Kennarar – á hraðbraut í kulnun Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar 18. apríl 2024 10:31 Á ráðstefnunni „Skóli nútíðar – vegvísir til framtíðar“ sem Kennarasamband Íslands hélt í Hörpu 9. apríl 2024 var farið yfir niðurstöður viðhorfs- og þjónustukönnunar KÍ. Niðurstöður þeirrar könnunar endurspegla það sem kennarafélögin hafa verið að upplýsa stjórnvöld um í langan tíma og er í stuttu máli að kennarar eru að bugast undan álagi og telja sig ekki geta uppfyllt þær kröfur sem gerðar eru til þeirra í starfi miðað við þær bjargir sem eru í boði. Allt of stór hluti þeirra sér sig ekki í kennslu á næstu árum. Allir geta haft skoðanir á menntamálum en vægi skoðana þeirra sem starfa á gólfinu er meira en aðila sem þekkja ekki til raunaðstæðna. Stjórnvöld eiga það til að leggja fram þá spurningu hvort að kennarar þurfi ekki að breyta vinnulagi sínu eða skipuleggja sig betur og benda síðan á ráðgjafana sem starfa utan skólanna. Þetta snýst ekki um hendurnar sem moka ofan í skurðinn utan skólanna heldur þær sem eru inni í skólunum. Það vantar ekki fagþekkinguna í stéttina því kennarar eru duglegir að sækja sér fræðslu og leita lausna við því sem kemur upp í skólastarfi. Það vantar fleira fagfólk í raunaðstæður til að takast á við þann fjölbreytilega hóp sem er þar. Margir spyrja mig af hverju svona margir kennarar hætta störfum eftir fyrsta ár sitt í kennslu. Svarið er einfalt. Laun kennara eru ekki á pari við laun sambærilegra háskólamenntaðra stétta. Ofan á það er álagið ómanneskjulegt oft á tíðum og ekki bjóðandi nokkrum einstaklinginni og hvað þá þeim sem er að hefja fullorðinslíf sitt og stofna fjölskyldu með tilheyrandi álagi. Hvers vegna er þetta svona er þá spurt ? Þá reyni ég að útskýra þetta eftir bestu getu. Ímyndið ykkur að dýraafurða, fata, hnetu, súkkulaði og hreinsiefnaverksmiðjur auk nokkurra annarra séu sameinaðar á einn stað og þú átt að verkstýra þeim öllum þó þú hafir bara reynslu af því að framleiða súkkulaði. Þú færð ekki nýjar vélar og átt að nota vélina sem þú notaðir fyrir súkkulaðið í framleiðslu á öllum hinum vörunum. Svo koma ýmis flækjustig eins og að sumir eru með ofnæmi fyrir einhverju í þessum vörum og annað sem orsakar vanlíðan hjá þeim þegar allir þessir þættir eru settir í sömu vél. Ofan á allt þá eru töluð sjö eða fleiri mismunandi tungumál á þessum vinnustað og þú þarft að leysa úr þeim vandamálum sem koma upp og passa upp á að allir skilji hvað er í gangi. Svo á þessi starfsmannahópur gott bakland sem vill passa upp á sína einstaklinga og er duglegt að láta í sér heyra ef þeim finnst halla á sitt fólk. Það er ekki nóg að brenna fyrir starfið og vilja starfa að velferð barna í okkar samfélagi. Það vantar töfrasprotann við svona aðstæður eða að stjórnvöld vakni og taki ástandið alvarlega. Förum eftir lögum og reglugerðum. Ef lögin og reglugerðirnar eru ekki að virka þá þarf að breyta þeim. Hvernig skólum er stjórnað er mannanna verk. Þeir sem vinna í skólunum vinna eftir því handriti sem rétt er að þeim og spila úr því fjármagni sem skólarnir fá til að koma verkinu á svið. Leikstjórar og handritshöfundar eru stjórnvöld. Ef við færum eftir íslenskum lögum og reglugerðum þá værum við eflaust ekki á þeim stað sem við erum í dag með íslenskt skólakerfi. Skóli án aðgreiningar var innleiddur og því var lofað að bjargirnar og fagfólkið sem þyrfti til að láta hugmyndafræðina virka myndi fylgja með. Svo kom hrunið og aldrei kom það sem búið var að lofa. Kennarar sem hafa innleitt þessa hugmyndafræði hafa gert það vel við óviðunandi aðstæður. Ég myndi segja að víða séu gerð kraftaverk. Þegar erlendum börnum fór að fjölga á ógnarhraða inni í skólunum þá kom betur í ljós hversu þaninn verkstuðull kennara er. Margir eru að bugast og þeir sem hafa minnsta reynslu fara oft fyrst úr stéttinni. Það er vont að mæta í vinnuna og geta ekki uppfyllt þær kröfur sem gerðar eru til manns, óraunhæfar kröfur. Allt sem gerist í samfélaginu hefur áhrif á skólana. Skólasamfélagið er að drukkna í verkefnum sem berast inn á borð til þess og á að vinna samhliða öllu hinu. Það að framtíðarsýn allt of stórs hlutfalls kennara sé ekki tengd kennslu er áhyggjuefni ofan á þann kennaraskort sem er fyrir. Það að stéttin nái ekki að endurnýja sig hefur áhrif á þá sem eftir eru í faginu. Fagfélög kennara hafa reynt að ná til eyrna stjórnvalda en lítið gerst, jafnvel engin áheyrn. Strúturinn setur bara hausinn í sandinn og beinir vængjum sínum í aðra átt. Það er löngu orðið tímabært að ríki og sveitarfélög taki höndum saman og beri ábyrgð á því ástandi sem ríkir í skólamálum á Íslandi. Okkur vantar ekki kannanir né rannsóknir til að greina vandann. Við vitum hvar skóinn kreppir. Það vantar aðgerðir til að vinna á vandanum og þær þarf að fjármagna. Skóli án aðgreiningar, börn með raskanir, bráðger börn, ÍSAT börn, börn með geðraskanir og alls konar börn úr alls konar fjölskyldum sem allar telja að þeirra uppeldi sé hið rétta. Svona er skólasamfélagið okkar og við sem störfum með þessum börnum viljum geta komið til móts við þarfir þeirra. Sjáið fyrir ykkur ríkisstjórnarfund. Í þessari ímynduðu ríkisstjórn talar helmingurinn annað mál en íslensku og einhver í hópnum er sá eini sem talar sitt móðurmál. Í þessari ríkisstjórn er einn sem kann hvorki að lesa né skrifa og hefur aldrei verið í skóla. Einn á það til að taka bræðiköst upp úr þurru og þurfa því aðrir við borðið að vera á tánum því að stólarnir eru þungir og vont að fá þá í sig. Svo eru það aðrar sérþarfir sem þarf að koma til móts við. Þessi ríkisstjórn þarf að vera saman í 6-7 klukkustundir á hverjum virkum degi og ná settum markmiðum. Hvernig ætli þessari ríkisstjórn gangi að vinna saman ? Þetta er bara dæmi og bekkjarstærðir eru yfirleitt mun fjölmennari en fjöldi þeirra sem skipa eina ríkisstjórn og nemendur oftast með minni þroska en ráðamenn. Mig grunar, þó ég viti ekkert um það, að margir sem halda um stjórnartauminn séu haldnir forréttindablindu eða sjá fyrir sér sína skólagöngu þegar hugtakið „Skóli“ ber á góma. Skóli í dag er ekki það sama og skóli á síðustu öld. Skólar innan sama sveitarfélags geta verið mjög ólíkir og þeir skólar sem eru með flókna samsetningu nemenda með miklar sérþarfir eru áskorun. Við þurfum að vakna og taka höndum saman. Hættum að finna sökudólginn því sökudólgurinn erum við sjálf sem sköpum þetta samfélag og ábyrgðin er stjórnvalda. Við erum með lög og reglugerðir sem snúa að öllu því sem bæta má í skólakerfinu. En erum við að fara eftir þeim ? Svarið er „Nei“ því að stjórnvöld koma sér ekki saman um hver eigi að bera kostnaðinn. Covid fékk marga til að hugsa. Kynslóðin sem var trygg sínu starfi sama hvað er að hverfa úr kennarastéttinni. Þeim fjölgar sem kunna að sýna sjálfu sér mildi og láta ekki bjóða sér hvað sem er. Vinnumarkaðurinn er meira lifandi en hann var og fólk er ekki lengur í sömu vinnu alla sína starfsævi. Hvernig skóla viljum við hafa á Íslandi í framtíðinni ? Boltinn er hjá stjórnvöldum. Skólasamfélagið er að gera kraftaverk við óviðunandi aðstæður en getur það ekki mikið lengur án inngripa frá stjórnvöldum. Hættum að afneita vandanum og girðum okkur í brók. Höfundur er sérkennari, atferlisþjálfi, uppeldisráðgjafi, sáttamiðlari og trúnaðarmaður kennara í grunnskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Skóla- og menntamál Grunnskólar Rakel Linda Kristjánsdóttir Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Á ráðstefnunni „Skóli nútíðar – vegvísir til framtíðar“ sem Kennarasamband Íslands hélt í Hörpu 9. apríl 2024 var farið yfir niðurstöður viðhorfs- og þjónustukönnunar KÍ. Niðurstöður þeirrar könnunar endurspegla það sem kennarafélögin hafa verið að upplýsa stjórnvöld um í langan tíma og er í stuttu máli að kennarar eru að bugast undan álagi og telja sig ekki geta uppfyllt þær kröfur sem gerðar eru til þeirra í starfi miðað við þær bjargir sem eru í boði. Allt of stór hluti þeirra sér sig ekki í kennslu á næstu árum. Allir geta haft skoðanir á menntamálum en vægi skoðana þeirra sem starfa á gólfinu er meira en aðila sem þekkja ekki til raunaðstæðna. Stjórnvöld eiga það til að leggja fram þá spurningu hvort að kennarar þurfi ekki að breyta vinnulagi sínu eða skipuleggja sig betur og benda síðan á ráðgjafana sem starfa utan skólanna. Þetta snýst ekki um hendurnar sem moka ofan í skurðinn utan skólanna heldur þær sem eru inni í skólunum. Það vantar ekki fagþekkinguna í stéttina því kennarar eru duglegir að sækja sér fræðslu og leita lausna við því sem kemur upp í skólastarfi. Það vantar fleira fagfólk í raunaðstæður til að takast á við þann fjölbreytilega hóp sem er þar. Margir spyrja mig af hverju svona margir kennarar hætta störfum eftir fyrsta ár sitt í kennslu. Svarið er einfalt. Laun kennara eru ekki á pari við laun sambærilegra háskólamenntaðra stétta. Ofan á það er álagið ómanneskjulegt oft á tíðum og ekki bjóðandi nokkrum einstaklinginni og hvað þá þeim sem er að hefja fullorðinslíf sitt og stofna fjölskyldu með tilheyrandi álagi. Hvers vegna er þetta svona er þá spurt ? Þá reyni ég að útskýra þetta eftir bestu getu. Ímyndið ykkur að dýraafurða, fata, hnetu, súkkulaði og hreinsiefnaverksmiðjur auk nokkurra annarra séu sameinaðar á einn stað og þú átt að verkstýra þeim öllum þó þú hafir bara reynslu af því að framleiða súkkulaði. Þú færð ekki nýjar vélar og átt að nota vélina sem þú notaðir fyrir súkkulaðið í framleiðslu á öllum hinum vörunum. Svo koma ýmis flækjustig eins og að sumir eru með ofnæmi fyrir einhverju í þessum vörum og annað sem orsakar vanlíðan hjá þeim þegar allir þessir þættir eru settir í sömu vél. Ofan á allt þá eru töluð sjö eða fleiri mismunandi tungumál á þessum vinnustað og þú þarft að leysa úr þeim vandamálum sem koma upp og passa upp á að allir skilji hvað er í gangi. Svo á þessi starfsmannahópur gott bakland sem vill passa upp á sína einstaklinga og er duglegt að láta í sér heyra ef þeim finnst halla á sitt fólk. Það er ekki nóg að brenna fyrir starfið og vilja starfa að velferð barna í okkar samfélagi. Það vantar töfrasprotann við svona aðstæður eða að stjórnvöld vakni og taki ástandið alvarlega. Förum eftir lögum og reglugerðum. Ef lögin og reglugerðirnar eru ekki að virka þá þarf að breyta þeim. Hvernig skólum er stjórnað er mannanna verk. Þeir sem vinna í skólunum vinna eftir því handriti sem rétt er að þeim og spila úr því fjármagni sem skólarnir fá til að koma verkinu á svið. Leikstjórar og handritshöfundar eru stjórnvöld. Ef við færum eftir íslenskum lögum og reglugerðum þá værum við eflaust ekki á þeim stað sem við erum í dag með íslenskt skólakerfi. Skóli án aðgreiningar var innleiddur og því var lofað að bjargirnar og fagfólkið sem þyrfti til að láta hugmyndafræðina virka myndi fylgja með. Svo kom hrunið og aldrei kom það sem búið var að lofa. Kennarar sem hafa innleitt þessa hugmyndafræði hafa gert það vel við óviðunandi aðstæður. Ég myndi segja að víða séu gerð kraftaverk. Þegar erlendum börnum fór að fjölga á ógnarhraða inni í skólunum þá kom betur í ljós hversu þaninn verkstuðull kennara er. Margir eru að bugast og þeir sem hafa minnsta reynslu fara oft fyrst úr stéttinni. Það er vont að mæta í vinnuna og geta ekki uppfyllt þær kröfur sem gerðar eru til manns, óraunhæfar kröfur. Allt sem gerist í samfélaginu hefur áhrif á skólana. Skólasamfélagið er að drukkna í verkefnum sem berast inn á borð til þess og á að vinna samhliða öllu hinu. Það að framtíðarsýn allt of stórs hlutfalls kennara sé ekki tengd kennslu er áhyggjuefni ofan á þann kennaraskort sem er fyrir. Það að stéttin nái ekki að endurnýja sig hefur áhrif á þá sem eftir eru í faginu. Fagfélög kennara hafa reynt að ná til eyrna stjórnvalda en lítið gerst, jafnvel engin áheyrn. Strúturinn setur bara hausinn í sandinn og beinir vængjum sínum í aðra átt. Það er löngu orðið tímabært að ríki og sveitarfélög taki höndum saman og beri ábyrgð á því ástandi sem ríkir í skólamálum á Íslandi. Okkur vantar ekki kannanir né rannsóknir til að greina vandann. Við vitum hvar skóinn kreppir. Það vantar aðgerðir til að vinna á vandanum og þær þarf að fjármagna. Skóli án aðgreiningar, börn með raskanir, bráðger börn, ÍSAT börn, börn með geðraskanir og alls konar börn úr alls konar fjölskyldum sem allar telja að þeirra uppeldi sé hið rétta. Svona er skólasamfélagið okkar og við sem störfum með þessum börnum viljum geta komið til móts við þarfir þeirra. Sjáið fyrir ykkur ríkisstjórnarfund. Í þessari ímynduðu ríkisstjórn talar helmingurinn annað mál en íslensku og einhver í hópnum er sá eini sem talar sitt móðurmál. Í þessari ríkisstjórn er einn sem kann hvorki að lesa né skrifa og hefur aldrei verið í skóla. Einn á það til að taka bræðiköst upp úr þurru og þurfa því aðrir við borðið að vera á tánum því að stólarnir eru þungir og vont að fá þá í sig. Svo eru það aðrar sérþarfir sem þarf að koma til móts við. Þessi ríkisstjórn þarf að vera saman í 6-7 klukkustundir á hverjum virkum degi og ná settum markmiðum. Hvernig ætli þessari ríkisstjórn gangi að vinna saman ? Þetta er bara dæmi og bekkjarstærðir eru yfirleitt mun fjölmennari en fjöldi þeirra sem skipa eina ríkisstjórn og nemendur oftast með minni þroska en ráðamenn. Mig grunar, þó ég viti ekkert um það, að margir sem halda um stjórnartauminn séu haldnir forréttindablindu eða sjá fyrir sér sína skólagöngu þegar hugtakið „Skóli“ ber á góma. Skóli í dag er ekki það sama og skóli á síðustu öld. Skólar innan sama sveitarfélags geta verið mjög ólíkir og þeir skólar sem eru með flókna samsetningu nemenda með miklar sérþarfir eru áskorun. Við þurfum að vakna og taka höndum saman. Hættum að finna sökudólginn því sökudólgurinn erum við sjálf sem sköpum þetta samfélag og ábyrgðin er stjórnvalda. Við erum með lög og reglugerðir sem snúa að öllu því sem bæta má í skólakerfinu. En erum við að fara eftir þeim ? Svarið er „Nei“ því að stjórnvöld koma sér ekki saman um hver eigi að bera kostnaðinn. Covid fékk marga til að hugsa. Kynslóðin sem var trygg sínu starfi sama hvað er að hverfa úr kennarastéttinni. Þeim fjölgar sem kunna að sýna sjálfu sér mildi og láta ekki bjóða sér hvað sem er. Vinnumarkaðurinn er meira lifandi en hann var og fólk er ekki lengur í sömu vinnu alla sína starfsævi. Hvernig skóla viljum við hafa á Íslandi í framtíðinni ? Boltinn er hjá stjórnvöldum. Skólasamfélagið er að gera kraftaverk við óviðunandi aðstæður en getur það ekki mikið lengur án inngripa frá stjórnvöldum. Hættum að afneita vandanum og girðum okkur í brók. Höfundur er sérkennari, atferlisþjálfi, uppeldisráðgjafi, sáttamiðlari og trúnaðarmaður kennara í grunnskóla.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar