Eins og grein hefur verið frá hefur Katrín sagt sig frá öllum pólitískum afskiptum, en hún afhendi Bjarna Benediktssyni lyklana að forsætisráðuneytinu í morgun.
Katrín er með seinni skipunum en fyrir á fleti, á síðunni island.is, eru menn sem hafa þegar náð tilskyldum meðmælendafjölda. Katrín þarf minnst 1.500 undirskriftir, sem þurfa að dreifast hlutfallslega yfir kjördæmin, til að teljast tækur frambjóðandi.
Ekki er gert ráð fyrir öðru en að hún hafi það auðveldlega en Katrín hefur verið að mælast efst á lista yfir þá sem teljast líklegastir til að verða nýr forseti íslenska lýðveldisins í nýjustu skoðanakönnunum.