Farsælar forvarnir í þágu barna í Reykjavík Guðrún Halla Jónsdóttir og Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifa 22. apríl 2024 11:01 Forvarnir fyrirbyggja frekari vanda og auka líkurnar á farsælla lífi. Ný aðgerðaáætlun hjá Reykjavíkurborg tekst á við þá áskorun hvernig við getum stuðlað að farsælla lífi með góðum og árangursríkum forvörnum í málefnum barna. Íslendingar hafa náð eftirtektarverðum árangri í forvarnarstarfi með börnum og ungmennum, svo góðum að til okkar er sótt eftir þekkingu um hvernig standa megi enn betur að forvörnum undir formerkjum íslenska forvarnarlíkansins. Í hnotskurn byggir þessi árangur á nánu samstarfi allra þeirra sem koma að lífi barna í nærumhverfi þeirra á sama tíma og niðurstöður viðhorfskannana og rannsókna eru nýttar. Í endurskoðun aðgerðaráætlunar um forvarnir er byggt á gögnum úr rannsóknum, reynslu og stefnu úr forvarnar- og lýðheilsustarfi. Ákveðið var að áherslusviðin ættu að fjögur: Fögnum fjölbreytileikanum Ræktum andlega vellíðan Við höfnum ofbeldi Byggjum upp verndandi og styðjandi umhverfi fyrir börn og fjölskyldur. Undir hverri áherslu er svo röð aðgerða sem borgarbúar eru hvattir til þess að kynna sér betur. Hægt er að kynna sér áætlunina í gögnum borgarráðs. Við innleiðingu aðgerðaráætlunarinnar verður lögð enn meiri áhersla á betra samstarf allra sviða borgarinnar, við ríkisstofnanir og svo almenning almennt, ekki síst foreldra og börn. Hér reynir á samstarf okkar allra og mikilvægt að sjá forvarnarstarfið borið uppi af samfélaginu öllu. Við viljum ná enn betri árangri og nýta betur möguleika sem gefast til forvarnarstarfs. Í því skyni hefur verið stofnað forvarnarteymi sem starfar fyrir alla borgina og þvert á stofnanir hennar. Í teyminu sitja fulltrúar frá hverju fagsviði sem sinna börnum og frá 4 borgarhlutum Reykjavíkur sem skipuleggja tengslanet og samstarf í hverfum við staðbundnar stofnanir og félagasamtök. Fyrir teyminu fer svo forvarnarfulltrúi Reykjavíkurborgar. Þessi aukna áhersla á samstarf út frá þörfum barna og fjölskyldna er ekki síst tilkomin vegna breytinga á lögum frá árinu 2021 um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna. Í þessari löggjöf er sama nálgun og í íslensku líkani endurómuð; snemmtækar forvarnir, náið samstarf og staðbundin nálgun í daglegu lífi barna og fjölskyldna. Því er ástæða til að skora á íbúa og foreldra til aukinnar þátttöku í forvörnum og spyrja hvernig getum við sem flest sameinast í forvarnarstarfi, börnum og fjölskyldum til aukinnar farsældar? Hægt er að koma góðum hugmyndum og beiðni um samstarf til Miðstöðva borgarinnar í gegnum ábendingavef Reykjavíkurborgar með tilvísun í aðgerðaáætlun forvarna. Guðrún Halla Jónsdóttir, forvarnarfulltrúi Reykjavíkurborgar.Óskar Dýrmundur Ólafsson, formaður starfshóps um gerð forvarnaráætlunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Borgarstjórn Börn og uppeldi Mest lesið Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Forvarnir fyrirbyggja frekari vanda og auka líkurnar á farsælla lífi. Ný aðgerðaáætlun hjá Reykjavíkurborg tekst á við þá áskorun hvernig við getum stuðlað að farsælla lífi með góðum og árangursríkum forvörnum í málefnum barna. Íslendingar hafa náð eftirtektarverðum árangri í forvarnarstarfi með börnum og ungmennum, svo góðum að til okkar er sótt eftir þekkingu um hvernig standa megi enn betur að forvörnum undir formerkjum íslenska forvarnarlíkansins. Í hnotskurn byggir þessi árangur á nánu samstarfi allra þeirra sem koma að lífi barna í nærumhverfi þeirra á sama tíma og niðurstöður viðhorfskannana og rannsókna eru nýttar. Í endurskoðun aðgerðaráætlunar um forvarnir er byggt á gögnum úr rannsóknum, reynslu og stefnu úr forvarnar- og lýðheilsustarfi. Ákveðið var að áherslusviðin ættu að fjögur: Fögnum fjölbreytileikanum Ræktum andlega vellíðan Við höfnum ofbeldi Byggjum upp verndandi og styðjandi umhverfi fyrir börn og fjölskyldur. Undir hverri áherslu er svo röð aðgerða sem borgarbúar eru hvattir til þess að kynna sér betur. Hægt er að kynna sér áætlunina í gögnum borgarráðs. Við innleiðingu aðgerðaráætlunarinnar verður lögð enn meiri áhersla á betra samstarf allra sviða borgarinnar, við ríkisstofnanir og svo almenning almennt, ekki síst foreldra og börn. Hér reynir á samstarf okkar allra og mikilvægt að sjá forvarnarstarfið borið uppi af samfélaginu öllu. Við viljum ná enn betri árangri og nýta betur möguleika sem gefast til forvarnarstarfs. Í því skyni hefur verið stofnað forvarnarteymi sem starfar fyrir alla borgina og þvert á stofnanir hennar. Í teyminu sitja fulltrúar frá hverju fagsviði sem sinna börnum og frá 4 borgarhlutum Reykjavíkur sem skipuleggja tengslanet og samstarf í hverfum við staðbundnar stofnanir og félagasamtök. Fyrir teyminu fer svo forvarnarfulltrúi Reykjavíkurborgar. Þessi aukna áhersla á samstarf út frá þörfum barna og fjölskyldna er ekki síst tilkomin vegna breytinga á lögum frá árinu 2021 um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna. Í þessari löggjöf er sama nálgun og í íslensku líkani endurómuð; snemmtækar forvarnir, náið samstarf og staðbundin nálgun í daglegu lífi barna og fjölskyldna. Því er ástæða til að skora á íbúa og foreldra til aukinnar þátttöku í forvörnum og spyrja hvernig getum við sem flest sameinast í forvarnarstarfi, börnum og fjölskyldum til aukinnar farsældar? Hægt er að koma góðum hugmyndum og beiðni um samstarf til Miðstöðva borgarinnar í gegnum ábendingavef Reykjavíkurborgar með tilvísun í aðgerðaáætlun forvarna. Guðrún Halla Jónsdóttir, forvarnarfulltrúi Reykjavíkurborgar.Óskar Dýrmundur Ólafsson, formaður starfshóps um gerð forvarnaráætlunar.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar