Börnin spennt að taka þátt í „stórubarnaverkefni“ Lovísa Arnardóttir skrifar 14. apríl 2024 08:01 Hildur Lilja segir börnin vel undirbúin og að það sé afar vel tekið á móti þeim. Vísir/Arnar Hildur Lilja Jónsdóttir fagstjóri leikskóla hjá Reykjavíkurborg segist skilja kvíða margra foreldra yfir því að barnið þeirra eigi að fara fyrr yfir í frístund en áætlað var. Hún segir börnin þó vel undirbúin og að fagmenntað fólk taki á móti þeim sem hún treysti vel. Greint var frá því fyrr í mánuðinum að Reykjavíkurbor væri að stækka tilraunaverkefni þar sem elstu börnin í ákveðnum leikskólum fara beint í frístund eftir útskrift að vori. Foreldrar einhverja þessara barna eru ósáttir við stuttan fyrirvara á tilraunaverkefnin. Þá finnst þeim kostnaður of mikill, óheppilegt að frí sé ekki á sama tíma og í leikskóla og of lítið samráð við bæði foreldra og fagaðila. Sautján leikskólar taka þátt í tilraunaverkefninu í sumar sem hefst í júní. „Þetta kom vel út í fyrra. Það var almenn ánægja með verkefnið,“ segir Hildur Lilja. Það hafi auðvitað hafi verið spurningar fyrir, á meðan og eftir að verkefninu lauk en þannig sé það alltaf með tilraunaverkefni. „Það þarf að aðlaga og það gerist eflaust líka núna. Þetta er hluti tvö í tilraunaverkefninu sem er að fara af stað og það er breytingar á verkefninu,“ segir Hildur Lilja og vísar þá til þess að verkefnið byrji núna í júní í stað ágúst. „Þetta var stuttu tími í ágúst og foreldrahópurinn var almennt ánægður með þetta fyrir hönd barna sinan. Börnin tileinkuðu sér starfið í frístundaheimilunum mjög fljótt og aðlöguðust vel. Þetta fór eins og við vildum,“ segir hún og að með þessu hafi börnin fengið aðlögun í grunnskólakerfið og frístundina áður en skólinn formlega hófst. „Þetta tókst í fyrra og þess vegna höldum við áfram. Verkefnið enn í mótun Hildur Lilja segir meirihluta foreldra í ár jákvæða. Þau hafi fengið einhverjar athugasemdir og fyrirspurnir frá foreldrum eftir að verkefnið var kynnt fyrir þeim í síðustu viku. Þær séu þó ekki margar. Þá segir hún enn unnið að því að fara yfir umsagnir frá foreldraráðum leikskólanna sem taka þátt. Þótt svo að búið sé að kynna verkefnið sé það enn í mótun og geti tekið breytingum. „Við breyttum til dæmis verkefninu stuttu áður en það byrjaði í fyrra. Við tókum inn börn sem voru að flytja í hverfið eftir ábendingar frá foreldrum. Það gerðist bara fimm mínútum áður en við byrjuðum.“ Í kynningarbréfi til foreldra kom fram að leikskólakennarar muni að einhverju leyti fylgja börnunum yfir í frístund. Hildur Lilja segir að þetta fyrirkomulag verði aðeins til að byrja með. „Þau voru allan daginn í fyrra og við sáum þá að það var voðalega lítil þörf á því að hafa þau allan daginn. Það var auðvitað ósköp notalegt en þess í stað verða þau til að byrja með í upphafi dags og tryggja að þetta verði gert eins blíðlega og hægt er fyrir þessi börn.“ Faglegt starf tómstundafræðinga Hvað varðar áhyggjur foreldra af því að starf leikskólans og í frístundinni sé ekki það sama segir Hildur Lilja að tómstundafræðingar stýri því starfi sem fari fram í frístund og að það sé afar faglegt. „Þau stýra frístundastarfi sem er öðruvísi en leikskólastarf. Skipulagt starf í frístundaheimilum er mjög gott. Í þessu verkefni er um að ræða sumarstarf sem er ólíkt því sem er að vetri. En þannig er það líka í leikskólunum. Við skipuleggjum vetrarstarf og sumarstarf. Við viljum keyra á D-vítamínið í bæði leikskóla og frístund og viljum vera eins mikið úti og við getum.“ Hildur Lilja segir börnin læra afar mikið í sumarstarfinu. Það sé verið að fara á milli hverfa í strætó og svo sé líka verið að skoða hverfin sem þau búi í. Þau læri því mikið um sitt nærumhverfi og borgina sem þau búa í. Hún segir hópana misstóra því það sé misjafnt eftir hverfum hversu margir leikskólar eru að sameinast í einn grunnskóla. Við þau sem koma úr leikskóla séu svo einnig börn sem eru að flytja í hverfið en foreldrar þeirra hafi mikinn áhuga á þessu verkefni. „Eitt af okkar markmiðum með þessu verkefni er að hópurinn sem er að byrja saman í grunnskóla nái tengjast. Að hann sé búinn að ná krafti saman og börnin nái að kynnast. Foreldrarnir eru þannig að veita börnum sínum tækifæri á að aðlagast nýjum hópi áður en grunnskólinn hefst. Það er forskot sem börn í þessari stöðu, sem flytja á milli hverfa, hafa ekki fengið áður,“ segir hún og að þannig geti börnin verið búin að mynda ný vináttusambönd áður en grunnskólinn hefst að hausti. „Börn sem eru sterk félagslega eignast stærri hóp og börn sem ekki hafa verið sterk félagslega fá fleiri tækifæri. Með þessu verkefni þurfa þau bara að takast á við grunnskólann þegar þau byrja því þau eru þegar orðin örugg í frístundinni,“ segir hún og að þannig sé verið að minnka álag á barninu þegar það hefur sína grunnskólagöngu. Börnin spennt að taka þátt Hildur Lilja segir börn á þessum aldri vera með mikla aðlögunarhæfni. Í fyrra hafi hópurinn verið afar spenntur að fá að taka þátt í verkefninu. „Það er búið að undirbúa þessi börn allan veturinn fyrir þetta og þau vita að þessi breyting er yfirvofandi,“ segir Hildur og að mörg þeirra séu orðin mjög spennt. „Börnin voru mjög upp með sér að fara í þetta verkefni. Þeim fannst þetta spennandi. Þau voru að fara í það sem þeim fannst „stórubarnaverkefni“ og voru tilbúin í það. Þau eru ofboðslega vel undirbúin úr leikskólanum. Þau kunna margt og geta mikið. Þau eru vissulega yngst í frístundinni en eru vel hæf og réðu mjög vel við þetta,“ segir hún og að börnin hafi mætt vel og verið viljug til að taka þátt í þeim verkefnum sem skipulögð voru í frístundinni. Gekk mjög vel og eru bjartsýn Hildur Lilja segir að enginn hafi anað út í þetta verkefni. Þetta hafi verið vel planað í fyrra og hafi svo gengið framar vonum. Þess vegna séu þau afar bjartsýn á að það gangi vel í sumar líka. „Við teljum okkur vera að gera gott fyrir börnin,“ segir Hildur Lilja. Það séu mörg markmið með þessu verkefni en í heildina á litið sé það jákvætt. Fyrir bæði börnin sem eru á leið úr leikskóla og þau sem þá komast að í staðinn. Hún segir annað markmið verkefnisins sé hefja aðlögun yngri barna fyrr í leikskóla. „Það hefur verið rík krafa um að hefja aðlögun fyrr og það er það sem tekur við í leikskólanum þegar þessi elstu börn fara beint í frístundina.“ Foreldrar eru sumir óánægðir með það að börnin þeirra fari úr leikskóla fyrr en áætlað var. Vísir/Vilhelm Byrjað verði á aðlögun elstu barnanna, sem séu að flytja á milli hverfa, og jafnvel þeim yngstu. Reynslan hafi sýnt að þótt svo að þetta sé gert stuttu fyrir sumarlokun þurfi ekki að fara aftur í aðlögun að henni lokinni. „Börnin þekkja þetta alveg eftir þrjár til fjórar vikur og svo eru foreldrar oft mjög meðvitaðir og duglegir að fara á leikskólalóðina á meðan sumarfríi stendur,“ segir Hildur Lilja en að auðvitað sé einstaka barn sem finnist þetta erfitt. Hildur Lilja segir erfitt að spá fyrir um það hvort að verkefnið muni stækka næsta vetur þegar 2019 árgangur hefur sína skólagöngu. Verkefnið verði metið í sumar og ef það gengur vel verði vonandi hægt að kynna það fyrir foreldrum í haust. Það sé ómögulegt að segja til um það núna. „Þessu fylgir auðvitað eitthvað óöryggi fyrir foreldra. Þetta eru litlu börnin þeirra og þetta eru miklar breytingar. Fólk er kannski að færa börn frá leik- í grunnskóla í fyrsta sinn og við skiljum mjög vel að það fylgi því óöryggi og fólk vilji meiri fyrirvara. Ef þetta verkefni heldur áfram þá náum við að kynna það fyrir foreldrum í haust hvað við ætlum að gera. Þá viti foreldrar, sama hvað hverfi þau eru í, að þetta gæti verið möguleiki fyrir þau. Ég er stolt af þessu verkefni. Mér finnst þetta góð leið. Ég er leikskólamegin og er að senda börnin frá mér og það skal svo einhver taka vel á móti þeim. Ég er með traustið þarna,“ segir hún ákveðin. Leikskólar Grunnskólar Skóla - og menntamál Frístund barna Reykjavík Tengdar fréttir Foreldrar ungra reykvískra barna geta nú spáð fyrir um stöðuna á biðlistum Reykjavíkurborg hefur hleypt af stokkunum sérstökum Leikskólareikni sem ætlað er að sýna stöðu umsókna í leikskóla borgarinnar og geti foreldrar þannig fengið áætlaða spá um stöðu barna sinna á biðlista. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir gott að fá fram reikninn sem sýni þó jafnframt fram á þá alvarlegu stöðu sem uppi sé í leikskólamálum. 5. mars 2024 14:29 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Sjá meira
Greint var frá því fyrr í mánuðinum að Reykjavíkurbor væri að stækka tilraunaverkefni þar sem elstu börnin í ákveðnum leikskólum fara beint í frístund eftir útskrift að vori. Foreldrar einhverja þessara barna eru ósáttir við stuttan fyrirvara á tilraunaverkefnin. Þá finnst þeim kostnaður of mikill, óheppilegt að frí sé ekki á sama tíma og í leikskóla og of lítið samráð við bæði foreldra og fagaðila. Sautján leikskólar taka þátt í tilraunaverkefninu í sumar sem hefst í júní. „Þetta kom vel út í fyrra. Það var almenn ánægja með verkefnið,“ segir Hildur Lilja. Það hafi auðvitað hafi verið spurningar fyrir, á meðan og eftir að verkefninu lauk en þannig sé það alltaf með tilraunaverkefni. „Það þarf að aðlaga og það gerist eflaust líka núna. Þetta er hluti tvö í tilraunaverkefninu sem er að fara af stað og það er breytingar á verkefninu,“ segir Hildur Lilja og vísar þá til þess að verkefnið byrji núna í júní í stað ágúst. „Þetta var stuttu tími í ágúst og foreldrahópurinn var almennt ánægður með þetta fyrir hönd barna sinan. Börnin tileinkuðu sér starfið í frístundaheimilunum mjög fljótt og aðlöguðust vel. Þetta fór eins og við vildum,“ segir hún og að með þessu hafi börnin fengið aðlögun í grunnskólakerfið og frístundina áður en skólinn formlega hófst. „Þetta tókst í fyrra og þess vegna höldum við áfram. Verkefnið enn í mótun Hildur Lilja segir meirihluta foreldra í ár jákvæða. Þau hafi fengið einhverjar athugasemdir og fyrirspurnir frá foreldrum eftir að verkefnið var kynnt fyrir þeim í síðustu viku. Þær séu þó ekki margar. Þá segir hún enn unnið að því að fara yfir umsagnir frá foreldraráðum leikskólanna sem taka þátt. Þótt svo að búið sé að kynna verkefnið sé það enn í mótun og geti tekið breytingum. „Við breyttum til dæmis verkefninu stuttu áður en það byrjaði í fyrra. Við tókum inn börn sem voru að flytja í hverfið eftir ábendingar frá foreldrum. Það gerðist bara fimm mínútum áður en við byrjuðum.“ Í kynningarbréfi til foreldra kom fram að leikskólakennarar muni að einhverju leyti fylgja börnunum yfir í frístund. Hildur Lilja segir að þetta fyrirkomulag verði aðeins til að byrja með. „Þau voru allan daginn í fyrra og við sáum þá að það var voðalega lítil þörf á því að hafa þau allan daginn. Það var auðvitað ósköp notalegt en þess í stað verða þau til að byrja með í upphafi dags og tryggja að þetta verði gert eins blíðlega og hægt er fyrir þessi börn.“ Faglegt starf tómstundafræðinga Hvað varðar áhyggjur foreldra af því að starf leikskólans og í frístundinni sé ekki það sama segir Hildur Lilja að tómstundafræðingar stýri því starfi sem fari fram í frístund og að það sé afar faglegt. „Þau stýra frístundastarfi sem er öðruvísi en leikskólastarf. Skipulagt starf í frístundaheimilum er mjög gott. Í þessu verkefni er um að ræða sumarstarf sem er ólíkt því sem er að vetri. En þannig er það líka í leikskólunum. Við skipuleggjum vetrarstarf og sumarstarf. Við viljum keyra á D-vítamínið í bæði leikskóla og frístund og viljum vera eins mikið úti og við getum.“ Hildur Lilja segir börnin læra afar mikið í sumarstarfinu. Það sé verið að fara á milli hverfa í strætó og svo sé líka verið að skoða hverfin sem þau búi í. Þau læri því mikið um sitt nærumhverfi og borgina sem þau búa í. Hún segir hópana misstóra því það sé misjafnt eftir hverfum hversu margir leikskólar eru að sameinast í einn grunnskóla. Við þau sem koma úr leikskóla séu svo einnig börn sem eru að flytja í hverfið en foreldrar þeirra hafi mikinn áhuga á þessu verkefni. „Eitt af okkar markmiðum með þessu verkefni er að hópurinn sem er að byrja saman í grunnskóla nái tengjast. Að hann sé búinn að ná krafti saman og börnin nái að kynnast. Foreldrarnir eru þannig að veita börnum sínum tækifæri á að aðlagast nýjum hópi áður en grunnskólinn hefst. Það er forskot sem börn í þessari stöðu, sem flytja á milli hverfa, hafa ekki fengið áður,“ segir hún og að þannig geti börnin verið búin að mynda ný vináttusambönd áður en grunnskólinn hefst að hausti. „Börn sem eru sterk félagslega eignast stærri hóp og börn sem ekki hafa verið sterk félagslega fá fleiri tækifæri. Með þessu verkefni þurfa þau bara að takast á við grunnskólann þegar þau byrja því þau eru þegar orðin örugg í frístundinni,“ segir hún og að þannig sé verið að minnka álag á barninu þegar það hefur sína grunnskólagöngu. Börnin spennt að taka þátt Hildur Lilja segir börn á þessum aldri vera með mikla aðlögunarhæfni. Í fyrra hafi hópurinn verið afar spenntur að fá að taka þátt í verkefninu. „Það er búið að undirbúa þessi börn allan veturinn fyrir þetta og þau vita að þessi breyting er yfirvofandi,“ segir Hildur og að mörg þeirra séu orðin mjög spennt. „Börnin voru mjög upp með sér að fara í þetta verkefni. Þeim fannst þetta spennandi. Þau voru að fara í það sem þeim fannst „stórubarnaverkefni“ og voru tilbúin í það. Þau eru ofboðslega vel undirbúin úr leikskólanum. Þau kunna margt og geta mikið. Þau eru vissulega yngst í frístundinni en eru vel hæf og réðu mjög vel við þetta,“ segir hún og að börnin hafi mætt vel og verið viljug til að taka þátt í þeim verkefnum sem skipulögð voru í frístundinni. Gekk mjög vel og eru bjartsýn Hildur Lilja segir að enginn hafi anað út í þetta verkefni. Þetta hafi verið vel planað í fyrra og hafi svo gengið framar vonum. Þess vegna séu þau afar bjartsýn á að það gangi vel í sumar líka. „Við teljum okkur vera að gera gott fyrir börnin,“ segir Hildur Lilja. Það séu mörg markmið með þessu verkefni en í heildina á litið sé það jákvætt. Fyrir bæði börnin sem eru á leið úr leikskóla og þau sem þá komast að í staðinn. Hún segir annað markmið verkefnisins sé hefja aðlögun yngri barna fyrr í leikskóla. „Það hefur verið rík krafa um að hefja aðlögun fyrr og það er það sem tekur við í leikskólanum þegar þessi elstu börn fara beint í frístundina.“ Foreldrar eru sumir óánægðir með það að börnin þeirra fari úr leikskóla fyrr en áætlað var. Vísir/Vilhelm Byrjað verði á aðlögun elstu barnanna, sem séu að flytja á milli hverfa, og jafnvel þeim yngstu. Reynslan hafi sýnt að þótt svo að þetta sé gert stuttu fyrir sumarlokun þurfi ekki að fara aftur í aðlögun að henni lokinni. „Börnin þekkja þetta alveg eftir þrjár til fjórar vikur og svo eru foreldrar oft mjög meðvitaðir og duglegir að fara á leikskólalóðina á meðan sumarfríi stendur,“ segir Hildur Lilja en að auðvitað sé einstaka barn sem finnist þetta erfitt. Hildur Lilja segir erfitt að spá fyrir um það hvort að verkefnið muni stækka næsta vetur þegar 2019 árgangur hefur sína skólagöngu. Verkefnið verði metið í sumar og ef það gengur vel verði vonandi hægt að kynna það fyrir foreldrum í haust. Það sé ómögulegt að segja til um það núna. „Þessu fylgir auðvitað eitthvað óöryggi fyrir foreldra. Þetta eru litlu börnin þeirra og þetta eru miklar breytingar. Fólk er kannski að færa börn frá leik- í grunnskóla í fyrsta sinn og við skiljum mjög vel að það fylgi því óöryggi og fólk vilji meiri fyrirvara. Ef þetta verkefni heldur áfram þá náum við að kynna það fyrir foreldrum í haust hvað við ætlum að gera. Þá viti foreldrar, sama hvað hverfi þau eru í, að þetta gæti verið möguleiki fyrir þau. Ég er stolt af þessu verkefni. Mér finnst þetta góð leið. Ég er leikskólamegin og er að senda börnin frá mér og það skal svo einhver taka vel á móti þeim. Ég er með traustið þarna,“ segir hún ákveðin.
Leikskólar Grunnskólar Skóla - og menntamál Frístund barna Reykjavík Tengdar fréttir Foreldrar ungra reykvískra barna geta nú spáð fyrir um stöðuna á biðlistum Reykjavíkurborg hefur hleypt af stokkunum sérstökum Leikskólareikni sem ætlað er að sýna stöðu umsókna í leikskóla borgarinnar og geti foreldrar þannig fengið áætlaða spá um stöðu barna sinna á biðlista. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir gott að fá fram reikninn sem sýni þó jafnframt fram á þá alvarlegu stöðu sem uppi sé í leikskólamálum. 5. mars 2024 14:29 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Sjá meira
Foreldrar ungra reykvískra barna geta nú spáð fyrir um stöðuna á biðlistum Reykjavíkurborg hefur hleypt af stokkunum sérstökum Leikskólareikni sem ætlað er að sýna stöðu umsókna í leikskóla borgarinnar og geti foreldrar þannig fengið áætlaða spá um stöðu barna sinna á biðlista. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir gott að fá fram reikninn sem sýni þó jafnframt fram á þá alvarlegu stöðu sem uppi sé í leikskólamálum. 5. mars 2024 14:29