Uppgjör, viðtöl og myndir: Höttur – Valur 84-77 | Heimamenn jöfnuðu metin í einvíginu Gunnar Gunnarsson skrifar 14. apríl 2024 20:50 Adam Ásgeirsson fagnar með stuðningsfólki Hattar. Austurfrétt/Gunnar Höttur jafnaði í kvöld einvígi sitt gegn Val í átta liða úrslitum Íslandsmóts karla í körfuknattleik þegar liðið vann viðureign liðanna 84-77 á Egilsstöðum. Höttur réði ferðinni í leiknum og sýndi mikla baráttu en Valur átti áhlaup í lokin. Valur skoraði fyrstu tvö stigin en Höttur gaf strax tóninn. Eftir fjórar mínútur tók Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari, fyrsta leikhléið. Höttur hafði þá skorað 11 stig í röð og hirt sjö fráköst gegn einu. Fráköstin jöfnuðust út um síðir en ekki staðan. Úr leik kvöldsins.Austurfrétt/Gunnar Eftir fyrsta leikhluta var Höttur 28-21 yfir en forustan óx um helming upp í 50-36 fyrir leikhlé. Valsmenn hittu sérstaklega illa utan þriggja stiga línunnar, voru í 26% í hálfleik. Höttur hélt síðan uppteknum hætti og um miðjan þriðja leikhluta var munurinn kominn í 20 stig. Valur lagaði aðeins stöðuna áður en honum lauk, niður í 68-51. En þeirra alvöru áhlaup var eftir. Þegar fjórar mínútur voru eftir af leiknum var Höttur í 75-58 forustu en Valsvörnin var farin að halda. Í kjölfarið kom 3-12 kafli hjá Hetti og munurinn niður fyrir níu stig. Höttur tók á leikhlé, náði að leysa úr pressuvörn Vals og landa sigrinum. Kristófer Acox og Nemanja Knezevic í baráttunni.Austurfrétt/Gunnar Atvik leiksins Atvikið sem heimafólk mun skemmta sér yfir varð fyrir leik, þegar flugbókun Vals klúðraðist þannig liðið átti ekki pantað með áætlunarvélinni. Leiguþota á leið til að sækja starfsfólk Landsvirkjun í árshátíð bjargaði málunum. En það má heldur ekki taka athyglina af leiknum sjálfum, fyrsta sinn sem Höttur spilar í úrslitakeppni, frammi fyrir um 800 áhorfendum og vinnur deildarmeistarana. Stjörnur og skúrkar Deontaye Buskey var stigahæstur hjá Hetti með 23 stig en liðið í heild átti frábært kvöld og bæði stigaskor og framlag dreifðist. Það má nefna þá Gustav Suhr-Jessen, sem skoraði 14 stig og tók 10 fráköst og Nemanja Knezevic með 13 fráköst á 21 mínútu. Hann stóð í linnulausri baráttu þann tíma undir körfunni. Deontaye Buskey var frábær í kvöld.Austurfrétt/Gunnar Taiwo Badmus dró algjörlega Valsvagninn, skoraði 23 stig og tók 14 fráköst. Kristinn Pálsson átti ekki góðan dag, skoraði úr einu af 12 þriggja stiga skotum sínum, það var flautukarfa í lokin. Justas Tamulis gekk ekki mikið betur, hittu úr 2/9 þriggja stiga skotum. Stemming og umgjörð Hattarfólk er að læra að vera í úrslitakeppni og völdu að sækja í smiðju Skagfirðinga. Byrjað var í mat, drykk og skemmtun í tjaldi utan við Íþróttahúsið á Egilsstöðum þremur tímum fyrir leik. Prentaðir hafa verið bolir í tilefni dagsins með áletruninni „Einu sinni verður allt fyrst.“ hafa verið Smíðaðir voru pallar aftan við körfurnar til að koma áhorfendum fyrir. Lætin byrjuðu síðan á fullu strax á fyrstu körfu og entust, eins og liðið, út leikinn. Eitt það gleðilegasta við úrslitin er að við fáum meira af þessu. Stuðningsfólk Hattar fagnar.Austurfrétt/Gunnar Dómararnir Dómarar eiga þátt í að gera leiki skemmtilega. Þríeykið leyfði töluvert mikið, það hefði verið hægt að flauta fjölda villna í kvöld en en það hefði kostað eitthvað af skemmtun leiksins. Hafandi sagt það þá var línan lögð strax og hún hélst, án þess að leikmenn færu yfir strikið með verulegum fautabrotum. Varnarleikurinn var til fyrirmyndar Viðar Örn Hafsteinsson í leik kvöldsins.Austurfrétt/Gunnar Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, var skiljanlega ánægður með frammistöðu síns liðs eftir sigurinn á Val í kvöld. „Varnarleikurinn var til fyrirmyndar. Við gáfum lítið af auðveldum körfum, sem við gerðum of mikið af síðast. Sóknarlega náðum við að hreyfa þá betur og opna fyrir betri skot. Við fengum auðveldar körfur í kvöld en þær voru engar í síðasta leik. Við gerðum þessa litlu hluti vel í kvöld og þeir gengu upp,“ sagði hann eftir leik. Höttur spilaði ágætlega í báðum deildarleikjunum gegn Val í vetur. Í þeim snéru deildarmeistararnir hins vegar taflinu við með frábærum varnarleik í seinni hálfleik. Að þessu sinni hélt Höttur út. „Við fórum yfir þröskuld í dag sem félagið hefur ekki gert áður. Það sást kannski í lokin þegar stressið jókst. Sem betur fer höfðum við þá byggt upp góða forustu. Þeir fóru að pressa og við töpuðum nokkrum boltum en við komumst yfir það. Það var aðeins hik á okkur í að klára leikinn en núna höfum við gert það þannig við þekkjum tilfinninguna og verðum betri í því eins og öðru.“ Þurftum að slaka á Þegar ein mínúta og 40 sekúndur voru eftir tók Viðar leikhlé. Valur hafði þá helmingað forskot Hattar á tveimur mínútum, úr 18 stigum í níu. Eftir hléið leysti Höttur úr pressuvörn Vals og kláraði leikinn. „Skilaboðin voru að slaka aðeins á, ná sér niður á jörðina. Þetta var eina skiptið í leiknum sem við duttum aðeins úr takti. Það var ekkert til að fara yfir, bara aðeins að draga andann, fá sér vatnssopa, klappa hvor öðrum á rassinn og fara svo til að klára leikinn.“ Fráköstin sýndu viljann Sérstaklega framan af leik tók Höttur fleiri fráköst af leiknum. Þar fór Nemanja Knezevic mikinn en hann hvíldi meira þegar leið á leikinn enda baráttan við Kristófer Acox undir körfunni afar hörð. „Við breyttum aðeins skipulaginu þannig það varð þægilegra fyrir Nemanja að stíga inn í hlutina. Fráköst byggja ekki alltaf á mikilli kunnáttu heldur eru spurning um vilja og þor. Okkar menn sýndu virkilega hvað þeir ætluðu sér.“ Varnarlega gekk Hetti vel að halda aftur af Kristófer, sem skoraði aðeins fjögur stig í kvöld og Kristni Pálssyni, sem hitti aðeins af 3 af 16 skotum í leiknum. „Kristófer var okkur erfiður í fyrsta leiknum en mér fannst við gera mjög vel á móti honum íkvöld. Kristinn var óheppinn með nokkur opin skot í byrjun en við gerðum líka vel gegn honum.“ Liðin hafa nú unnið sinn leikinn hvort og því er ljóst að þau mætast aftur á Egilsstöðum eftir rúma viku. Fyrst er samt leikur í Vodafone-höllinni á fimmtudagskvöld. „Við byggjum á því sem við gerðum vel í kvöld en bætum ofan á það til að koma með eitthvað óvænt til að brjóta upp vörnina hjá þeim. Í vörninni var margt gott hjá okkur í kvöld en það er alltaf hægt að bæta sig. Ég vona að það mæti fullt af Austfirðingum til að styðja okkur í Valsheimilið og svo ætlum við að afrita þennan leik eftir viku.“ Körfubolti Subway-deild karla Höttur Valur Tengdar fréttir Valur bókaði flug á röngum degi: „Þeir fá að fljóta með, ríkið blæðir“ Vegna mistaka við flugbókun fékk Valur far til Egilsstaða með flugvélum Landsvirkjunar. Formenn félaganna sammældust ekki um það hvort Valur myndi borga ferðina. 14. apríl 2024 14:14
Höttur jafnaði í kvöld einvígi sitt gegn Val í átta liða úrslitum Íslandsmóts karla í körfuknattleik þegar liðið vann viðureign liðanna 84-77 á Egilsstöðum. Höttur réði ferðinni í leiknum og sýndi mikla baráttu en Valur átti áhlaup í lokin. Valur skoraði fyrstu tvö stigin en Höttur gaf strax tóninn. Eftir fjórar mínútur tók Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari, fyrsta leikhléið. Höttur hafði þá skorað 11 stig í röð og hirt sjö fráköst gegn einu. Fráköstin jöfnuðust út um síðir en ekki staðan. Úr leik kvöldsins.Austurfrétt/Gunnar Eftir fyrsta leikhluta var Höttur 28-21 yfir en forustan óx um helming upp í 50-36 fyrir leikhlé. Valsmenn hittu sérstaklega illa utan þriggja stiga línunnar, voru í 26% í hálfleik. Höttur hélt síðan uppteknum hætti og um miðjan þriðja leikhluta var munurinn kominn í 20 stig. Valur lagaði aðeins stöðuna áður en honum lauk, niður í 68-51. En þeirra alvöru áhlaup var eftir. Þegar fjórar mínútur voru eftir af leiknum var Höttur í 75-58 forustu en Valsvörnin var farin að halda. Í kjölfarið kom 3-12 kafli hjá Hetti og munurinn niður fyrir níu stig. Höttur tók á leikhlé, náði að leysa úr pressuvörn Vals og landa sigrinum. Kristófer Acox og Nemanja Knezevic í baráttunni.Austurfrétt/Gunnar Atvik leiksins Atvikið sem heimafólk mun skemmta sér yfir varð fyrir leik, þegar flugbókun Vals klúðraðist þannig liðið átti ekki pantað með áætlunarvélinni. Leiguþota á leið til að sækja starfsfólk Landsvirkjun í árshátíð bjargaði málunum. En það má heldur ekki taka athyglina af leiknum sjálfum, fyrsta sinn sem Höttur spilar í úrslitakeppni, frammi fyrir um 800 áhorfendum og vinnur deildarmeistarana. Stjörnur og skúrkar Deontaye Buskey var stigahæstur hjá Hetti með 23 stig en liðið í heild átti frábært kvöld og bæði stigaskor og framlag dreifðist. Það má nefna þá Gustav Suhr-Jessen, sem skoraði 14 stig og tók 10 fráköst og Nemanja Knezevic með 13 fráköst á 21 mínútu. Hann stóð í linnulausri baráttu þann tíma undir körfunni. Deontaye Buskey var frábær í kvöld.Austurfrétt/Gunnar Taiwo Badmus dró algjörlega Valsvagninn, skoraði 23 stig og tók 14 fráköst. Kristinn Pálsson átti ekki góðan dag, skoraði úr einu af 12 þriggja stiga skotum sínum, það var flautukarfa í lokin. Justas Tamulis gekk ekki mikið betur, hittu úr 2/9 þriggja stiga skotum. Stemming og umgjörð Hattarfólk er að læra að vera í úrslitakeppni og völdu að sækja í smiðju Skagfirðinga. Byrjað var í mat, drykk og skemmtun í tjaldi utan við Íþróttahúsið á Egilsstöðum þremur tímum fyrir leik. Prentaðir hafa verið bolir í tilefni dagsins með áletruninni „Einu sinni verður allt fyrst.“ hafa verið Smíðaðir voru pallar aftan við körfurnar til að koma áhorfendum fyrir. Lætin byrjuðu síðan á fullu strax á fyrstu körfu og entust, eins og liðið, út leikinn. Eitt það gleðilegasta við úrslitin er að við fáum meira af þessu. Stuðningsfólk Hattar fagnar.Austurfrétt/Gunnar Dómararnir Dómarar eiga þátt í að gera leiki skemmtilega. Þríeykið leyfði töluvert mikið, það hefði verið hægt að flauta fjölda villna í kvöld en en það hefði kostað eitthvað af skemmtun leiksins. Hafandi sagt það þá var línan lögð strax og hún hélst, án þess að leikmenn færu yfir strikið með verulegum fautabrotum. Varnarleikurinn var til fyrirmyndar Viðar Örn Hafsteinsson í leik kvöldsins.Austurfrétt/Gunnar Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, var skiljanlega ánægður með frammistöðu síns liðs eftir sigurinn á Val í kvöld. „Varnarleikurinn var til fyrirmyndar. Við gáfum lítið af auðveldum körfum, sem við gerðum of mikið af síðast. Sóknarlega náðum við að hreyfa þá betur og opna fyrir betri skot. Við fengum auðveldar körfur í kvöld en þær voru engar í síðasta leik. Við gerðum þessa litlu hluti vel í kvöld og þeir gengu upp,“ sagði hann eftir leik. Höttur spilaði ágætlega í báðum deildarleikjunum gegn Val í vetur. Í þeim snéru deildarmeistararnir hins vegar taflinu við með frábærum varnarleik í seinni hálfleik. Að þessu sinni hélt Höttur út. „Við fórum yfir þröskuld í dag sem félagið hefur ekki gert áður. Það sást kannski í lokin þegar stressið jókst. Sem betur fer höfðum við þá byggt upp góða forustu. Þeir fóru að pressa og við töpuðum nokkrum boltum en við komumst yfir það. Það var aðeins hik á okkur í að klára leikinn en núna höfum við gert það þannig við þekkjum tilfinninguna og verðum betri í því eins og öðru.“ Þurftum að slaka á Þegar ein mínúta og 40 sekúndur voru eftir tók Viðar leikhlé. Valur hafði þá helmingað forskot Hattar á tveimur mínútum, úr 18 stigum í níu. Eftir hléið leysti Höttur úr pressuvörn Vals og kláraði leikinn. „Skilaboðin voru að slaka aðeins á, ná sér niður á jörðina. Þetta var eina skiptið í leiknum sem við duttum aðeins úr takti. Það var ekkert til að fara yfir, bara aðeins að draga andann, fá sér vatnssopa, klappa hvor öðrum á rassinn og fara svo til að klára leikinn.“ Fráköstin sýndu viljann Sérstaklega framan af leik tók Höttur fleiri fráköst af leiknum. Þar fór Nemanja Knezevic mikinn en hann hvíldi meira þegar leið á leikinn enda baráttan við Kristófer Acox undir körfunni afar hörð. „Við breyttum aðeins skipulaginu þannig það varð þægilegra fyrir Nemanja að stíga inn í hlutina. Fráköst byggja ekki alltaf á mikilli kunnáttu heldur eru spurning um vilja og þor. Okkar menn sýndu virkilega hvað þeir ætluðu sér.“ Varnarlega gekk Hetti vel að halda aftur af Kristófer, sem skoraði aðeins fjögur stig í kvöld og Kristni Pálssyni, sem hitti aðeins af 3 af 16 skotum í leiknum. „Kristófer var okkur erfiður í fyrsta leiknum en mér fannst við gera mjög vel á móti honum íkvöld. Kristinn var óheppinn með nokkur opin skot í byrjun en við gerðum líka vel gegn honum.“ Liðin hafa nú unnið sinn leikinn hvort og því er ljóst að þau mætast aftur á Egilsstöðum eftir rúma viku. Fyrst er samt leikur í Vodafone-höllinni á fimmtudagskvöld. „Við byggjum á því sem við gerðum vel í kvöld en bætum ofan á það til að koma með eitthvað óvænt til að brjóta upp vörnina hjá þeim. Í vörninni var margt gott hjá okkur í kvöld en það er alltaf hægt að bæta sig. Ég vona að það mæti fullt af Austfirðingum til að styðja okkur í Valsheimilið og svo ætlum við að afrita þennan leik eftir viku.“
Körfubolti Subway-deild karla Höttur Valur Tengdar fréttir Valur bókaði flug á röngum degi: „Þeir fá að fljóta með, ríkið blæðir“ Vegna mistaka við flugbókun fékk Valur far til Egilsstaða með flugvélum Landsvirkjunar. Formenn félaganna sammældust ekki um það hvort Valur myndi borga ferðina. 14. apríl 2024 14:14
Valur bókaði flug á röngum degi: „Þeir fá að fljóta með, ríkið blæðir“ Vegna mistaka við flugbókun fékk Valur far til Egilsstaða með flugvélum Landsvirkjunar. Formenn félaganna sammældust ekki um það hvort Valur myndi borga ferðina. 14. apríl 2024 14:14
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum