Í skjóli hinna hugrökku Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar 9. apríl 2024 07:00 Nú hefur sjónvarpsmaðurinn Gísli Marteinn Baldursson tilkynnt þá virðingarverðu ákvörðun sína, að taka ekki að sér að lýsa Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva þetta árið. Gísli þykir almennt bæði fær og fróður lýsandi, enda hefur hann lýst keppninni með hléum frá árinu 2003, og óslitið frá árinu 2016. Ástæðan sem Gísli gefur upp fyrir ákvörðun sinni er sú að honum ofbýður bæði framganga Ísraels á Gaza og skortur á viðbrögðum Söngvakeppni Evrópskra sjónvarpsstöðva við henni. Hvort sem það hafi verið meðvitað eða ekki þá fellur ákvörðun Gísla undir menningarlega sniðgöngu. Gísli bætist því í vaxandi hóp fólks sem tekur afstöðu gegn árásum Ísraelshers á íbúa Gaza og kýs að beita þeirri friðsamlegu aðferð sem sniðganga er. Menningarleg sniðganga er hluti af aðferðum BDS (BoycottDivestSanction) hreyfingarinnar, sem var stofnuð af palestínskum samtökum árið 2005. Hreyfingin leitast við að hafa áhrif á ísraelsk stjórnvöld með alþjóðlegri sniðgöngu, fjárlosun og viðskiptaþvingunum. Sá hluti sniðgöngunnar sem snýr að menningu reynir meðal annars að koma í veg fyrir að ísraelsk stjórnvöld noti menningarviðburði á borð við Söngvakeppnina til að hvítþvo, og í tilfelli Eurovision bæði hvít- og bleikþvo, ímynd sína á alþjóðavettvangi. Í tilkynningunni, sem Gísli Marteinn sendi frá sér á samskiptamiðlinum Instagram tekur hann einnig fram að fyrir honum snúist Söngvakeppnin um stemningu og gleði en hann finni fyrir hvorugu í keppninni í ár. Sá hluti yfirlýsingarinnar er afar skiljanlegur því hvernig er hægt að finna gleði og stemningu þegar 13.000 palestínsk börn hafa verið myrt af Ísraelsher á hálfu ári? Á dögunum komust tónlistargagnrýnendur hjá Norska Ríkisútvarpinu, NRK og tónlistarfræðingurinn og blaðamaðurinn Arnar Eggert Thoroddsen, að sömu niðurstöðu og Gísli og tilkynntu að þau myndu ekki með neinu móti fjalla um Söngvakeppnina 2024, heldur sniðganga keppnina vegna þjóðarmorðs ísraelskra stjórnvalda á palestínsku þjóðinni. Einnig hefur gengið erfiðlega hjá aðstandendum keppninnar að fá tónlistarfólk til að troða upp í Eurovision-þorpinu í Malmö í ár því fjöldi sænskra hljómsveita neitar að taka þátt af sömu ástæðum. Engan þarf að undra viðbrögð norsku og íslensku gagnrýnendanna, sænska tónlistarfólksins og Gísla, enda ætti ekkert að vera eðlilegra en að láta réttlætis- og siðferðiskennd ráða för þegar fólk tekur ákvarðanir. Viðbrögðin eru þó, ótrúlegt en satt, eins og vin í eyðimörkinni því fólk og stofnanir forðast að taka afstöðu gegn þjóðarmorðinu. Það er til að mynda hæsta máta undarlegt að stjórnendur RÚV hafi á engum tímapunkti hugsað með sér: „Er ekki kaldranalegt að taka þátt í stærsta glimmerpartýi Evrópu á sama tíma og ein keppnisþjóðanna murkar líf úr heilli þjóð. Ættum við kannski að sleppa því í þetta sinn?” Það er ofar mínum skilningi hvernig þátttaka okkar í Eurovision í ár var réttlætt. Sér í lagi þar sem við höfum mjög skýrt dæmi um hvernig hægt er að bregðast við þegar ein keppnisþjóð ræðst á aðra: Rússland hefur ekki fengið að vera með í Eurovision síðan ríkið réðst inn í Úkraínu 2022. Keppnin rúllaði þó áfram, Rússlandslaus, og í ofanálag kusu áhorfendur Úkraínu sem sigurvegara. Einfalt mál, búið, bless. Í kjölfarið var Rússland einnig útilokað frá helstu íþrótta- og menningarviðburðum um alla Evrópu. Rauðum samstöðudregli hefur verið rúllað um stofnanir og borgir og úkraínski fáninn blaktir við himininn hvert sem litið er. Þegar stuðning við Palestínu ber hins vegar á góma þá verður málið skyndilega svo flókið að meira að segja yfirlýsta friðarborgin Reykjavík getur ekki flaggað palestínska fánanum - og RÚV neitar að taka afstöðu. Það er því kærkomið þegar fólk eins og Gísli stendur upp og segir stopp, og því ber að fagna. Með yfirlýsingu sinni býr hann til skjól fyrir næstu manneskju og auðveldar henni að taka afstöðu og þannig, koll af kolli, verður til umhverfi þar sem fólk getur tekið lýst yfir afstöðu með mannréttindum og gegn þjóðarmorði. Að lokum langar mig að beina orðum mínum til þeirra sem eru í mögulega í þeirri aðstöðu að fylla í skarð Gísla og lýsa keppninni í ár: Hvernig myndirðu réttlæta þá ákvörðun ef manneskja frá Gaza myndi spyrja þig út í hana? Höfundur er tónlistakona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eurovision Ríkisútvarpið Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Nú hefur sjónvarpsmaðurinn Gísli Marteinn Baldursson tilkynnt þá virðingarverðu ákvörðun sína, að taka ekki að sér að lýsa Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva þetta árið. Gísli þykir almennt bæði fær og fróður lýsandi, enda hefur hann lýst keppninni með hléum frá árinu 2003, og óslitið frá árinu 2016. Ástæðan sem Gísli gefur upp fyrir ákvörðun sinni er sú að honum ofbýður bæði framganga Ísraels á Gaza og skortur á viðbrögðum Söngvakeppni Evrópskra sjónvarpsstöðva við henni. Hvort sem það hafi verið meðvitað eða ekki þá fellur ákvörðun Gísla undir menningarlega sniðgöngu. Gísli bætist því í vaxandi hóp fólks sem tekur afstöðu gegn árásum Ísraelshers á íbúa Gaza og kýs að beita þeirri friðsamlegu aðferð sem sniðganga er. Menningarleg sniðganga er hluti af aðferðum BDS (BoycottDivestSanction) hreyfingarinnar, sem var stofnuð af palestínskum samtökum árið 2005. Hreyfingin leitast við að hafa áhrif á ísraelsk stjórnvöld með alþjóðlegri sniðgöngu, fjárlosun og viðskiptaþvingunum. Sá hluti sniðgöngunnar sem snýr að menningu reynir meðal annars að koma í veg fyrir að ísraelsk stjórnvöld noti menningarviðburði á borð við Söngvakeppnina til að hvítþvo, og í tilfelli Eurovision bæði hvít- og bleikþvo, ímynd sína á alþjóðavettvangi. Í tilkynningunni, sem Gísli Marteinn sendi frá sér á samskiptamiðlinum Instagram tekur hann einnig fram að fyrir honum snúist Söngvakeppnin um stemningu og gleði en hann finni fyrir hvorugu í keppninni í ár. Sá hluti yfirlýsingarinnar er afar skiljanlegur því hvernig er hægt að finna gleði og stemningu þegar 13.000 palestínsk börn hafa verið myrt af Ísraelsher á hálfu ári? Á dögunum komust tónlistargagnrýnendur hjá Norska Ríkisútvarpinu, NRK og tónlistarfræðingurinn og blaðamaðurinn Arnar Eggert Thoroddsen, að sömu niðurstöðu og Gísli og tilkynntu að þau myndu ekki með neinu móti fjalla um Söngvakeppnina 2024, heldur sniðganga keppnina vegna þjóðarmorðs ísraelskra stjórnvalda á palestínsku þjóðinni. Einnig hefur gengið erfiðlega hjá aðstandendum keppninnar að fá tónlistarfólk til að troða upp í Eurovision-þorpinu í Malmö í ár því fjöldi sænskra hljómsveita neitar að taka þátt af sömu ástæðum. Engan þarf að undra viðbrögð norsku og íslensku gagnrýnendanna, sænska tónlistarfólksins og Gísla, enda ætti ekkert að vera eðlilegra en að láta réttlætis- og siðferðiskennd ráða för þegar fólk tekur ákvarðanir. Viðbrögðin eru þó, ótrúlegt en satt, eins og vin í eyðimörkinni því fólk og stofnanir forðast að taka afstöðu gegn þjóðarmorðinu. Það er til að mynda hæsta máta undarlegt að stjórnendur RÚV hafi á engum tímapunkti hugsað með sér: „Er ekki kaldranalegt að taka þátt í stærsta glimmerpartýi Evrópu á sama tíma og ein keppnisþjóðanna murkar líf úr heilli þjóð. Ættum við kannski að sleppa því í þetta sinn?” Það er ofar mínum skilningi hvernig þátttaka okkar í Eurovision í ár var réttlætt. Sér í lagi þar sem við höfum mjög skýrt dæmi um hvernig hægt er að bregðast við þegar ein keppnisþjóð ræðst á aðra: Rússland hefur ekki fengið að vera með í Eurovision síðan ríkið réðst inn í Úkraínu 2022. Keppnin rúllaði þó áfram, Rússlandslaus, og í ofanálag kusu áhorfendur Úkraínu sem sigurvegara. Einfalt mál, búið, bless. Í kjölfarið var Rússland einnig útilokað frá helstu íþrótta- og menningarviðburðum um alla Evrópu. Rauðum samstöðudregli hefur verið rúllað um stofnanir og borgir og úkraínski fáninn blaktir við himininn hvert sem litið er. Þegar stuðning við Palestínu ber hins vegar á góma þá verður málið skyndilega svo flókið að meira að segja yfirlýsta friðarborgin Reykjavík getur ekki flaggað palestínska fánanum - og RÚV neitar að taka afstöðu. Það er því kærkomið þegar fólk eins og Gísli stendur upp og segir stopp, og því ber að fagna. Með yfirlýsingu sinni býr hann til skjól fyrir næstu manneskju og auðveldar henni að taka afstöðu og þannig, koll af kolli, verður til umhverfi þar sem fólk getur tekið lýst yfir afstöðu með mannréttindum og gegn þjóðarmorði. Að lokum langar mig að beina orðum mínum til þeirra sem eru í mögulega í þeirri aðstöðu að fylla í skarð Gísla og lýsa keppninni í ár: Hvernig myndirðu réttlæta þá ákvörðun ef manneskja frá Gaza myndi spyrja þig út í hana? Höfundur er tónlistakona.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar