Vinstri gráir Yngvi Óttarsson skrifar 17. apríl 2024 13:30 SFS og norsku sjókvíaeldisfyrirtækin sem starfa hér við land hafa heldur betur komist með krumlurnar í frumvarp matvælaráðherra um fiskeldi. Lagt var af stað af hálfu matvælaráðherra með fögur fyrirheit. Frumvarpið átti að taka á því ófremdarástandi sem er í sjókvíaeldinu, stroki eldislaxa, lúsafári, sjúkdómum, menguninni, hrikalegum dýravelferðarvanda og öðrum skuggahliðum þessa iðnaðar. Lausatök á brotum á ákvæðum leyfa áttu að heyra sögunni til. Þegar fyrirtækin misstu eldislax úr sjókvíunum áttu til dæmis framleiðsluheimildir fyrirtækjanna að skerðast umsvifalaust. En eftir nokkrar umferðir frumvarpsins hjá SFS og starfsmönnum matvælaráðuneytisins, sem eru nokkrir fyrrum starfsmenn SFS og sjókvíaeldisins, þá hefur fæðst óskapnaður. Búið er að taka allt bit úr þeim ákvæðum sem halda áttu fyrirtækjunum við efnið og frumvarpið er ekkert annað en tilraun til að festa enn frekar í sessi þann mengandi og stórskaðlega iðnað sem sjókvíaeldi á laxi er. Tillaga að nýju kvótakerfi Í stað núgildandi ákvæða um tímabundin leyfi til sjókvíaeldis til 16 ára þá kveður frumvarpið á um að leyfin verði ótímabundin. Það þýðir að erfitt verður að leggja sjókvíaeldi af án þess að fyrirtækin krefji ríkið um bætur. Í stað núverandi leyfa til sjókvíaeldis fyrir tilgreindu framleiðslumagni þá kveður frumvarpið á um að leyfin veiti rétt til prósentvís hlutdeildar í framleiðslu á tilteknu svæði, svokallaðrar laxahlutdeildar. Og að framleiðsluleyfin verði framseljanleg og veðsetjanleg. Þetta er ekkert annað en tillaga að nýju kvótakerfi, tilraun SFS til að veita sínum norsku húsbændum skjól frá íslenskum almenningi sem samþykkir ekki þann sóðaiðnað sem sjókvíaeldið er. Hér á að bjóða þjóðinni upp á næsta kafla af Verbúðinni. Kvótakerfið fyrra, í sjávarútveginum, var til að vernda náttúruna, en þetta lagareldisfrumvarp er tillaga um eldiskvótakerfi sem beinlínis leyfir eyðileggingu náttúrunnar. Glæpur gegn náttúrunni Það er ótrúlegt að af hálfu Matvælaráðherra að ætla Alþingi Íslendinga, og þeim 63 fulltrúar sem þar sitja, að stefna að útrýmingu mikilvægrar dýrategundar úr náttúru íslands, villta íslenska laxastofnsins. Sú fyrirætlan er ekkert annað en glæpur gegn náttúrunni og komandi kynslóðum þessa lands. Frumvarpið eins og það stendur í dag er hugarfóstur sjókvíaeldisins á vakt vinstri grárra. Það má ekki verða að lögum. Höfundur er verkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Sjókvíaeldi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
SFS og norsku sjókvíaeldisfyrirtækin sem starfa hér við land hafa heldur betur komist með krumlurnar í frumvarp matvælaráðherra um fiskeldi. Lagt var af stað af hálfu matvælaráðherra með fögur fyrirheit. Frumvarpið átti að taka á því ófremdarástandi sem er í sjókvíaeldinu, stroki eldislaxa, lúsafári, sjúkdómum, menguninni, hrikalegum dýravelferðarvanda og öðrum skuggahliðum þessa iðnaðar. Lausatök á brotum á ákvæðum leyfa áttu að heyra sögunni til. Þegar fyrirtækin misstu eldislax úr sjókvíunum áttu til dæmis framleiðsluheimildir fyrirtækjanna að skerðast umsvifalaust. En eftir nokkrar umferðir frumvarpsins hjá SFS og starfsmönnum matvælaráðuneytisins, sem eru nokkrir fyrrum starfsmenn SFS og sjókvíaeldisins, þá hefur fæðst óskapnaður. Búið er að taka allt bit úr þeim ákvæðum sem halda áttu fyrirtækjunum við efnið og frumvarpið er ekkert annað en tilraun til að festa enn frekar í sessi þann mengandi og stórskaðlega iðnað sem sjókvíaeldi á laxi er. Tillaga að nýju kvótakerfi Í stað núgildandi ákvæða um tímabundin leyfi til sjókvíaeldis til 16 ára þá kveður frumvarpið á um að leyfin verði ótímabundin. Það þýðir að erfitt verður að leggja sjókvíaeldi af án þess að fyrirtækin krefji ríkið um bætur. Í stað núverandi leyfa til sjókvíaeldis fyrir tilgreindu framleiðslumagni þá kveður frumvarpið á um að leyfin veiti rétt til prósentvís hlutdeildar í framleiðslu á tilteknu svæði, svokallaðrar laxahlutdeildar. Og að framleiðsluleyfin verði framseljanleg og veðsetjanleg. Þetta er ekkert annað en tillaga að nýju kvótakerfi, tilraun SFS til að veita sínum norsku húsbændum skjól frá íslenskum almenningi sem samþykkir ekki þann sóðaiðnað sem sjókvíaeldið er. Hér á að bjóða þjóðinni upp á næsta kafla af Verbúðinni. Kvótakerfið fyrra, í sjávarútveginum, var til að vernda náttúruna, en þetta lagareldisfrumvarp er tillaga um eldiskvótakerfi sem beinlínis leyfir eyðileggingu náttúrunnar. Glæpur gegn náttúrunni Það er ótrúlegt að af hálfu Matvælaráðherra að ætla Alþingi Íslendinga, og þeim 63 fulltrúar sem þar sitja, að stefna að útrýmingu mikilvægrar dýrategundar úr náttúru íslands, villta íslenska laxastofnsins. Sú fyrirætlan er ekkert annað en glæpur gegn náttúrunni og komandi kynslóðum þessa lands. Frumvarpið eins og það stendur í dag er hugarfóstur sjókvíaeldisins á vakt vinstri grárra. Það má ekki verða að lögum. Höfundur er verkfræðingur.
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun