Skoðun

Sam­kvæmt Um­boðs­manni Al­þingis eru lög um hval­veiðar úr­elt

Henry Alexander Henrysson skrifar

Staðan á Íslandi hvað varðar hvalveiðar er sú að við erum að bíða eftir því hvort það verða gefin út ný leyfi til hvalveiða núna í sumar og fyrir næstu ár.

Ég hef áður talað um það opinberlega, að það sé mín persónulega skoðun að það sé mjög órökrétt skref að gefa út nýtt leyfi. Í fyrsta lagi er dýravelferðarhlið þessara mála alveg á sama stað og hún var í júní á síðasta ári þegar að ráðherra frestaði hvalveiðum.

Það hefur ekkert komið fram sem bendir til þess að það sé hægt að tryggja mannúðlega aflífun við veiðar á stórhvelum. Það hefur ekkert breyst þó að það sé mögulega hægt að bæta veiðarnar eitthvað sem var líklega reynt að gera í september síðastliðnum. En við sáum samt hvernig það fór.

Hitt atriðið er að Umboðsmaður Alþingis, í þeirri skýrslu sem hann gaf út núna í janúar um þessi hvalveiðimál sýndi mjög skýrt fram á það hversu úrelt lögin eru í raun og veru og hvernig þau virka ekki fyrir ráðherra til þess að þeir geti haft stjórn á veiðunum.

Það kemur skýrt fram að þegar lögin voru sett voru takmörkuð atriði sem geta ráðið úrslitum eða ráðið ákvörðunum ráðherra og við höfum bara heykst á því, og Alþingi hefur heykst á því, að færa lögin til nútímalegs horfs og tengja þau við nútímalegar hugmyndir um dýravelferð til dæmis.

Höfundur er heimspekingur. 




Skoðun

Sjá meira


×