Alveg óvíst hvort ríkisstjórnin lifi kjörtímabilið af Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 9. apríl 2024 22:07 Eiríkur Bergmann fór yfir nýjustu vendingar í ríkisstjórninni í kvöldfréttum Stöðvar 2. Vísir/Arnar Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði segir jafnvel meiri styr munu standa um ríkisstjórnina undir forystu Bjarna Benediktssonar en Katrínar Jakobsdóttur. Stólaskiptin feli ekki í sér mikla efnisbreytingu en mikla ásýndarbreytingu sem hann telur að geti reynst ríkisstjórninni erfið þegar fram í sækir. Eiríkur segir alveg óvíst á þessari stundu hvort ríkisstjórnin lifi af út kjörtímabilið. Samsetning ríkisstjórnarinnar breytist töluvert við það að Bjarni Benediktsson taki við embætti forsætisráðherra og ólga í baklandi Vinstri grænna komi til með að aukast til muna. „Þetta er flokkur sem þarf ráðrúm núna til að velja sér nýja forystu en vægi flokksins í ríkisstjórninni hefur minnkað verulega. Ólgan hefur verið mest í VG og hún mun bara magnast við það að í stól forsætisráðherra sé formaður Sjálfstæðisflokksins,“ segir Eiríkur um stöðu Vinstri grænna og bætir við að ekkert ofboðslega mikið þurfi til að þess að ríkisstjórnin nýja lendi í vandræðum. „Bjarni Benediktsson fer fyrir stærsta stjórnmálaflokknum í þessu samstarfi og allar þær hefðir og venjur í íslenskum stjórnmálum segja að sá flokkur eigi að leiða ríkisstjórnina. Þrátt fyrir að fjöldamargar undanþágur séu til á því. Annað er hins vegar það að hann er miklu umdeildari stjórnmálamaður en fráfarandi forsætisráðherra,“ segir Eiríkur. Katrínu hafi oft verið lýst sem lími ríkisstjórnarinnar en það eigi ekki við um Bjarna. Ásýndarbreyting gæti reynst erfið Eiríkur segir óljóst hvort þessar breytingar feli í sér breyttar áherslur hjá ríkisstjórninni. Erfitt sé að segja til um hvort orðræða flokksformannanna sýni raunverulega fram á aukinn samstarfsvilja. „Þau tala um hefðbundin mál sem hafa reynst þeim erfið. Útlendingamál og orkumál og svo framvegis. Mál sem þau hafa ekkert náð saman um. Það er í sjálfu sér ekkert sem við höfum heyrt enn þá sem tryggir að það muni ganga eitthvað betur“ segir Eiríkur. „Ég veit ekki hvort það verður mikil efnisbreyting á þessari ríkisstjórn en það verður klárlega verulega mikil ásýndarbreyting og sú ásýndarbreyting getur reynst þessari stjórn allnokkuð erfið þegar fram í sækir. Ég geri ekki ráð fyrir að erfiðleikarnir geri vart við sig á næstunni. En kannski þegar líður á sumar og haust.“ Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Alþingi Tengdar fréttir „Ekki biðja um að þetta sé auðvelt“ Bjarni Benediktsson, sem verður skipaður forsætisráðherra á eftir, segir að það liggi vel á sér. Hann segir að sitt fyrsta verk í nýja ráðuneytinu verði að stilla sama strengi við aðra ráðherra endurnýjaðrar ríkisstjórnar. Honum þyki mikilvægt að byrja vel. 9. apríl 2024 19:32 Sverðin slíðruð í orku, útlendinga- og lögreglumálum Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir endurnýjaða ríkisstjórn ætla að fara að krafti í orkumálin og aðlaga útlendingalöggjöfina að því sem þekkist á Norðurlöndunum. Bjarni og ráðherrar í ráðuneyti hans voru settir í embætti á ríkisráðsfundi á Bessastöðum sem hófst klukkan sjö í kvöld. 9. apríl 2024 19:20 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Fleiri fréttir Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Sjá meira
Eiríkur segir alveg óvíst á þessari stundu hvort ríkisstjórnin lifi af út kjörtímabilið. Samsetning ríkisstjórnarinnar breytist töluvert við það að Bjarni Benediktsson taki við embætti forsætisráðherra og ólga í baklandi Vinstri grænna komi til með að aukast til muna. „Þetta er flokkur sem þarf ráðrúm núna til að velja sér nýja forystu en vægi flokksins í ríkisstjórninni hefur minnkað verulega. Ólgan hefur verið mest í VG og hún mun bara magnast við það að í stól forsætisráðherra sé formaður Sjálfstæðisflokksins,“ segir Eiríkur um stöðu Vinstri grænna og bætir við að ekkert ofboðslega mikið þurfi til að þess að ríkisstjórnin nýja lendi í vandræðum. „Bjarni Benediktsson fer fyrir stærsta stjórnmálaflokknum í þessu samstarfi og allar þær hefðir og venjur í íslenskum stjórnmálum segja að sá flokkur eigi að leiða ríkisstjórnina. Þrátt fyrir að fjöldamargar undanþágur séu til á því. Annað er hins vegar það að hann er miklu umdeildari stjórnmálamaður en fráfarandi forsætisráðherra,“ segir Eiríkur. Katrínu hafi oft verið lýst sem lími ríkisstjórnarinnar en það eigi ekki við um Bjarna. Ásýndarbreyting gæti reynst erfið Eiríkur segir óljóst hvort þessar breytingar feli í sér breyttar áherslur hjá ríkisstjórninni. Erfitt sé að segja til um hvort orðræða flokksformannanna sýni raunverulega fram á aukinn samstarfsvilja. „Þau tala um hefðbundin mál sem hafa reynst þeim erfið. Útlendingamál og orkumál og svo framvegis. Mál sem þau hafa ekkert náð saman um. Það er í sjálfu sér ekkert sem við höfum heyrt enn þá sem tryggir að það muni ganga eitthvað betur“ segir Eiríkur. „Ég veit ekki hvort það verður mikil efnisbreyting á þessari ríkisstjórn en það verður klárlega verulega mikil ásýndarbreyting og sú ásýndarbreyting getur reynst þessari stjórn allnokkuð erfið þegar fram í sækir. Ég geri ekki ráð fyrir að erfiðleikarnir geri vart við sig á næstunni. En kannski þegar líður á sumar og haust.“
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Alþingi Tengdar fréttir „Ekki biðja um að þetta sé auðvelt“ Bjarni Benediktsson, sem verður skipaður forsætisráðherra á eftir, segir að það liggi vel á sér. Hann segir að sitt fyrsta verk í nýja ráðuneytinu verði að stilla sama strengi við aðra ráðherra endurnýjaðrar ríkisstjórnar. Honum þyki mikilvægt að byrja vel. 9. apríl 2024 19:32 Sverðin slíðruð í orku, útlendinga- og lögreglumálum Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir endurnýjaða ríkisstjórn ætla að fara að krafti í orkumálin og aðlaga útlendingalöggjöfina að því sem þekkist á Norðurlöndunum. Bjarni og ráðherrar í ráðuneyti hans voru settir í embætti á ríkisráðsfundi á Bessastöðum sem hófst klukkan sjö í kvöld. 9. apríl 2024 19:20 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Fleiri fréttir Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Sjá meira
„Ekki biðja um að þetta sé auðvelt“ Bjarni Benediktsson, sem verður skipaður forsætisráðherra á eftir, segir að það liggi vel á sér. Hann segir að sitt fyrsta verk í nýja ráðuneytinu verði að stilla sama strengi við aðra ráðherra endurnýjaðrar ríkisstjórnar. Honum þyki mikilvægt að byrja vel. 9. apríl 2024 19:32
Sverðin slíðruð í orku, útlendinga- og lögreglumálum Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir endurnýjaða ríkisstjórn ætla að fara að krafti í orkumálin og aðlaga útlendingalöggjöfina að því sem þekkist á Norðurlöndunum. Bjarni og ráðherrar í ráðuneyti hans voru settir í embætti á ríkisráðsfundi á Bessastöðum sem hófst klukkan sjö í kvöld. 9. apríl 2024 19:20