Höfum við efni á Hjartagosum? Sigþrúður Ármann skrifar 11. apríl 2024 11:24 Þegar þessi grein er skrifuð er útvarpsþátturinn Hjartagosar á Rás 2 í umsjón tveggja góðra og reyndra útvarpsmanna. Þeir eru sniðugir, skemmtilegir, fá til sín gesti og spila fína tónlist. Þessir útvarpsmenn eru það færir að ég myndi treysta þeim báðum til að sjá um þáttinn einn síns liðs. Á sama tíma og Hjartagosar skemmta okkur í útvarpinu vantar fleiri lækna út á land, fjölga þarf í lögreglu landsins og bæta þarf við starfsfólki í rannsóknardeild kynferðisbrotamála, svo nokkur dæmi séu tekin. Ef dagskrá Rásar 2 er skoðuð eru í mörgum tilfellum tveir jafnvel þrír umsjónarmenn með hvern þátt. Það eru engin fyrirtæki sem gætu ráðið svo mikið af góðu fólki til að halda uppi starfsemi sinni eins og RÚV gerir. Tökum dæmi. Í dag, fimmtudaginn 11. apríl, sjá 21 umsjónaraðili um dagskrána á Rás 1, 15 umsjónaraðilar sjá um dagskrána á Rás 2, 10 umsjónaraðilar sjá um dagskrána á Bylgjunni og 8 umsjónaraðilar sjá um dagskrána á K100. Þetta þýðir að það eru 50% fleiri umsjónaraðilar á Rás 2 en á Bylgjunni og 163% fleiri umsjónaraðilar á Rás1 en á K100. Hér á eftir að taka inn starfsfólk fréttastofa og allt annað starfsfólk þessara miðla. Á sama tíma og RÚV heldur uppi svo viðamikilli dagskrá og bætir ítrekað við starfsemi sína eru það skattgreiðendur sem þurfa að borga launin. Einstaklingar frá 16 ára til 69 ára og lögaðilar eru skyldug til að greiða yfir 6 þúsund milljónir í ár til RÚV hvort sem þau hlusta á miðla þess eða ekki. Þá fær RÚV hátt í þrjú þúsund milljónir í auglýsingatekjur á ári og kemur í veg fyrir eðlilega samkeppni á markaðnum sem gerir einkareknum fjölmiðlum verulega erfitt fyrir. Rekstrarkostnaður RÚV hefur hækkað gríðarlega á síðustu árum og áratugum og launakostnaður RÚV hækkaði um tæpaði hálfan milljarð í fyrra og er hærri en heildarlaunakostnaður allra dómstóla á Íslandi til samans. Hvað er til ráða? RÚV er nær 100 ára gamalt. Þörfin fyrir ríkisreknum fjölmiðli var önnur árið 1930 en er nú árið 2024. Líkt og öll einkafyrirtæki sem þurfa reglulega að endurskoða stefnu sína og sníða stakk eftir vexti þá þurfa stjórnmálamenn að endurhugsa hlutverk, stefnu og umfang RÚV. Eiga landsmenn að greiða fyrir rekstur á tveimur útvarpsstöðvum, tveimur sjónvarpsstöðvum (RÚV og RÚV2) og einum netmiðli? Um er að ræða dagskráliði sem einkareknir fjölmiðlar gætu sinnt í flestum, ef ekki öllum tilfellum. Í stað þess að skylda skattgreiðendur til að greiða yfir sex þúsund milljónir árlega til RÚV og gera rekstrarumhverfið ósamkeppnishæft þá þarf ríkið að ákveða hversu miklum fjármunum á að verja í málaflokkinn, bjóða út þá dagskrágerð sem talið er nauðsynlegt að ríkið fjármagni og huga að dreifingu. Með þeim hætti gætu einkareknir fjölmiðlar, framleiðslufyrirtæki, fjölmiðlafólk, hlaðvarpsstjórnendur og annað hæfileikaríkt fólk tekið að sér þá dagskrágerð í stað þess að fela RÚV að sjá um það með ákveðnum skilyrðum. Með þessum hætti yrði fjölbreytnin meiri, samkeppnin heilbrigðari og fjármunum væri ráðstafað með betri hætti. Öll fyrirtæki og fjölskyldur í landinu þurfa að hagræða og geta ekki leyft sér að eyða um efni fram. Hið sama á að sjálfsögðu við um opinberar stofnanir. Þó svo að Hjartagosar og annað dagskrágerðarfólk hjá RÚV kunni að bræða hjörtu landsmanna, þá er kominn tími til að hagræða í rekstri RÚV, fá einkaaðila til að sinna verkefnum, lækka skatta á fólk og fyrirtæki og ráðstafa fjármunum skattgreiðanda með betri og skilvirkari hætti. Við höfum ekki efni á öðru. Höfundur er framkvæmdastjóri og fyrsti varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Sigþrúður Ármann Ríkisútvarpið Rekstur hins opinbera Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Sjá meira
Þegar þessi grein er skrifuð er útvarpsþátturinn Hjartagosar á Rás 2 í umsjón tveggja góðra og reyndra útvarpsmanna. Þeir eru sniðugir, skemmtilegir, fá til sín gesti og spila fína tónlist. Þessir útvarpsmenn eru það færir að ég myndi treysta þeim báðum til að sjá um þáttinn einn síns liðs. Á sama tíma og Hjartagosar skemmta okkur í útvarpinu vantar fleiri lækna út á land, fjölga þarf í lögreglu landsins og bæta þarf við starfsfólki í rannsóknardeild kynferðisbrotamála, svo nokkur dæmi séu tekin. Ef dagskrá Rásar 2 er skoðuð eru í mörgum tilfellum tveir jafnvel þrír umsjónarmenn með hvern þátt. Það eru engin fyrirtæki sem gætu ráðið svo mikið af góðu fólki til að halda uppi starfsemi sinni eins og RÚV gerir. Tökum dæmi. Í dag, fimmtudaginn 11. apríl, sjá 21 umsjónaraðili um dagskrána á Rás 1, 15 umsjónaraðilar sjá um dagskrána á Rás 2, 10 umsjónaraðilar sjá um dagskrána á Bylgjunni og 8 umsjónaraðilar sjá um dagskrána á K100. Þetta þýðir að það eru 50% fleiri umsjónaraðilar á Rás 2 en á Bylgjunni og 163% fleiri umsjónaraðilar á Rás1 en á K100. Hér á eftir að taka inn starfsfólk fréttastofa og allt annað starfsfólk þessara miðla. Á sama tíma og RÚV heldur uppi svo viðamikilli dagskrá og bætir ítrekað við starfsemi sína eru það skattgreiðendur sem þurfa að borga launin. Einstaklingar frá 16 ára til 69 ára og lögaðilar eru skyldug til að greiða yfir 6 þúsund milljónir í ár til RÚV hvort sem þau hlusta á miðla þess eða ekki. Þá fær RÚV hátt í þrjú þúsund milljónir í auglýsingatekjur á ári og kemur í veg fyrir eðlilega samkeppni á markaðnum sem gerir einkareknum fjölmiðlum verulega erfitt fyrir. Rekstrarkostnaður RÚV hefur hækkað gríðarlega á síðustu árum og áratugum og launakostnaður RÚV hækkaði um tæpaði hálfan milljarð í fyrra og er hærri en heildarlaunakostnaður allra dómstóla á Íslandi til samans. Hvað er til ráða? RÚV er nær 100 ára gamalt. Þörfin fyrir ríkisreknum fjölmiðli var önnur árið 1930 en er nú árið 2024. Líkt og öll einkafyrirtæki sem þurfa reglulega að endurskoða stefnu sína og sníða stakk eftir vexti þá þurfa stjórnmálamenn að endurhugsa hlutverk, stefnu og umfang RÚV. Eiga landsmenn að greiða fyrir rekstur á tveimur útvarpsstöðvum, tveimur sjónvarpsstöðvum (RÚV og RÚV2) og einum netmiðli? Um er að ræða dagskráliði sem einkareknir fjölmiðlar gætu sinnt í flestum, ef ekki öllum tilfellum. Í stað þess að skylda skattgreiðendur til að greiða yfir sex þúsund milljónir árlega til RÚV og gera rekstrarumhverfið ósamkeppnishæft þá þarf ríkið að ákveða hversu miklum fjármunum á að verja í málaflokkinn, bjóða út þá dagskrágerð sem talið er nauðsynlegt að ríkið fjármagni og huga að dreifingu. Með þeim hætti gætu einkareknir fjölmiðlar, framleiðslufyrirtæki, fjölmiðlafólk, hlaðvarpsstjórnendur og annað hæfileikaríkt fólk tekið að sér þá dagskrágerð í stað þess að fela RÚV að sjá um það með ákveðnum skilyrðum. Með þessum hætti yrði fjölbreytnin meiri, samkeppnin heilbrigðari og fjármunum væri ráðstafað með betri hætti. Öll fyrirtæki og fjölskyldur í landinu þurfa að hagræða og geta ekki leyft sér að eyða um efni fram. Hið sama á að sjálfsögðu við um opinberar stofnanir. Þó svo að Hjartagosar og annað dagskrágerðarfólk hjá RÚV kunni að bræða hjörtu landsmanna, þá er kominn tími til að hagræða í rekstri RÚV, fá einkaaðila til að sinna verkefnum, lækka skatta á fólk og fyrirtæki og ráðstafa fjármunum skattgreiðanda með betri og skilvirkari hætti. Við höfum ekki efni á öðru. Höfundur er framkvæmdastjóri og fyrsti varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun