hagsmunum bankans við lánveitinguna. MP banki lánaði félaginu 800 milljónir svo það gæti keypt bréf í Byr. Styrmir var sýknaður í héraðsdómi á þeim forsendum að hann gæti ekki framið umboðssvik þar sem hann hefði ekki gegnt stöðu innan Byrs. Málinu vísað frá fyrir slysni Árið 2013 sneri Hæstiréttur dómnum við og var hann dæmdur til eins árs fangelsisvistar. Styrmir var þá forstjóri Straums-Burðarás, nú hluti af Kviku banka. Fjártjónsbótakrafan byggir á forstjóralaununum sem hann varð af vegna sakfellingarinnar. Árið 2019 tók Mannréttindadómstóll Evrópu málið fyrir og komst að þeirri niðurstöðu að Styrmir hafi ekki hlotið réttláta málsmeðferð í Hæstarétti. Styrmir óskaði þá eftir endurupptöku á málinu og féllst endurupptökudómur á ósk hans árið 2021. Fyrir mistök var málinu vísað frá árið 2022 þar sem málið var sent beint til Hæstaréttar en ekki Landsréttar. Dómsmál Hrunið Tengdar fréttir Styrmir þakkar fjölskyldu sinni stuðninginn og tileinkar sigurinn börnunum sínum Mannréttindadómstóll Evrópu úrskurðaði í gær að íslenska ríkið hafi gerst brotlegt gagnvart þeim Styrmi Þór Bragasyni, fyrrverandi forstjóra MP Banka og fyrrverandi framkvæmdastjóra hjá Húsasmiðjunni, Júlíusi Þór Sigurþórssyni. 17. júlí 2019 08:40 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Fleiri fréttir Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Sjá meira
Gísli Guðni Hall, lögmaður Styrmis, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Hann segir málið enn vera á gagnaöflunarstigi en að fyrirtaka verði á miðvikudaginn. Ekki sé búið að ákveða hvenær málflutningur fari fram. „Það er enginn ágreiningur um skaðabótaskylduna. Hún er viðurkennd af ríkinu. Ríkið hefur ekki sett fram neina fjárhæð þannig þetta er spurning um fjárhæð bóta,“ segir Guðni og segist telja líklegt að málið verði flutt einhvern tímann fyrir lok árs. „Tjónið er augljóslega verulegt þar sem sakfellingin leiddi til þess að hann missti hæfið til að gegna starfinu sem hann gegndi. Ekki bara það, hann sat inni líka. Þetta er bara mjög stórt skaðabótamál,“ bætir hann við. Umboðssvik ómöguleg án umboðs Málið má rekja aftur til október 2008 í miðju hruninu. Sparisjóðurinn Byr lánaði Exeter Holdings ehf. 800 milljón krónur til að Exeter gæti keypt hlutabréf í Byr af Jóni Þorsteini Jónssyni, fyrrverandi stjórnarformanni Byrs og Ragnari Z. Guðjónssyni, fyrrverandi sparisjóðsstjóra. Bréfin vildu mennirnir losa sig við þar sem þeim var ljóst að þau væru í raun verðlaus. Styrmir Þór Bragason var ákærður fyrir hlutdeild í málinu og var sakaður um að hafa tekið þátt í skipulagningu lánveitinganna. Hann var á þeim tíma forstjóri MP banka sem hafði lánað fé til hlutabréfakaupanna. Ragnar og Jón Þorsteinn voru báðir dæmdir í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir umboðssvik. Þeir voru sagðir ekki hafa gætt að hagsmunum bankans við lánveitinguna. MP banki lánaði félaginu 800 milljónir svo það gæti keypt bréf í Byr. Styrmir var sýknaður í héraðsdómi á þeim forsendum að hann gæti ekki framið umboðssvik þar sem hann hefði ekki gegnt stöðu innan Byrs. Málinu vísað frá fyrir slysni Árið 2013 sneri Hæstiréttur dómnum við og var hann dæmdur til eins árs fangelsisvistar. Styrmir var þá forstjóri Straums-Burðarás, nú hluti af Kviku banka. Fjártjónsbótakrafan byggir á forstjóralaununum sem hann varð af vegna sakfellingarinnar. Árið 2019 tók Mannréttindadómstóll Evrópu málið fyrir og komst að þeirri niðurstöðu að Styrmir hafi ekki hlotið réttláta málsmeðferð í Hæstarétti. Styrmir óskaði þá eftir endurupptöku á málinu og féllst endurupptökudómur á ósk hans árið 2021. Fyrir mistök var málinu vísað frá árið 2022 þar sem málið var sent beint til Hæstaréttar en ekki Landsréttar.
Dómsmál Hrunið Tengdar fréttir Styrmir þakkar fjölskyldu sinni stuðninginn og tileinkar sigurinn börnunum sínum Mannréttindadómstóll Evrópu úrskurðaði í gær að íslenska ríkið hafi gerst brotlegt gagnvart þeim Styrmi Þór Bragasyni, fyrrverandi forstjóra MP Banka og fyrrverandi framkvæmdastjóra hjá Húsasmiðjunni, Júlíusi Þór Sigurþórssyni. 17. júlí 2019 08:40 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Fleiri fréttir Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Sjá meira
Styrmir þakkar fjölskyldu sinni stuðninginn og tileinkar sigurinn börnunum sínum Mannréttindadómstóll Evrópu úrskurðaði í gær að íslenska ríkið hafi gerst brotlegt gagnvart þeim Styrmi Þór Bragasyni, fyrrverandi forstjóra MP Banka og fyrrverandi framkvæmdastjóra hjá Húsasmiðjunni, Júlíusi Þór Sigurþórssyni. 17. júlí 2019 08:40