Tíðni manndrápa í takt við fjölgun mannfjölda Lovísa Arnardóttir skrifar 23. apríl 2024 08:53 afbrotafræðingur um morð og hryðjuverk Vísir/Arnar Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur við Háskóla Íslands, segir það eðlilegt að manndrápsmálum fjölgi samhliða fjölgun mannfjöldans á Íslandi. Karlmenn séu stór hluti þeirra sem hafa flutt til landsins, ungir karlmenn, og tölfræðilega sé það líklegra að manndráp og önnur afbrot eigi sér stað meðal þeirra. Síðustu tólf mánuði hafa átta einstaklingar verið myrtir á Íslandi. Nú síðast tveir um helgina. Annars vegar litáískur maður í sumarhúsabyggð á Suðurlandi og svo kona í fjölbýlishúsi á Akureyri. Helgi segir að ef litið sé á tölfræðina síðustu tíu árin séum við með að meðaltali þrjú til fjögur manndrápsmál á ári sem sé ekki mikið miðað við afbrotatíðni hér á landi. Helgi ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Það er einhver aukning en hún er í sjálfu sér í takt við mannfjöldaaukningu hér á landi,“ segir Helgi og að því sé ekki hægt að segja að fjölgun manndrápsmála sé ekki óeðlilega mikið. Auk þess séu engar eðlisbreytingar í manndrápsmálum. Þau eigi sér stað á milli hópa eða einstaklinga sem tengjast. Vinir, nákomnir og það sé oftast ágreiningur. Sjaldan séu manndrápin skipulögð og yfirleitt takist vel að rannsaka málin. „Þetta eru karlar að drepa karla, þetta eru karlar að drepa konur sem þeir eru í nánu sambandi við. Þessi mál upplýsast yfirleitt mjög fljótt. Þetta eru yfirleitt harmleikir og tengjast oft vímuefnum,“ segir Helgi og að þetta hafi ekki breyst síðustu áratugi. Rauðagerðismálið undantekning Það séu þó undantekningar og skýrasta undantekningin sé Rauðagerðismálið. Það sé annars konar manndrápsmál en hafi komið upp hér á landi „Það var skipulögð aftaka, mafíumorð, að kvöldi til fyrir utan heimili viðkomandi.“ Helgi segir að miðað við mannfjöldafjölgun á Íslandi séu manndrápsmál enn tiltölulega fá. En hvert þeirra snerti okkur. „Við erum það fá. Þegar við fáum tvö manndráp eins og við fengum núna á örfáum dögum er ekkert skrítið að okkur bregði,“ segir Helgi og að það komi ofan í óvenjulegt þjófnaðarmál í Hamraborginni. Þar var tugum milljóna stolið úr bíl frá Öryggismiðstöðinni. Helgi segir eðlilegt að fólk hugsi með sér þegar slíkt gerist að samfélagið sé einhvern veginn að breytast. Það megi þó hafa í huga að tíðni manndrápa er lægri á Norðurlöndum en í öðrum vestrænum löndum og á meðal Norðurlandanna er Ísland með lága tíðni, eins og Noregur. Finnland tróni á toppnum með fjölda manndrápa. Svíþjóð og Danmörk eru á milli en fleiri í Svíþjóð. Átta manndráp Málin átta sem er vísað til í fréttinni eru þau tvö sem vísað er til að ofan, í Kiðjabergi og á Akureyri. Auk þeirra eru það manndráp barns í Kópavogi í upphafi árs, manndráp karlmanns í Drangahrauni í Hafnafirði þar sem karlmaður varð öðrum karlmanni að bana, manndráp í miðborg Reykjavíkur þar sem karlmaður lést á skemmtistaðnum LÚX í kjölfar líkamsárásar. Svo er það manndráp í Bátavogi þar sem kona myrti tæplega sextugan karlmann, manndráp á Selfossi þar sem ung kona var myrt og svo manndrápsmál í Hafnarfirði þar sem ungmenni réðust að karlmanni og myrtu hann. Lögreglumál Dómsmál Manndráp í Kiðjabergi Manndráp í Naustahverfi á Akureyri Bítið Tengdar fréttir Íbúar sváfu vært meðan á öllu gekk á jarðhæðinni Íbúar í fjölbýlishúsi í Naustahverfinu á Akureyri þar sem kona fannst látin á fimmta tímanum í nótt virðast flestir hafa sofið á sínu græna eyra í nótt og ekki tekið eftir neinu. Lögregla ætlar að fara fram á gæsluvarðhald yfir karlmanni sem handtekinn var á vettvangi vegna málsins. 22. apríl 2024 15:57 Grunur um manndráp á Akureyri Lögreglan á Akureyri hefur til rannsóknar andlát konu sem fannst látin í íbúðarhúsi á Akureyri í nótt. Einn hefur verið verið handtekinn vegna málsins. 22. apríl 2024 12:20 Lögregla heldur spilunum þétt að sér Lögreglan á Suðurlandi gefur ekkert upp að svo stöddu um manndráp í Kiðjabergi í Grímsnes- og Grafningshreppi um helgina. Rannsókn málsins er í fullum gangi. 22. apríl 2024 10:05 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Innlent Fleiri fréttir „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Sjá meira
Síðustu tólf mánuði hafa átta einstaklingar verið myrtir á Íslandi. Nú síðast tveir um helgina. Annars vegar litáískur maður í sumarhúsabyggð á Suðurlandi og svo kona í fjölbýlishúsi á Akureyri. Helgi segir að ef litið sé á tölfræðina síðustu tíu árin séum við með að meðaltali þrjú til fjögur manndrápsmál á ári sem sé ekki mikið miðað við afbrotatíðni hér á landi. Helgi ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Það er einhver aukning en hún er í sjálfu sér í takt við mannfjöldaaukningu hér á landi,“ segir Helgi og að því sé ekki hægt að segja að fjölgun manndrápsmála sé ekki óeðlilega mikið. Auk þess séu engar eðlisbreytingar í manndrápsmálum. Þau eigi sér stað á milli hópa eða einstaklinga sem tengjast. Vinir, nákomnir og það sé oftast ágreiningur. Sjaldan séu manndrápin skipulögð og yfirleitt takist vel að rannsaka málin. „Þetta eru karlar að drepa karla, þetta eru karlar að drepa konur sem þeir eru í nánu sambandi við. Þessi mál upplýsast yfirleitt mjög fljótt. Þetta eru yfirleitt harmleikir og tengjast oft vímuefnum,“ segir Helgi og að þetta hafi ekki breyst síðustu áratugi. Rauðagerðismálið undantekning Það séu þó undantekningar og skýrasta undantekningin sé Rauðagerðismálið. Það sé annars konar manndrápsmál en hafi komið upp hér á landi „Það var skipulögð aftaka, mafíumorð, að kvöldi til fyrir utan heimili viðkomandi.“ Helgi segir að miðað við mannfjöldafjölgun á Íslandi séu manndrápsmál enn tiltölulega fá. En hvert þeirra snerti okkur. „Við erum það fá. Þegar við fáum tvö manndráp eins og við fengum núna á örfáum dögum er ekkert skrítið að okkur bregði,“ segir Helgi og að það komi ofan í óvenjulegt þjófnaðarmál í Hamraborginni. Þar var tugum milljóna stolið úr bíl frá Öryggismiðstöðinni. Helgi segir eðlilegt að fólk hugsi með sér þegar slíkt gerist að samfélagið sé einhvern veginn að breytast. Það megi þó hafa í huga að tíðni manndrápa er lægri á Norðurlöndum en í öðrum vestrænum löndum og á meðal Norðurlandanna er Ísland með lága tíðni, eins og Noregur. Finnland tróni á toppnum með fjölda manndrápa. Svíþjóð og Danmörk eru á milli en fleiri í Svíþjóð. Átta manndráp Málin átta sem er vísað til í fréttinni eru þau tvö sem vísað er til að ofan, í Kiðjabergi og á Akureyri. Auk þeirra eru það manndráp barns í Kópavogi í upphafi árs, manndráp karlmanns í Drangahrauni í Hafnafirði þar sem karlmaður varð öðrum karlmanni að bana, manndráp í miðborg Reykjavíkur þar sem karlmaður lést á skemmtistaðnum LÚX í kjölfar líkamsárásar. Svo er það manndráp í Bátavogi þar sem kona myrti tæplega sextugan karlmann, manndráp á Selfossi þar sem ung kona var myrt og svo manndrápsmál í Hafnarfirði þar sem ungmenni réðust að karlmanni og myrtu hann.
Lögreglumál Dómsmál Manndráp í Kiðjabergi Manndráp í Naustahverfi á Akureyri Bítið Tengdar fréttir Íbúar sváfu vært meðan á öllu gekk á jarðhæðinni Íbúar í fjölbýlishúsi í Naustahverfinu á Akureyri þar sem kona fannst látin á fimmta tímanum í nótt virðast flestir hafa sofið á sínu græna eyra í nótt og ekki tekið eftir neinu. Lögregla ætlar að fara fram á gæsluvarðhald yfir karlmanni sem handtekinn var á vettvangi vegna málsins. 22. apríl 2024 15:57 Grunur um manndráp á Akureyri Lögreglan á Akureyri hefur til rannsóknar andlát konu sem fannst látin í íbúðarhúsi á Akureyri í nótt. Einn hefur verið verið handtekinn vegna málsins. 22. apríl 2024 12:20 Lögregla heldur spilunum þétt að sér Lögreglan á Suðurlandi gefur ekkert upp að svo stöddu um manndráp í Kiðjabergi í Grímsnes- og Grafningshreppi um helgina. Rannsókn málsins er í fullum gangi. 22. apríl 2024 10:05 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Innlent Fleiri fréttir „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Sjá meira
Íbúar sváfu vært meðan á öllu gekk á jarðhæðinni Íbúar í fjölbýlishúsi í Naustahverfinu á Akureyri þar sem kona fannst látin á fimmta tímanum í nótt virðast flestir hafa sofið á sínu græna eyra í nótt og ekki tekið eftir neinu. Lögregla ætlar að fara fram á gæsluvarðhald yfir karlmanni sem handtekinn var á vettvangi vegna málsins. 22. apríl 2024 15:57
Grunur um manndráp á Akureyri Lögreglan á Akureyri hefur til rannsóknar andlát konu sem fannst látin í íbúðarhúsi á Akureyri í nótt. Einn hefur verið verið handtekinn vegna málsins. 22. apríl 2024 12:20
Lögregla heldur spilunum þétt að sér Lögreglan á Suðurlandi gefur ekkert upp að svo stöddu um manndráp í Kiðjabergi í Grímsnes- og Grafningshreppi um helgina. Rannsókn málsins er í fullum gangi. 22. apríl 2024 10:05