Íbúar sváfu vært meðan á öllu gekk á jarðhæðinni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. apríl 2024 15:57 Konan fannst látin í húsi í Naustahverfinu á Akureyri. Lítill samgangur er á milli íbúa í fjölbýlishúsinu þar sem er að finna ellefu íbúðir. Já.is Íbúar í fjölbýlishúsi í Naustahverfinu á Akureyri þar sem kona fannst látin á fimmta tímanum í nótt virðast flestir hafa sofið á sínu græna eyra í nótt og ekki tekið eftir neinu. Lögregla ætlar að fara fram á gæsluvarðhald yfir karlmanni sem handtekinn var á vettvangi vegna málsins. Lögregla lýsir því að hafa klukkan hálf fimm í nótt verið kölluð að fjölbýlishúsinu. Fyrstu lögreglumönnum sem komu á vettvang hafi verið vísað á meðvitundarlausa konu í íbúðinni og endurlífgunartilraunir hafist þegar í stað. Samkvæmt heimildum fréttastofu er íbúðin sem um ræðir á jarðhæðinni. Læknir og sjúkraflutningamenn komu einnig á vettvang en tilraunir til endurlífgunar báru ekki árangur. Konan var úrskurðuð látin á vettvangi. Lögregla segir grun um að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti. Í íbúðinni var annar einstaklingur og var hann handtekinn í þágu rannsóknar málsins og nýtur réttarstöðu sakbornings. Krafa um gæsluvarðhald yfir honum verður lögð fram fyrir dómi í dag. Það hafði enn ekki verið gert á fjórða tímanum í dag.. Fjölbýlishúsið stendur við Kjarnagötu á Akureyri og er í eigu leigufélagsins Heimstaden. Íbúi í húsinu sem fréttastofa ræddi við taldi að í íbúðinni byggju hjón í kringum sextugsaldur ásamt syni á þrítugsaldri. Þau hefðu flutt inn í húsið í vetur. Íbúar í húsinu sem fréttastofa ræddi við eiga það sameiginlegt að hafa ekki vaknað við læti í nótt. Þegar fólk vaknaði í morgun blasti við lögreglubifreið fyrir utan og hefur íbúum í húsinu meðal annars verið meinað að henda rusli. Fram kom í máli íbúanna sem vildu ekki láta nafns síns getið vegna þess að um harmleik er að ræða að reglulega hafi heyrst hróp og köll úr íbúðinni. Skarphéðinn Aðalsteinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Norðurlandi eystra, segir litlar upplýsingar hægt að veita á frumstigum rannsóknar vegna rannsóknarhagsmuna. Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sé mætt norður til að aðstoða á vettvangi auk réttarmeinafræðings. Farið verði fram á gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna en Skarphéðinn hafði sjálfur ekki upplýsingar um lengdina sem farið yrði fram á. Ákærusvið sæi um það. Algengt er að farið sé fram á vikulagt gæsluvarðhald í fyrsta kasti. Veistu meira um málið? Fréttastofa tekur við öllum ábendingum og myndum á netfangið ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Lögreglumál Akureyri Manndráp í Naustahverfi á Akureyri Tengdar fréttir Grunur um manndráp á Akureyri Lögreglan á Akureyri hefur til rannsóknar andlát konu sem fannst látin í íbúðarhúsi á Akureyri í nótt. Einn hefur verið verið handtekinn vegna málsins. 22. apríl 2024 12:20 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Sjá meira
Lögregla lýsir því að hafa klukkan hálf fimm í nótt verið kölluð að fjölbýlishúsinu. Fyrstu lögreglumönnum sem komu á vettvang hafi verið vísað á meðvitundarlausa konu í íbúðinni og endurlífgunartilraunir hafist þegar í stað. Samkvæmt heimildum fréttastofu er íbúðin sem um ræðir á jarðhæðinni. Læknir og sjúkraflutningamenn komu einnig á vettvang en tilraunir til endurlífgunar báru ekki árangur. Konan var úrskurðuð látin á vettvangi. Lögregla segir grun um að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti. Í íbúðinni var annar einstaklingur og var hann handtekinn í þágu rannsóknar málsins og nýtur réttarstöðu sakbornings. Krafa um gæsluvarðhald yfir honum verður lögð fram fyrir dómi í dag. Það hafði enn ekki verið gert á fjórða tímanum í dag.. Fjölbýlishúsið stendur við Kjarnagötu á Akureyri og er í eigu leigufélagsins Heimstaden. Íbúi í húsinu sem fréttastofa ræddi við taldi að í íbúðinni byggju hjón í kringum sextugsaldur ásamt syni á þrítugsaldri. Þau hefðu flutt inn í húsið í vetur. Íbúar í húsinu sem fréttastofa ræddi við eiga það sameiginlegt að hafa ekki vaknað við læti í nótt. Þegar fólk vaknaði í morgun blasti við lögreglubifreið fyrir utan og hefur íbúum í húsinu meðal annars verið meinað að henda rusli. Fram kom í máli íbúanna sem vildu ekki láta nafns síns getið vegna þess að um harmleik er að ræða að reglulega hafi heyrst hróp og köll úr íbúðinni. Skarphéðinn Aðalsteinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Norðurlandi eystra, segir litlar upplýsingar hægt að veita á frumstigum rannsóknar vegna rannsóknarhagsmuna. Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sé mætt norður til að aðstoða á vettvangi auk réttarmeinafræðings. Farið verði fram á gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna en Skarphéðinn hafði sjálfur ekki upplýsingar um lengdina sem farið yrði fram á. Ákærusvið sæi um það. Algengt er að farið sé fram á vikulagt gæsluvarðhald í fyrsta kasti. Veistu meira um málið? Fréttastofa tekur við öllum ábendingum og myndum á netfangið ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Veistu meira um málið? Fréttastofa tekur við öllum ábendingum og myndum á netfangið ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Lögreglumál Akureyri Manndráp í Naustahverfi á Akureyri Tengdar fréttir Grunur um manndráp á Akureyri Lögreglan á Akureyri hefur til rannsóknar andlát konu sem fannst látin í íbúðarhúsi á Akureyri í nótt. Einn hefur verið verið handtekinn vegna málsins. 22. apríl 2024 12:20 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Sjá meira
Grunur um manndráp á Akureyri Lögreglan á Akureyri hefur til rannsóknar andlát konu sem fannst látin í íbúðarhúsi á Akureyri í nótt. Einn hefur verið verið handtekinn vegna málsins. 22. apríl 2024 12:20
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?