Þjófunum yfirsást taska með milljónum króna Bjarki Sigurðsson skrifar 19. apríl 2024 18:59 Þjófarnir stálu tuttugu til þrjátíu milljónum króna í reiðufé úr bílnum. Þjófarnir í Hamraborgarmálinu tóku ekki eftir poka sem innihélt milljónir króna í peningaflutningabílnum sem þeir stálu úr. Öryggismiðstöðin hefur ekki viljað tjá sig um málið. Þjófarnir komust á brott með tugi milljóna króna úr peningaflutningabíl Öryggismiðstöðvarinnar. Aðgerðin var þaulskipulögð og eins og sjá má á myndbandi af verknaðinum virðast þjófarnir vel undirbúnir. Þetta tók þá rétt rúma hálfa mínútu og lögreglan er engu nær um hver var að verki. Hingað til hefur þeim tekist að fela slóð sína. Þeir naga sig þó eflaust örlítið í handarbakið. Ástæðan er sú að þeir skildu eftir poka í bílnum stútfullan af seðlum. Pokinn leit öðruvísi út en töskurnar enda ekki fullur af peningum úr spilakassasal heldur hraðbanka. Klippa: Tóku ekki eftir poka í bílnum Aðalsteinn Örn Aðalsteinsson, rannsóknarlögreglufulltrúi, gat ekki tjáð sig um þann hluta þegar fréttastofa ræddi við hann í gær. Varð einhver taska eftir í bílnum? „Ég tjái mig ekki um það,“ segir Aðalsteinn. Aðalsteinn Örn Aðalsteinsson er rannsóknarlögreglumaður.Vísir/Einar Þannig er möguleiki á að þjófarnir hafi ekki haft á brott með sér alla fjármunina sem voru í bílnum? „Rannsóknarhagsmunir krefjast þess að ég tjái mig ekki um það.“ Mörgum spurning er ósvarað og ekki síst eftir birtingu myndbandsins. Fréttastofa hefur leitað viðbragða hjá forsvarsmönnum Öryggismiðstöðvarinnar án árangurs. Hvers vegna var svona auðvelt að brjótast inn í bíl með tugi milljóna í reiðufé? Hvers vegna voru töskurnar lausar í bílnum? Er eðlilegt að bíll með svo mikil verðmæti sé mannlaus? Og hvernig má það vera að ekkert þjófavarnarkerfi fór í gang til að vekja athygli á þjófnaðinum. Sjö mínútur liðu frá því þjófarnir brunuðu í burtu með peningana og þar til upp komst um þjófnaðinn. Lögreglumál Peningum stolið í Hamraborg Kópavogur Fjárhættuspil Tengdar fréttir Þjófarnir leika lausum hala Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á því hverjir stálu á milli tuttugu til þrjátíu milljónum króna í formi spilakassapeninga í fórum starfsfólks Öryggismiðstöðvarinnar hefur ekki leitt til handtöku. Þjófarnir leika enn lausum hala. 8. apríl 2024 12:11 Sjá peningana úr Hamraborg ekki í umferð Enn hefur enginn verið handtekinn í tengslum við rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á þjófnaði á tugum milljóna króna í reiðufé í Hamraborg í Kópavogi í mars síðastliðnum. 11. apríl 2024 11:01 Ekki viss hvort nokkru þurfi að breyta eftir tug milljóna króna þjófnað Of snemmt að segja til um hvort uppfæra þurfi verkferla hjá Öryggismiðstöðvarinnar vegna þjófnaðs sem átti sér stað í Hamraborg í Kópavogi á mánudagsmorgun. Þetta segir Ómar Brynjólfsson, framkvæmdastjóri mannaðra lausna hjá Öryggismiðstöðinni. 27. mars 2024 16:04 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Þjófarnir komust á brott með tugi milljóna króna úr peningaflutningabíl Öryggismiðstöðvarinnar. Aðgerðin var þaulskipulögð og eins og sjá má á myndbandi af verknaðinum virðast þjófarnir vel undirbúnir. Þetta tók þá rétt rúma hálfa mínútu og lögreglan er engu nær um hver var að verki. Hingað til hefur þeim tekist að fela slóð sína. Þeir naga sig þó eflaust örlítið í handarbakið. Ástæðan er sú að þeir skildu eftir poka í bílnum stútfullan af seðlum. Pokinn leit öðruvísi út en töskurnar enda ekki fullur af peningum úr spilakassasal heldur hraðbanka. Klippa: Tóku ekki eftir poka í bílnum Aðalsteinn Örn Aðalsteinsson, rannsóknarlögreglufulltrúi, gat ekki tjáð sig um þann hluta þegar fréttastofa ræddi við hann í gær. Varð einhver taska eftir í bílnum? „Ég tjái mig ekki um það,“ segir Aðalsteinn. Aðalsteinn Örn Aðalsteinsson er rannsóknarlögreglumaður.Vísir/Einar Þannig er möguleiki á að þjófarnir hafi ekki haft á brott með sér alla fjármunina sem voru í bílnum? „Rannsóknarhagsmunir krefjast þess að ég tjái mig ekki um það.“ Mörgum spurning er ósvarað og ekki síst eftir birtingu myndbandsins. Fréttastofa hefur leitað viðbragða hjá forsvarsmönnum Öryggismiðstöðvarinnar án árangurs. Hvers vegna var svona auðvelt að brjótast inn í bíl með tugi milljóna í reiðufé? Hvers vegna voru töskurnar lausar í bílnum? Er eðlilegt að bíll með svo mikil verðmæti sé mannlaus? Og hvernig má það vera að ekkert þjófavarnarkerfi fór í gang til að vekja athygli á þjófnaðinum. Sjö mínútur liðu frá því þjófarnir brunuðu í burtu með peningana og þar til upp komst um þjófnaðinn.
Lögreglumál Peningum stolið í Hamraborg Kópavogur Fjárhættuspil Tengdar fréttir Þjófarnir leika lausum hala Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á því hverjir stálu á milli tuttugu til þrjátíu milljónum króna í formi spilakassapeninga í fórum starfsfólks Öryggismiðstöðvarinnar hefur ekki leitt til handtöku. Þjófarnir leika enn lausum hala. 8. apríl 2024 12:11 Sjá peningana úr Hamraborg ekki í umferð Enn hefur enginn verið handtekinn í tengslum við rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á þjófnaði á tugum milljóna króna í reiðufé í Hamraborg í Kópavogi í mars síðastliðnum. 11. apríl 2024 11:01 Ekki viss hvort nokkru þurfi að breyta eftir tug milljóna króna þjófnað Of snemmt að segja til um hvort uppfæra þurfi verkferla hjá Öryggismiðstöðvarinnar vegna þjófnaðs sem átti sér stað í Hamraborg í Kópavogi á mánudagsmorgun. Þetta segir Ómar Brynjólfsson, framkvæmdastjóri mannaðra lausna hjá Öryggismiðstöðinni. 27. mars 2024 16:04 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Þjófarnir leika lausum hala Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á því hverjir stálu á milli tuttugu til þrjátíu milljónum króna í formi spilakassapeninga í fórum starfsfólks Öryggismiðstöðvarinnar hefur ekki leitt til handtöku. Þjófarnir leika enn lausum hala. 8. apríl 2024 12:11
Sjá peningana úr Hamraborg ekki í umferð Enn hefur enginn verið handtekinn í tengslum við rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á þjófnaði á tugum milljóna króna í reiðufé í Hamraborg í Kópavogi í mars síðastliðnum. 11. apríl 2024 11:01
Ekki viss hvort nokkru þurfi að breyta eftir tug milljóna króna þjófnað Of snemmt að segja til um hvort uppfæra þurfi verkferla hjá Öryggismiðstöðvarinnar vegna þjófnaðs sem átti sér stað í Hamraborg í Kópavogi á mánudagsmorgun. Þetta segir Ómar Brynjólfsson, framkvæmdastjóri mannaðra lausna hjá Öryggismiðstöðinni. 27. mars 2024 16:04