Útlagar spreyjaðir gylltir Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 25. apríl 2024 16:52 Aðeins stallurinn er enn óspreyjaður. Benedikt Stefánsson Útlagar, stytta Einars Jónssonar myndhöggvara, á horni Suðurgötu og Hringbrautar hefur orðið fyrir óvæntum breytingum. Einhver óprúttinn aðili hefur málað styttuna gyllta með málningu eða spreybrúsa. Benedikt Stefánsson átti leið hjá styttunni og vakti athygli á ástandi hennar. „Það er eins og einhver hafi málað styttuna, sennilega er þetta spreyjað. Nánast öll eða níutíu prósent af henni myndi ég segja. Ég hélt að þetta hefði verið fyrir einhverjum dögum en ég snerti undir höndum mannsins á myndinni þar sem sólin hafði ekki skinið og þá var það enn þá blautt. Það voru engin ummerki, engar spreydósir eða neitt,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, situr í skipulagsráði og menningar-, íþrótta- og tómstundaráði og hann segir engar breytingar á styttunni hafa komið á sitt borð. „Ég hef ekkert heyrt um þetta,“ segir hann. Álfrún Pálsdóttir kynningarstjóri Hönnunarmars staðfestir einnig í samtali við fréttastofu að gjörningurinn sé ekki á þeirra vegum. „En það er greinilega mikil sköpunargleði í gangi í borginni í dag,“ segir Álfrún. Meiriháttar skemmdarverk Sigurður Trausti Truastason, deildarstjóri safneignar og rannsókna hjá Listasafni Reykjavíkur tók ekki eins vel í fréttirnar. Blaðamaður náði sambandi við hann þar sem hann ók á vettvang til að taka út skemmdirnar. „Þetta er skemmdarverk. Mér skilst að þetta hafi gerst í nótt eða í morgun. Í fyrramálið fæ ég forvörð og tæknimenn safnsins til að skoða þetta með mér og við reynum að hreinsa verkið. En þetta er meiriháttar skemmdarverk,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Hann segir viðgerð geta tekið nokkra daga þar sem verkið er stórt. Einnig þarf sérhæft starfsfólk að koma að vinnunni þar sem að um menningarverðmæti sé að ræða. „Við munum tilkynna þetta til lögreglu og þetta verður skoðað í samstarfi við hana,“ segir Sigurður. Tímamótaverk í íslenskri höggmyndagerð Útlagar er höggmynd sem var fyrst sýnd á Charlottenborgarsýningunni í Kaupmannahöfn árið 1901 og segir á síðu Listasafns Reykjavíkur að með verkinu hafi Einar haslað sér völl sem myndhöggvari. Myndefnið sótti hann í útilegumannasögur úr íslenskum þjóðsögum. Verkið sýnir karlmann sem ber líflausa konu á bakinu og barn á handlegg og er áhersla lögð á þreytulegt göngulag mannsins og sorgmætt andlit. „Formrænt séð er verkið natúralískt þar sem lögð er áhersla á að gera öllum atriðum nákvæm skil. Í heild kallar það fram tilfinningaleg viðbrögð áhorfandans og má túlka sem táknmynd einsemdar og útskúfunar þess sem dæmdur hefur verið,“ segir á síðu safnsins. Reykjavík Styttur og útilistaverk Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira
Benedikt Stefánsson átti leið hjá styttunni og vakti athygli á ástandi hennar. „Það er eins og einhver hafi málað styttuna, sennilega er þetta spreyjað. Nánast öll eða níutíu prósent af henni myndi ég segja. Ég hélt að þetta hefði verið fyrir einhverjum dögum en ég snerti undir höndum mannsins á myndinni þar sem sólin hafði ekki skinið og þá var það enn þá blautt. Það voru engin ummerki, engar spreydósir eða neitt,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, situr í skipulagsráði og menningar-, íþrótta- og tómstundaráði og hann segir engar breytingar á styttunni hafa komið á sitt borð. „Ég hef ekkert heyrt um þetta,“ segir hann. Álfrún Pálsdóttir kynningarstjóri Hönnunarmars staðfestir einnig í samtali við fréttastofu að gjörningurinn sé ekki á þeirra vegum. „En það er greinilega mikil sköpunargleði í gangi í borginni í dag,“ segir Álfrún. Meiriháttar skemmdarverk Sigurður Trausti Truastason, deildarstjóri safneignar og rannsókna hjá Listasafni Reykjavíkur tók ekki eins vel í fréttirnar. Blaðamaður náði sambandi við hann þar sem hann ók á vettvang til að taka út skemmdirnar. „Þetta er skemmdarverk. Mér skilst að þetta hafi gerst í nótt eða í morgun. Í fyrramálið fæ ég forvörð og tæknimenn safnsins til að skoða þetta með mér og við reynum að hreinsa verkið. En þetta er meiriháttar skemmdarverk,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Hann segir viðgerð geta tekið nokkra daga þar sem verkið er stórt. Einnig þarf sérhæft starfsfólk að koma að vinnunni þar sem að um menningarverðmæti sé að ræða. „Við munum tilkynna þetta til lögreglu og þetta verður skoðað í samstarfi við hana,“ segir Sigurður. Tímamótaverk í íslenskri höggmyndagerð Útlagar er höggmynd sem var fyrst sýnd á Charlottenborgarsýningunni í Kaupmannahöfn árið 1901 og segir á síðu Listasafns Reykjavíkur að með verkinu hafi Einar haslað sér völl sem myndhöggvari. Myndefnið sótti hann í útilegumannasögur úr íslenskum þjóðsögum. Verkið sýnir karlmann sem ber líflausa konu á bakinu og barn á handlegg og er áhersla lögð á þreytulegt göngulag mannsins og sorgmætt andlit. „Formrænt séð er verkið natúralískt þar sem lögð er áhersla á að gera öllum atriðum nákvæm skil. Í heild kallar það fram tilfinningaleg viðbrögð áhorfandans og má túlka sem táknmynd einsemdar og útskúfunar þess sem dæmdur hefur verið,“ segir á síðu safnsins.
Reykjavík Styttur og útilistaverk Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira