Alveg óvíst hvort ríkisstjórnin lifi kjörtímabilið af Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 9. apríl 2024 22:07 Eiríkur Bergmann fór yfir nýjustu vendingar í ríkisstjórninni í kvöldfréttum Stöðvar 2. Vísir/Arnar Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði segir jafnvel meiri styr munu standa um ríkisstjórnina undir forystu Bjarna Benediktssonar en Katrínar Jakobsdóttur. Stólaskiptin feli ekki í sér mikla efnisbreytingu en mikla ásýndarbreytingu sem hann telur að geti reynst ríkisstjórninni erfið þegar fram í sækir. Eiríkur segir alveg óvíst á þessari stundu hvort ríkisstjórnin lifi af út kjörtímabilið. Samsetning ríkisstjórnarinnar breytist töluvert við það að Bjarni Benediktsson taki við embætti forsætisráðherra og ólga í baklandi Vinstri grænna komi til með að aukast til muna. „Þetta er flokkur sem þarf ráðrúm núna til að velja sér nýja forystu en vægi flokksins í ríkisstjórninni hefur minnkað verulega. Ólgan hefur verið mest í VG og hún mun bara magnast við það að í stól forsætisráðherra sé formaður Sjálfstæðisflokksins,“ segir Eiríkur um stöðu Vinstri grænna og bætir við að ekkert ofboðslega mikið þurfi til að þess að ríkisstjórnin nýja lendi í vandræðum. „Bjarni Benediktsson fer fyrir stærsta stjórnmálaflokknum í þessu samstarfi og allar þær hefðir og venjur í íslenskum stjórnmálum segja að sá flokkur eigi að leiða ríkisstjórnina. Þrátt fyrir að fjöldamargar undanþágur séu til á því. Annað er hins vegar það að hann er miklu umdeildari stjórnmálamaður en fráfarandi forsætisráðherra,“ segir Eiríkur. Katrínu hafi oft verið lýst sem lími ríkisstjórnarinnar en það eigi ekki við um Bjarna. Ásýndarbreyting gæti reynst erfið Eiríkur segir óljóst hvort þessar breytingar feli í sér breyttar áherslur hjá ríkisstjórninni. Erfitt sé að segja til um hvort orðræða flokksformannanna sýni raunverulega fram á aukinn samstarfsvilja. „Þau tala um hefðbundin mál sem hafa reynst þeim erfið. Útlendingamál og orkumál og svo framvegis. Mál sem þau hafa ekkert náð saman um. Það er í sjálfu sér ekkert sem við höfum heyrt enn þá sem tryggir að það muni ganga eitthvað betur“ segir Eiríkur. „Ég veit ekki hvort það verður mikil efnisbreyting á þessari ríkisstjórn en það verður klárlega verulega mikil ásýndarbreyting og sú ásýndarbreyting getur reynst þessari stjórn allnokkuð erfið þegar fram í sækir. Ég geri ekki ráð fyrir að erfiðleikarnir geri vart við sig á næstunni. En kannski þegar líður á sumar og haust.“ Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Alþingi Tengdar fréttir „Ekki biðja um að þetta sé auðvelt“ Bjarni Benediktsson, sem verður skipaður forsætisráðherra á eftir, segir að það liggi vel á sér. Hann segir að sitt fyrsta verk í nýja ráðuneytinu verði að stilla sama strengi við aðra ráðherra endurnýjaðrar ríkisstjórnar. Honum þyki mikilvægt að byrja vel. 9. apríl 2024 19:32 Sverðin slíðruð í orku, útlendinga- og lögreglumálum Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir endurnýjaða ríkisstjórn ætla að fara að krafti í orkumálin og aðlaga útlendingalöggjöfina að því sem þekkist á Norðurlöndunum. Bjarni og ráðherrar í ráðuneyti hans voru settir í embætti á ríkisráðsfundi á Bessastöðum sem hófst klukkan sjö í kvöld. 9. apríl 2024 19:20 Mest lesið Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Sendiherrann vinsæli á útleið Innlent Villi Valli fallinn frá Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Fleiri fréttir Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Sjá meira
Eiríkur segir alveg óvíst á þessari stundu hvort ríkisstjórnin lifi af út kjörtímabilið. Samsetning ríkisstjórnarinnar breytist töluvert við það að Bjarni Benediktsson taki við embætti forsætisráðherra og ólga í baklandi Vinstri grænna komi til með að aukast til muna. „Þetta er flokkur sem þarf ráðrúm núna til að velja sér nýja forystu en vægi flokksins í ríkisstjórninni hefur minnkað verulega. Ólgan hefur verið mest í VG og hún mun bara magnast við það að í stól forsætisráðherra sé formaður Sjálfstæðisflokksins,“ segir Eiríkur um stöðu Vinstri grænna og bætir við að ekkert ofboðslega mikið þurfi til að þess að ríkisstjórnin nýja lendi í vandræðum. „Bjarni Benediktsson fer fyrir stærsta stjórnmálaflokknum í þessu samstarfi og allar þær hefðir og venjur í íslenskum stjórnmálum segja að sá flokkur eigi að leiða ríkisstjórnina. Þrátt fyrir að fjöldamargar undanþágur séu til á því. Annað er hins vegar það að hann er miklu umdeildari stjórnmálamaður en fráfarandi forsætisráðherra,“ segir Eiríkur. Katrínu hafi oft verið lýst sem lími ríkisstjórnarinnar en það eigi ekki við um Bjarna. Ásýndarbreyting gæti reynst erfið Eiríkur segir óljóst hvort þessar breytingar feli í sér breyttar áherslur hjá ríkisstjórninni. Erfitt sé að segja til um hvort orðræða flokksformannanna sýni raunverulega fram á aukinn samstarfsvilja. „Þau tala um hefðbundin mál sem hafa reynst þeim erfið. Útlendingamál og orkumál og svo framvegis. Mál sem þau hafa ekkert náð saman um. Það er í sjálfu sér ekkert sem við höfum heyrt enn þá sem tryggir að það muni ganga eitthvað betur“ segir Eiríkur. „Ég veit ekki hvort það verður mikil efnisbreyting á þessari ríkisstjórn en það verður klárlega verulega mikil ásýndarbreyting og sú ásýndarbreyting getur reynst þessari stjórn allnokkuð erfið þegar fram í sækir. Ég geri ekki ráð fyrir að erfiðleikarnir geri vart við sig á næstunni. En kannski þegar líður á sumar og haust.“
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Alþingi Tengdar fréttir „Ekki biðja um að þetta sé auðvelt“ Bjarni Benediktsson, sem verður skipaður forsætisráðherra á eftir, segir að það liggi vel á sér. Hann segir að sitt fyrsta verk í nýja ráðuneytinu verði að stilla sama strengi við aðra ráðherra endurnýjaðrar ríkisstjórnar. Honum þyki mikilvægt að byrja vel. 9. apríl 2024 19:32 Sverðin slíðruð í orku, útlendinga- og lögreglumálum Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir endurnýjaða ríkisstjórn ætla að fara að krafti í orkumálin og aðlaga útlendingalöggjöfina að því sem þekkist á Norðurlöndunum. Bjarni og ráðherrar í ráðuneyti hans voru settir í embætti á ríkisráðsfundi á Bessastöðum sem hófst klukkan sjö í kvöld. 9. apríl 2024 19:20 Mest lesið Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Sendiherrann vinsæli á útleið Innlent Villi Valli fallinn frá Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Fleiri fréttir Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Sjá meira
„Ekki biðja um að þetta sé auðvelt“ Bjarni Benediktsson, sem verður skipaður forsætisráðherra á eftir, segir að það liggi vel á sér. Hann segir að sitt fyrsta verk í nýja ráðuneytinu verði að stilla sama strengi við aðra ráðherra endurnýjaðrar ríkisstjórnar. Honum þyki mikilvægt að byrja vel. 9. apríl 2024 19:32
Sverðin slíðruð í orku, útlendinga- og lögreglumálum Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir endurnýjaða ríkisstjórn ætla að fara að krafti í orkumálin og aðlaga útlendingalöggjöfina að því sem þekkist á Norðurlöndunum. Bjarni og ráðherrar í ráðuneyti hans voru settir í embætti á ríkisráðsfundi á Bessastöðum sem hófst klukkan sjö í kvöld. 9. apríl 2024 19:20