Ætla að vera aðeins „hógværari“ en Ölfus við gerð bæjarskiltis Bjarki Sigurðsson skrifar 10. apríl 2024 13:24 Það fer ekki framhjá neinum sem ekur yfir Hellisheiðina að hann sé mættur í sveitarfélagið Ölfus enda stærðarinnar skilti sem gerir fólki grein fyrir því. Vísir/Þórir Til stendur að reisa nokkur skilti við bæjarmörk Hveragerðisbæjar á þessu ári. Í minnisblaði menningar-, atvinnu- og markaðsnefndar bæjarins er lagt til að vera ögn „hógværari“ en nágrannarnir í Ölfusi við gerð skiltanna. Fyrir nokkru síðan voru öll skilti sem sýndu fólki að þau væru mætt til Hveragerðis tekin niður er verið var að vinna að framkvæmdum á þjóðveginum. Skiltin voru aldrei sett aftur upp en nú finnst menningar-, atvinnu- og markaðsnefndar vera kominn tími til. Fara ekki sömu leið og Ölfus Verkefnið hefur verið í gangi um nokkurt skeið og nýlega skilaði menningar-, atvinnu- og markaðsnefnd bæjarins af sér minnisblaði þar sem rætt er aðeins um hvernig skiltið eigi að líta út. „Það eru auðvitað ýmsar leiðir til að gera bæjarskilti en við leggjum ekki upp með að fara sömu leið og Ölfus gerir á Hellisheiði,“ segir í minnisblaðinu en skilti Ölfuss er eitt það mest áberandi á landinu. Um er að ræða stórt steypt skilti með stórum stöfum og baklýsingu. Skiltið við bæjarmörk Ölfuss. Í minnisblaðinu er lagt til að fara „hógværari“ leið við gerð skiltis, líkt og Stykkishólmur gerir en það skilti má sjá hér fyrir neðan. Svona lítur skiltið í Stykkishólmi út.Hveragerðisbær Skiltið hjá Ölfusi líka flott Í samtali við fréttastofu segir Sandra Sigurðardóttir, formaður menningar-, atvinnu- og markaðsnefndar Hveragerðisbæjar, að nefndin hafi ekki verið að gagnrýna skilti Ölfuss með því að kalla eftir hógværari leið. „Það er bara alveg geggjað. Þetta er auðvitað steypt skilti og mjög stórt og mikið. Með ljósum og öðru slíku. Við ætlum ekki að vera með jafn stórt skilti heldur erum við meira að tala um tengingu við bæinn okkar,“ segir Sandra. Sandra Sigurðardóttir er formaður menningar-, atvinnu- og markaðsnefndar Hveragerðisbæjar. Blómabærinn Stefnt er að því að skiltið verði blómlegt enda er Hveragerði þekktur fyrir blóm sín, þar má finna fjórar blómabúðir og eru nokkrar hátíðir þar kenndar við blóm, þar má nefna Blóm í bæ, Allt í Blóma og Blómstrandi dagar. „Við erum auðvitað stolt af okkar bæjarfélagi þannig við viljum auðvitað að fólk viti að það sé í Hveragerði. Við erum auðvitað landlítið sveitarfélag og eins og krækiber í miðju Ölfusi. Ég held það fari samt ekki framhjá neinum þegar það ekur niður Kambana og sér strókana upp úr hverunum, blómin, öll grænu trén og allan gróðurinn. Það fer ekkert á milli mála. Auðvitað erum við stolt af okkar sveitarfélagi og viljum hvetja fólk til þess að koma fljótt aftur og annað slíkt,“ segir Sandra. Í Hveragerði búa yfir 3.200 manns.Vísir/Vilhelm Hún segir bæinn einmitt vilja tengja sig meira við blóminn, sem og náttúruna, útivist og heilsu. „Það er sérstaðan okkar sem við viljum vinna með. Lyfta því svolítið upp. Blóm og það verður svolítið lagt upp úr því að fegra bæinn okkar þegar fer að vora. Með blóm í haga,“ segir Sandra. Hringtorgið gert flottara Það er ekki einungis verið að fara að reisa skilti heldur er einnig stefnt af því að „poppa aðeins upp“ hringtorgið sem fólk ekur í kringum þegar það keyrir framhjá bænum. Þar á að setja ýmiskonar blóm og gera það fallegra. „Við leggjum upp úr blómunum og höfum alltaf gert. Við viljum undirstrika það að þegar þú keyrir þjóðveginn og framhjá Hveragerði, að lokka fólk inn til okkar á hringtorginu og leiða þá inn í paradísina sem Hveragerðisbær er,“ segir Sandra. Styttur og útilistaverk Hveragerði Ölfus Sveitarstjórnarmál Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Sjá meira
Fyrir nokkru síðan voru öll skilti sem sýndu fólki að þau væru mætt til Hveragerðis tekin niður er verið var að vinna að framkvæmdum á þjóðveginum. Skiltin voru aldrei sett aftur upp en nú finnst menningar-, atvinnu- og markaðsnefndar vera kominn tími til. Fara ekki sömu leið og Ölfus Verkefnið hefur verið í gangi um nokkurt skeið og nýlega skilaði menningar-, atvinnu- og markaðsnefnd bæjarins af sér minnisblaði þar sem rætt er aðeins um hvernig skiltið eigi að líta út. „Það eru auðvitað ýmsar leiðir til að gera bæjarskilti en við leggjum ekki upp með að fara sömu leið og Ölfus gerir á Hellisheiði,“ segir í minnisblaðinu en skilti Ölfuss er eitt það mest áberandi á landinu. Um er að ræða stórt steypt skilti með stórum stöfum og baklýsingu. Skiltið við bæjarmörk Ölfuss. Í minnisblaðinu er lagt til að fara „hógværari“ leið við gerð skiltis, líkt og Stykkishólmur gerir en það skilti má sjá hér fyrir neðan. Svona lítur skiltið í Stykkishólmi út.Hveragerðisbær Skiltið hjá Ölfusi líka flott Í samtali við fréttastofu segir Sandra Sigurðardóttir, formaður menningar-, atvinnu- og markaðsnefndar Hveragerðisbæjar, að nefndin hafi ekki verið að gagnrýna skilti Ölfuss með því að kalla eftir hógværari leið. „Það er bara alveg geggjað. Þetta er auðvitað steypt skilti og mjög stórt og mikið. Með ljósum og öðru slíku. Við ætlum ekki að vera með jafn stórt skilti heldur erum við meira að tala um tengingu við bæinn okkar,“ segir Sandra. Sandra Sigurðardóttir er formaður menningar-, atvinnu- og markaðsnefndar Hveragerðisbæjar. Blómabærinn Stefnt er að því að skiltið verði blómlegt enda er Hveragerði þekktur fyrir blóm sín, þar má finna fjórar blómabúðir og eru nokkrar hátíðir þar kenndar við blóm, þar má nefna Blóm í bæ, Allt í Blóma og Blómstrandi dagar. „Við erum auðvitað stolt af okkar bæjarfélagi þannig við viljum auðvitað að fólk viti að það sé í Hveragerði. Við erum auðvitað landlítið sveitarfélag og eins og krækiber í miðju Ölfusi. Ég held það fari samt ekki framhjá neinum þegar það ekur niður Kambana og sér strókana upp úr hverunum, blómin, öll grænu trén og allan gróðurinn. Það fer ekkert á milli mála. Auðvitað erum við stolt af okkar sveitarfélagi og viljum hvetja fólk til þess að koma fljótt aftur og annað slíkt,“ segir Sandra. Í Hveragerði búa yfir 3.200 manns.Vísir/Vilhelm Hún segir bæinn einmitt vilja tengja sig meira við blóminn, sem og náttúruna, útivist og heilsu. „Það er sérstaðan okkar sem við viljum vinna með. Lyfta því svolítið upp. Blóm og það verður svolítið lagt upp úr því að fegra bæinn okkar þegar fer að vora. Með blóm í haga,“ segir Sandra. Hringtorgið gert flottara Það er ekki einungis verið að fara að reisa skilti heldur er einnig stefnt af því að „poppa aðeins upp“ hringtorgið sem fólk ekur í kringum þegar það keyrir framhjá bænum. Þar á að setja ýmiskonar blóm og gera það fallegra. „Við leggjum upp úr blómunum og höfum alltaf gert. Við viljum undirstrika það að þegar þú keyrir þjóðveginn og framhjá Hveragerði, að lokka fólk inn til okkar á hringtorginu og leiða þá inn í paradísina sem Hveragerðisbær er,“ segir Sandra.
Styttur og útilistaverk Hveragerði Ölfus Sveitarstjórnarmál Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Sjá meira