Gosið helst stöðugt og landris heldur áfram Atli Ísleifsson skrifar 12. apríl 2024 14:30 Engin greinileg merki eru um framrás hrauns við varnargarða norðan Grindavíkur, Suðurstrandarveg eða Melhólsnámu. Vísir/Vilhelm Eldgos sem hófst í Sundhnúksgígsröðinni þann 16. mars síðastliðinn helst enn stöðugt og hefur landris í Svartsengi haldið áfram á svipuðum hraða síðan í byrjun apríl. Þetta kemur fram á vef Veðurstofunnar þar sem segir að hættumat gildi til 16. apríl að öllu óbreyttu. Áfram er hætta á gasmengun og er fólki á svæðinu bent á að fylgjast með. Áfram er einn gígur virkur eins og hefur verið síðan 5. apríl og rennur hraun áfram til suðurs frá gígnum. Hraunið nær þó ekki langt og heldur hraunbreiðan því áfram að byggjast upp nærri gígnum. Engin greinileg merki eru um framrás hrauns við varnargarða norðan Grindavíkur, Suðurstrandarveg eða Melhólsnámu. Mynd sem tekin var á miðvikudaginn þar sem sjá má virka gíginn eins og hann sést frá Sundhnúk.Veðurstofan/Jón Bjarni Friðriksson „Landris í Svartsengi heldur áfram á svipuðum hraða, en í byrjun apríl jókst hraði þess miðað við tímabilið frá því að eldgosið hófst 16. mars til mánaðarmóta. Það gefur til kynna að meirihluti kvikunnar sem streymir undir Svartsengi safnist saman þar og valdi auknum þrýstingi og landrisi. Á meðan eldgosinu stendur er þó áfram opin tenging á milli kvikusöfnunarsvæðisins í Svartsengi og Sundhnúksgígaraðarinnar og hluti kvikunnar flæðir þar upp á yfirborð. Mishraðar breytingar á landrisinu geta sést á milli daga en heilt yfir er hraðinn stöðugur síðan í byrjun apríl. Hættumat er óbreytt og gildir að öllu óbreyttu til kl. 15:00 þann 16. apríl. Sjá nánar hér. Áfram er hætta á gasmengun frá eldgosinu sem getur valdið mengun í byggð Reykjanesskaganum og bendum við fólki á svæðinu að fylgjast með á loftgæði og kynna sér þar viðbrögð við loftmengun frá eldgosinu,“ segir í tilkynningunni. Hættumatskort sem gildir til 16. apríl 2024 að öllu óbreyttu.Veðurstofan Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Tengdar fréttir Opna Grindavíkurveg fyrir íbúa, starfsfólk og viðbragðsaðila Vegagerðin opnaði Grindavíkurveg frá Reykjanesbraut eða Grindavík þeim sem eiga erindi þar í dag. Aðeins Grindvíkingar, viðbragðsaðilar og starfsfólk fyrirtækja í bænum og við Svartsengi mega aka veginn. 11. apríl 2024 21:45 Hraunbreiðan orðin rúmir sex ferkílómetrar Þrátt fyrir að dregið hafi úr krafti eldgossins eru ekki merki um að heildar kvikuflæði frá dýpi sé að minnka. Það er samanlagt magn sem safnast saman undir Svartsengi auk þeirra kviku sem flæðir upp á yfirborð í eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni. 9. apríl 2024 15:46 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Erlent Fleiri fréttir Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Sjá meira
Þetta kemur fram á vef Veðurstofunnar þar sem segir að hættumat gildi til 16. apríl að öllu óbreyttu. Áfram er hætta á gasmengun og er fólki á svæðinu bent á að fylgjast með. Áfram er einn gígur virkur eins og hefur verið síðan 5. apríl og rennur hraun áfram til suðurs frá gígnum. Hraunið nær þó ekki langt og heldur hraunbreiðan því áfram að byggjast upp nærri gígnum. Engin greinileg merki eru um framrás hrauns við varnargarða norðan Grindavíkur, Suðurstrandarveg eða Melhólsnámu. Mynd sem tekin var á miðvikudaginn þar sem sjá má virka gíginn eins og hann sést frá Sundhnúk.Veðurstofan/Jón Bjarni Friðriksson „Landris í Svartsengi heldur áfram á svipuðum hraða, en í byrjun apríl jókst hraði þess miðað við tímabilið frá því að eldgosið hófst 16. mars til mánaðarmóta. Það gefur til kynna að meirihluti kvikunnar sem streymir undir Svartsengi safnist saman þar og valdi auknum þrýstingi og landrisi. Á meðan eldgosinu stendur er þó áfram opin tenging á milli kvikusöfnunarsvæðisins í Svartsengi og Sundhnúksgígaraðarinnar og hluti kvikunnar flæðir þar upp á yfirborð. Mishraðar breytingar á landrisinu geta sést á milli daga en heilt yfir er hraðinn stöðugur síðan í byrjun apríl. Hættumat er óbreytt og gildir að öllu óbreyttu til kl. 15:00 þann 16. apríl. Sjá nánar hér. Áfram er hætta á gasmengun frá eldgosinu sem getur valdið mengun í byggð Reykjanesskaganum og bendum við fólki á svæðinu að fylgjast með á loftgæði og kynna sér þar viðbrögð við loftmengun frá eldgosinu,“ segir í tilkynningunni. Hættumatskort sem gildir til 16. apríl 2024 að öllu óbreyttu.Veðurstofan
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Tengdar fréttir Opna Grindavíkurveg fyrir íbúa, starfsfólk og viðbragðsaðila Vegagerðin opnaði Grindavíkurveg frá Reykjanesbraut eða Grindavík þeim sem eiga erindi þar í dag. Aðeins Grindvíkingar, viðbragðsaðilar og starfsfólk fyrirtækja í bænum og við Svartsengi mega aka veginn. 11. apríl 2024 21:45 Hraunbreiðan orðin rúmir sex ferkílómetrar Þrátt fyrir að dregið hafi úr krafti eldgossins eru ekki merki um að heildar kvikuflæði frá dýpi sé að minnka. Það er samanlagt magn sem safnast saman undir Svartsengi auk þeirra kviku sem flæðir upp á yfirborð í eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni. 9. apríl 2024 15:46 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Erlent Fleiri fréttir Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Sjá meira
Opna Grindavíkurveg fyrir íbúa, starfsfólk og viðbragðsaðila Vegagerðin opnaði Grindavíkurveg frá Reykjanesbraut eða Grindavík þeim sem eiga erindi þar í dag. Aðeins Grindvíkingar, viðbragðsaðilar og starfsfólk fyrirtækja í bænum og við Svartsengi mega aka veginn. 11. apríl 2024 21:45
Hraunbreiðan orðin rúmir sex ferkílómetrar Þrátt fyrir að dregið hafi úr krafti eldgossins eru ekki merki um að heildar kvikuflæði frá dýpi sé að minnka. Það er samanlagt magn sem safnast saman undir Svartsengi auk þeirra kviku sem flæðir upp á yfirborð í eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni. 9. apríl 2024 15:46