Íbúar sváfu vært meðan á öllu gekk á jarðhæðinni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. apríl 2024 15:57 Konan fannst látin í húsi í Naustahverfinu á Akureyri. Lítill samgangur er á milli íbúa í fjölbýlishúsinu þar sem er að finna ellefu íbúðir. Já.is Íbúar í fjölbýlishúsi í Naustahverfinu á Akureyri þar sem kona fannst látin á fimmta tímanum í nótt virðast flestir hafa sofið á sínu græna eyra í nótt og ekki tekið eftir neinu. Lögregla ætlar að fara fram á gæsluvarðhald yfir karlmanni sem handtekinn var á vettvangi vegna málsins. Lögregla lýsir því að hafa klukkan hálf fimm í nótt verið kölluð að fjölbýlishúsinu. Fyrstu lögreglumönnum sem komu á vettvang hafi verið vísað á meðvitundarlausa konu í íbúðinni og endurlífgunartilraunir hafist þegar í stað. Samkvæmt heimildum fréttastofu er íbúðin sem um ræðir á jarðhæðinni. Læknir og sjúkraflutningamenn komu einnig á vettvang en tilraunir til endurlífgunar báru ekki árangur. Konan var úrskurðuð látin á vettvangi. Lögregla segir grun um að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti. Í íbúðinni var annar einstaklingur og var hann handtekinn í þágu rannsóknar málsins og nýtur réttarstöðu sakbornings. Krafa um gæsluvarðhald yfir honum verður lögð fram fyrir dómi í dag. Það hafði enn ekki verið gert á fjórða tímanum í dag.. Fjölbýlishúsið stendur við Kjarnagötu á Akureyri og er í eigu leigufélagsins Heimstaden. Íbúi í húsinu sem fréttastofa ræddi við taldi að í íbúðinni byggju hjón í kringum sextugsaldur ásamt syni á þrítugsaldri. Þau hefðu flutt inn í húsið í vetur. Íbúar í húsinu sem fréttastofa ræddi við eiga það sameiginlegt að hafa ekki vaknað við læti í nótt. Þegar fólk vaknaði í morgun blasti við lögreglubifreið fyrir utan og hefur íbúum í húsinu meðal annars verið meinað að henda rusli. Fram kom í máli íbúanna sem vildu ekki láta nafns síns getið vegna þess að um harmleik er að ræða að reglulega hafi heyrst hróp og köll úr íbúðinni. Skarphéðinn Aðalsteinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Norðurlandi eystra, segir litlar upplýsingar hægt að veita á frumstigum rannsóknar vegna rannsóknarhagsmuna. Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sé mætt norður til að aðstoða á vettvangi auk réttarmeinafræðings. Farið verði fram á gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna en Skarphéðinn hafði sjálfur ekki upplýsingar um lengdina sem farið yrði fram á. Ákærusvið sæi um það. Algengt er að farið sé fram á vikulagt gæsluvarðhald í fyrsta kasti. Veistu meira um málið? Fréttastofa tekur við öllum ábendingum og myndum á netfangið ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Lögreglumál Akureyri Manndráp í Naustahverfi á Akureyri Tengdar fréttir Grunur um manndráp á Akureyri Lögreglan á Akureyri hefur til rannsóknar andlát konu sem fannst látin í íbúðarhúsi á Akureyri í nótt. Einn hefur verið verið handtekinn vegna málsins. 22. apríl 2024 12:20 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Lögregla lýsir því að hafa klukkan hálf fimm í nótt verið kölluð að fjölbýlishúsinu. Fyrstu lögreglumönnum sem komu á vettvang hafi verið vísað á meðvitundarlausa konu í íbúðinni og endurlífgunartilraunir hafist þegar í stað. Samkvæmt heimildum fréttastofu er íbúðin sem um ræðir á jarðhæðinni. Læknir og sjúkraflutningamenn komu einnig á vettvang en tilraunir til endurlífgunar báru ekki árangur. Konan var úrskurðuð látin á vettvangi. Lögregla segir grun um að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti. Í íbúðinni var annar einstaklingur og var hann handtekinn í þágu rannsóknar málsins og nýtur réttarstöðu sakbornings. Krafa um gæsluvarðhald yfir honum verður lögð fram fyrir dómi í dag. Það hafði enn ekki verið gert á fjórða tímanum í dag.. Fjölbýlishúsið stendur við Kjarnagötu á Akureyri og er í eigu leigufélagsins Heimstaden. Íbúi í húsinu sem fréttastofa ræddi við taldi að í íbúðinni byggju hjón í kringum sextugsaldur ásamt syni á þrítugsaldri. Þau hefðu flutt inn í húsið í vetur. Íbúar í húsinu sem fréttastofa ræddi við eiga það sameiginlegt að hafa ekki vaknað við læti í nótt. Þegar fólk vaknaði í morgun blasti við lögreglubifreið fyrir utan og hefur íbúum í húsinu meðal annars verið meinað að henda rusli. Fram kom í máli íbúanna sem vildu ekki láta nafns síns getið vegna þess að um harmleik er að ræða að reglulega hafi heyrst hróp og köll úr íbúðinni. Skarphéðinn Aðalsteinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Norðurlandi eystra, segir litlar upplýsingar hægt að veita á frumstigum rannsóknar vegna rannsóknarhagsmuna. Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sé mætt norður til að aðstoða á vettvangi auk réttarmeinafræðings. Farið verði fram á gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna en Skarphéðinn hafði sjálfur ekki upplýsingar um lengdina sem farið yrði fram á. Ákærusvið sæi um það. Algengt er að farið sé fram á vikulagt gæsluvarðhald í fyrsta kasti. Veistu meira um málið? Fréttastofa tekur við öllum ábendingum og myndum á netfangið ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Veistu meira um málið? Fréttastofa tekur við öllum ábendingum og myndum á netfangið ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Lögreglumál Akureyri Manndráp í Naustahverfi á Akureyri Tengdar fréttir Grunur um manndráp á Akureyri Lögreglan á Akureyri hefur til rannsóknar andlát konu sem fannst látin í íbúðarhúsi á Akureyri í nótt. Einn hefur verið verið handtekinn vegna málsins. 22. apríl 2024 12:20 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Grunur um manndráp á Akureyri Lögreglan á Akureyri hefur til rannsóknar andlát konu sem fannst látin í íbúðarhúsi á Akureyri í nótt. Einn hefur verið verið handtekinn vegna málsins. 22. apríl 2024 12:20