Beitir nýr matvælaráðherra sér fyrir afnámi ólaganna? Ragnar Þór Ingólfsson, Breki Karlsson og Ólafur Stephensen skrifa 10. apríl 2024 13:00 VR, Neytendasamtökin og Félag atvinnurekenda sendu í síðustu viku erindi til matvælaráðherra (sem þá var Katrín Jakobsdóttir) og fóru fram á að ráðherra beitti sér fyrir því að lögin um víðtæka undanþágu kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum yrðu tekin til rækilegrar skoðunar, enda væru þau skaðleg neytendum, launþegum og verslun í landinu. Skoða þyrfti hvort lögin gengju gegn EES-samningnum og tryggt þyrfti að vera að lagasetning væri í samræmi við reglur ríkisstjórnarinnar sjálfrar um undirbúning löggjafar og ákvæði stjórnarskrárinnar um að ekkert þingmál megi samþykkja nema að undangengnum þremur umræðum. Í erindi samtakanna sagði að beinast lægi við að ráðherra beitti sér fyrir því að lögin yrðu felld úr gildi. Svar matvælaráðuneytisins barst samtökunum í gær, en þar er vísað í erindi sem ráðuneytið sendi atvinnuveganefnd Alþingis í fyrradag. Óhætt er að segja að það sé einsdæmi í seinni tíð að ráðuneyti sendi Alþingi jafnharða gagnrýni á nýsett lög. Ráðuneytið sallar niður nýju lögin Í svari matvælaráðuneytisins og erindinu til þingnefndarinnar kemur m.a. eftirfarandi fram: Sérfræðingar ráðuneytisins voru ekki kallaðir til þegar meirihluti atvinnuveganefndar gjörbreytti upphaflegu frumvarpi ráðherra um undanþágur framleiðendafélaga frá samkeppnislögum. Ráðuneytið tekur undir áhyggjur Samkeppniseftirlitsins af að lögin standist ekki EES-samninginn. Fyrirspurn frá Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) vegna lagabreytinganna er væntanleg. Ósamræmi er í nefndaráliti meirihlutans og lagatextanum. Í nefndarálitinu segir að undanþágan takmarkist við félög að hluta í eigu eða undir stjórn bænda, en í lagatextanum er enga kröfu að finna um að framleiðendafélag sé í eigu eða undir stjórn frumframleiðenda (bænda). Formaður Bændasamtaka Íslands hefur í blaðagrein haldið því fram að undanþágan nái aðeins til fyrirtækja í meirihlutaeigu bænda, en sá skilningur á sér enga stoð í lagatextanum, enda segir ráðuneytið misræmið hafa valdið misskilningi í opinberri umræðu. Fyrirtæki, sem í dag starfa á kjötmarkaðnum, en eru í fjölbreyttri starfsemi, til dæmis við innflutning á búvörum og jafnvel rekstur sem ekki fellur undir landbúnað, geta fallið undir undanþáguna að mati ráðuneytisins. Ekki er kveðið á um fjárhagslegan aðskilnað framleiðendafélaga frá annarri starfsemi. Ekki er útfært í lögunum hvernig eftirliti Samkeppniseftirlitsins með þeim á að vera háttað og óljóst er til hvaða úrræða SE getur gripið, uppfylli félög ekki skilyrði laganna. Óvissa er uppi um hvernig staðið skuli að framkvæmd eftirlits. Ráðuneytið vitnar til erindis frá Samkeppniseftirlitinu, þar sem bent er á að hin nýsettu lög geti strítt gegn markmiðum samkeppnislaga og torveldað frjálsa samkeppni í viðskiptum. SE bendir einnig á að með lagabreytingunni er kjötafurðastöðvum veitt sjálfdæmi um verðlagningu til bæði bænda og smásala og neytenda. Ekkert annað aðhald komi í staðinn, eins og t.d. ákvæði um stjórn og eignarhald bænda á félögunum eða opinber verðlagning. „Ráðuneytið telur að æskilegt hefði verið að skoða hvort þörf væri á slíkum varnöglum við lagasetninguna til að gæta að hagsmunum bænda og neytenda,“ segir í bréfinu til atvinnuveganefndar. Matvælaráðuneytið sallar með öðrum orðum hin nýsettu lög og í erindi þess felst hörð gagnrýni á vinnubrögð meirihluta atvinnuveganefndar við lagasetninguna. Spillt og óvönduð vinnubrögð Ráðuneytið nefnir þó ekki það sem Þórarinn Ingi Pétursson, formaður atvinnuveganefndar, hefur staðfest opinberlega, að lögmaður Samtaka fyrirtækja í landbúnaði, Finnur Magnússon, og kollegar hans á lögmannsstofunni Juris hjálpuðu nefndinni að skrifa hinn nýja frumvarpstexta, eftir að forsvarsmenn SAFL og lögmaðurinn höfðu átt fund með nefndinni. Það er út af fyrir sig athyglisvert að formaður þingnefndar staðfesti þannig opinberlega það sem ekki er hægt að kalla annað en spillingu; að lögmenn sérhagsmunasamtaka sem blasir við að hagnast á undanþágunni frá samkeppnislögum, fái að skrifa nýjan lagatexta og öllu samráðs- og umsagnarferlinu, sem málið hafði farið í gegn um, var um leið ýtt til hliðar og öðrum umsagnaraðilum gefið langt nef. Gagnrýni ráðuneytisins sýnir síðan svo ekki verður um villst að hinn nýi frumvarpstexti hlaut enga þá rýni eða mat á áhrifum, sem reglur ríkisstjórnarinnar um vandaða löggjöf eiga að tryggja. Hin nýju lög eru ólög, eins og samtök okkar hafa ítrekað bent á. Hvað gera þingnefnd og ráðherra? Atvinnuveganefnd Alþingis er ekki stætt á öðru, í ljósi þeirrar gagnrýni sem fram er komin, en að taka málið til endurskoðunar og gera breytingar á lögunum eða fella þau úr gildi. Því verður varla trúað að nefndin hyggist áfram ganga erinda sérhagsmuna en hunsa almannahagsmuni. Nýbakaður matvælaráðherra, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, er í þeirri sérkennilegu stöðu að hafa verið í meirihluta atvinnuveganefndarinnar, sem keyrði ólögin í gegnum þingið. Að mati greinarhöfunda er henni heldur ekki stætt á öðru en að fylgja erindi ráðuneytis síns eftir og fara fram á breytingar á lögunum. Ráðherrar, rétt eins og þingmenn, eiga að vinna að almannahagsmunum en ekki púkka undir sérhagsmuni. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR, Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna og Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnar Þór Ingólfsson Breki Karlsson Ólafur Stephensen Neytendur Alþingi Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Samkeppnismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Undanþága kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
VR, Neytendasamtökin og Félag atvinnurekenda sendu í síðustu viku erindi til matvælaráðherra (sem þá var Katrín Jakobsdóttir) og fóru fram á að ráðherra beitti sér fyrir því að lögin um víðtæka undanþágu kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum yrðu tekin til rækilegrar skoðunar, enda væru þau skaðleg neytendum, launþegum og verslun í landinu. Skoða þyrfti hvort lögin gengju gegn EES-samningnum og tryggt þyrfti að vera að lagasetning væri í samræmi við reglur ríkisstjórnarinnar sjálfrar um undirbúning löggjafar og ákvæði stjórnarskrárinnar um að ekkert þingmál megi samþykkja nema að undangengnum þremur umræðum. Í erindi samtakanna sagði að beinast lægi við að ráðherra beitti sér fyrir því að lögin yrðu felld úr gildi. Svar matvælaráðuneytisins barst samtökunum í gær, en þar er vísað í erindi sem ráðuneytið sendi atvinnuveganefnd Alþingis í fyrradag. Óhætt er að segja að það sé einsdæmi í seinni tíð að ráðuneyti sendi Alþingi jafnharða gagnrýni á nýsett lög. Ráðuneytið sallar niður nýju lögin Í svari matvælaráðuneytisins og erindinu til þingnefndarinnar kemur m.a. eftirfarandi fram: Sérfræðingar ráðuneytisins voru ekki kallaðir til þegar meirihluti atvinnuveganefndar gjörbreytti upphaflegu frumvarpi ráðherra um undanþágur framleiðendafélaga frá samkeppnislögum. Ráðuneytið tekur undir áhyggjur Samkeppniseftirlitsins af að lögin standist ekki EES-samninginn. Fyrirspurn frá Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) vegna lagabreytinganna er væntanleg. Ósamræmi er í nefndaráliti meirihlutans og lagatextanum. Í nefndarálitinu segir að undanþágan takmarkist við félög að hluta í eigu eða undir stjórn bænda, en í lagatextanum er enga kröfu að finna um að framleiðendafélag sé í eigu eða undir stjórn frumframleiðenda (bænda). Formaður Bændasamtaka Íslands hefur í blaðagrein haldið því fram að undanþágan nái aðeins til fyrirtækja í meirihlutaeigu bænda, en sá skilningur á sér enga stoð í lagatextanum, enda segir ráðuneytið misræmið hafa valdið misskilningi í opinberri umræðu. Fyrirtæki, sem í dag starfa á kjötmarkaðnum, en eru í fjölbreyttri starfsemi, til dæmis við innflutning á búvörum og jafnvel rekstur sem ekki fellur undir landbúnað, geta fallið undir undanþáguna að mati ráðuneytisins. Ekki er kveðið á um fjárhagslegan aðskilnað framleiðendafélaga frá annarri starfsemi. Ekki er útfært í lögunum hvernig eftirliti Samkeppniseftirlitsins með þeim á að vera háttað og óljóst er til hvaða úrræða SE getur gripið, uppfylli félög ekki skilyrði laganna. Óvissa er uppi um hvernig staðið skuli að framkvæmd eftirlits. Ráðuneytið vitnar til erindis frá Samkeppniseftirlitinu, þar sem bent er á að hin nýsettu lög geti strítt gegn markmiðum samkeppnislaga og torveldað frjálsa samkeppni í viðskiptum. SE bendir einnig á að með lagabreytingunni er kjötafurðastöðvum veitt sjálfdæmi um verðlagningu til bæði bænda og smásala og neytenda. Ekkert annað aðhald komi í staðinn, eins og t.d. ákvæði um stjórn og eignarhald bænda á félögunum eða opinber verðlagning. „Ráðuneytið telur að æskilegt hefði verið að skoða hvort þörf væri á slíkum varnöglum við lagasetninguna til að gæta að hagsmunum bænda og neytenda,“ segir í bréfinu til atvinnuveganefndar. Matvælaráðuneytið sallar með öðrum orðum hin nýsettu lög og í erindi þess felst hörð gagnrýni á vinnubrögð meirihluta atvinnuveganefndar við lagasetninguna. Spillt og óvönduð vinnubrögð Ráðuneytið nefnir þó ekki það sem Þórarinn Ingi Pétursson, formaður atvinnuveganefndar, hefur staðfest opinberlega, að lögmaður Samtaka fyrirtækja í landbúnaði, Finnur Magnússon, og kollegar hans á lögmannsstofunni Juris hjálpuðu nefndinni að skrifa hinn nýja frumvarpstexta, eftir að forsvarsmenn SAFL og lögmaðurinn höfðu átt fund með nefndinni. Það er út af fyrir sig athyglisvert að formaður þingnefndar staðfesti þannig opinberlega það sem ekki er hægt að kalla annað en spillingu; að lögmenn sérhagsmunasamtaka sem blasir við að hagnast á undanþágunni frá samkeppnislögum, fái að skrifa nýjan lagatexta og öllu samráðs- og umsagnarferlinu, sem málið hafði farið í gegn um, var um leið ýtt til hliðar og öðrum umsagnaraðilum gefið langt nef. Gagnrýni ráðuneytisins sýnir síðan svo ekki verður um villst að hinn nýi frumvarpstexti hlaut enga þá rýni eða mat á áhrifum, sem reglur ríkisstjórnarinnar um vandaða löggjöf eiga að tryggja. Hin nýju lög eru ólög, eins og samtök okkar hafa ítrekað bent á. Hvað gera þingnefnd og ráðherra? Atvinnuveganefnd Alþingis er ekki stætt á öðru, í ljósi þeirrar gagnrýni sem fram er komin, en að taka málið til endurskoðunar og gera breytingar á lögunum eða fella þau úr gildi. Því verður varla trúað að nefndin hyggist áfram ganga erinda sérhagsmuna en hunsa almannahagsmuni. Nýbakaður matvælaráðherra, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, er í þeirri sérkennilegu stöðu að hafa verið í meirihluta atvinnuveganefndarinnar, sem keyrði ólögin í gegnum þingið. Að mati greinarhöfunda er henni heldur ekki stætt á öðru en að fylgja erindi ráðuneytis síns eftir og fara fram á breytingar á lögunum. Ráðherrar, rétt eins og þingmenn, eiga að vinna að almannahagsmunum en ekki púkka undir sérhagsmuni. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR, Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna og Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun