Farsælar forvarnir í þágu barna í Reykjavík Guðrún Halla Jónsdóttir og Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifa 22. apríl 2024 11:01 Forvarnir fyrirbyggja frekari vanda og auka líkurnar á farsælla lífi. Ný aðgerðaáætlun hjá Reykjavíkurborg tekst á við þá áskorun hvernig við getum stuðlað að farsælla lífi með góðum og árangursríkum forvörnum í málefnum barna. Íslendingar hafa náð eftirtektarverðum árangri í forvarnarstarfi með börnum og ungmennum, svo góðum að til okkar er sótt eftir þekkingu um hvernig standa megi enn betur að forvörnum undir formerkjum íslenska forvarnarlíkansins. Í hnotskurn byggir þessi árangur á nánu samstarfi allra þeirra sem koma að lífi barna í nærumhverfi þeirra á sama tíma og niðurstöður viðhorfskannana og rannsókna eru nýttar. Í endurskoðun aðgerðaráætlunar um forvarnir er byggt á gögnum úr rannsóknum, reynslu og stefnu úr forvarnar- og lýðheilsustarfi. Ákveðið var að áherslusviðin ættu að fjögur: Fögnum fjölbreytileikanum Ræktum andlega vellíðan Við höfnum ofbeldi Byggjum upp verndandi og styðjandi umhverfi fyrir börn og fjölskyldur. Undir hverri áherslu er svo röð aðgerða sem borgarbúar eru hvattir til þess að kynna sér betur. Hægt er að kynna sér áætlunina í gögnum borgarráðs. Við innleiðingu aðgerðaráætlunarinnar verður lögð enn meiri áhersla á betra samstarf allra sviða borgarinnar, við ríkisstofnanir og svo almenning almennt, ekki síst foreldra og börn. Hér reynir á samstarf okkar allra og mikilvægt að sjá forvarnarstarfið borið uppi af samfélaginu öllu. Við viljum ná enn betri árangri og nýta betur möguleika sem gefast til forvarnarstarfs. Í því skyni hefur verið stofnað forvarnarteymi sem starfar fyrir alla borgina og þvert á stofnanir hennar. Í teyminu sitja fulltrúar frá hverju fagsviði sem sinna börnum og frá 4 borgarhlutum Reykjavíkur sem skipuleggja tengslanet og samstarf í hverfum við staðbundnar stofnanir og félagasamtök. Fyrir teyminu fer svo forvarnarfulltrúi Reykjavíkurborgar. Þessi aukna áhersla á samstarf út frá þörfum barna og fjölskyldna er ekki síst tilkomin vegna breytinga á lögum frá árinu 2021 um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna. Í þessari löggjöf er sama nálgun og í íslensku líkani endurómuð; snemmtækar forvarnir, náið samstarf og staðbundin nálgun í daglegu lífi barna og fjölskyldna. Því er ástæða til að skora á íbúa og foreldra til aukinnar þátttöku í forvörnum og spyrja hvernig getum við sem flest sameinast í forvarnarstarfi, börnum og fjölskyldum til aukinnar farsældar? Hægt er að koma góðum hugmyndum og beiðni um samstarf til Miðstöðva borgarinnar í gegnum ábendingavef Reykjavíkurborgar með tilvísun í aðgerðaáætlun forvarna. Guðrún Halla Jónsdóttir, forvarnarfulltrúi Reykjavíkurborgar.Óskar Dýrmundur Ólafsson, formaður starfshóps um gerð forvarnaráætlunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Borgarstjórn Börn og uppeldi Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Hindúisminn og allir hinir -ismarnir í lífi mínu Þórhallur Heimisson Skoðun Líf og dauði við Aðalstræti Helgi Þorláksson Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Skoðun Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Forvarnir fyrirbyggja frekari vanda og auka líkurnar á farsælla lífi. Ný aðgerðaáætlun hjá Reykjavíkurborg tekst á við þá áskorun hvernig við getum stuðlað að farsælla lífi með góðum og árangursríkum forvörnum í málefnum barna. Íslendingar hafa náð eftirtektarverðum árangri í forvarnarstarfi með börnum og ungmennum, svo góðum að til okkar er sótt eftir þekkingu um hvernig standa megi enn betur að forvörnum undir formerkjum íslenska forvarnarlíkansins. Í hnotskurn byggir þessi árangur á nánu samstarfi allra þeirra sem koma að lífi barna í nærumhverfi þeirra á sama tíma og niðurstöður viðhorfskannana og rannsókna eru nýttar. Í endurskoðun aðgerðaráætlunar um forvarnir er byggt á gögnum úr rannsóknum, reynslu og stefnu úr forvarnar- og lýðheilsustarfi. Ákveðið var að áherslusviðin ættu að fjögur: Fögnum fjölbreytileikanum Ræktum andlega vellíðan Við höfnum ofbeldi Byggjum upp verndandi og styðjandi umhverfi fyrir börn og fjölskyldur. Undir hverri áherslu er svo röð aðgerða sem borgarbúar eru hvattir til þess að kynna sér betur. Hægt er að kynna sér áætlunina í gögnum borgarráðs. Við innleiðingu aðgerðaráætlunarinnar verður lögð enn meiri áhersla á betra samstarf allra sviða borgarinnar, við ríkisstofnanir og svo almenning almennt, ekki síst foreldra og börn. Hér reynir á samstarf okkar allra og mikilvægt að sjá forvarnarstarfið borið uppi af samfélaginu öllu. Við viljum ná enn betri árangri og nýta betur möguleika sem gefast til forvarnarstarfs. Í því skyni hefur verið stofnað forvarnarteymi sem starfar fyrir alla borgina og þvert á stofnanir hennar. Í teyminu sitja fulltrúar frá hverju fagsviði sem sinna börnum og frá 4 borgarhlutum Reykjavíkur sem skipuleggja tengslanet og samstarf í hverfum við staðbundnar stofnanir og félagasamtök. Fyrir teyminu fer svo forvarnarfulltrúi Reykjavíkurborgar. Þessi aukna áhersla á samstarf út frá þörfum barna og fjölskyldna er ekki síst tilkomin vegna breytinga á lögum frá árinu 2021 um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna. Í þessari löggjöf er sama nálgun og í íslensku líkani endurómuð; snemmtækar forvarnir, náið samstarf og staðbundin nálgun í daglegu lífi barna og fjölskyldna. Því er ástæða til að skora á íbúa og foreldra til aukinnar þátttöku í forvörnum og spyrja hvernig getum við sem flest sameinast í forvarnarstarfi, börnum og fjölskyldum til aukinnar farsældar? Hægt er að koma góðum hugmyndum og beiðni um samstarf til Miðstöðva borgarinnar í gegnum ábendingavef Reykjavíkurborgar með tilvísun í aðgerðaáætlun forvarna. Guðrún Halla Jónsdóttir, forvarnarfulltrúi Reykjavíkurborgar.Óskar Dýrmundur Ólafsson, formaður starfshóps um gerð forvarnaráætlunar.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun