Svik við þjóðina Alfreð Sturla Böðvarsson skrifar 26. apríl 2024 08:00 Ég hef einungis lauslega rennt í gegnum hið 124 blaðsíðna frumvarp Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur, matvælaráðherra Vinstri grænna, um lagareldi, en í greinum og viðtölum sem birst hafa í fjölmiðlum, og í miklum meirihluta hinna 306 athugasemda við frumvarpið í samráðsgátt stjórnvalda, kemur fram afar hörð gagnrýni á þetta frumvarp. Eftir þennan lestur er skoðun mín, og held ég ansi margra, að þetta frumvarp gangi gegn öllum helstu hagsmunum þjóðarinnar. Fyrst ber að nefna fjárhagslega hagsmuni. Eins og bent hefur verið á, innheimta Norðmenn 19 milljarða í gjöld af laxeldisfyrirtækjum með útboði á leyfum til laxeldis í norskum fjörðum. Samkvæmt þessu frumvarpi stendur ekki til að bjóða út leyfin, heldur gefa þau. Maður spyr sig, hvers vegna? Stjórnvöld eiga að bjóða út þessi leyfi, því þannig hámörkum við virði auðlindarinnar. Og stjórnvöldum ber skylda til þess að hámarka virði auðlinda landsins. Að gefa leyfin er ekkert annað en stórkostleg embættisglöp, og svik við ríkissjóð, svik við þjóðina. Það er verið að hlunnfara ríkið, hafa af ríkinu milljarða tekjur, með því að gefa leyfin. Hvers vegna gerir enginn stjórnarþingmaður athugasemd við þessar gjafir matvælaráðherra til norskra laxeldisfyrirtækja? Hvernig hafa þeir samvisku í að þegja þunnu hljóði? Hvar er fjármálaráðherra, sem ber ábyrgð á ríkisfjármálum? Af hverju samþykkir hann að láta hlunnfara ríkiskassann um fleiri milljarða árlega? Af hverju samþykkir ríkisstjórn Íslands það? Það er ekki eins og við gætum ekki notað þessa milljarða, við þurfum að afla þeirra tekna sem við mögulega getum, til þess að fjármagna framkvæmdir ríkisins. Ef það fyndist gull á hálendinu, myndum við gefa erlendum námufyrirtækjum hálendið? Það kæmi aldrei til greina. En það á að gefa aðgang að fjörðum landsins? Kemur ekki greina af minni hálfu. Og held ég nokkurn veginn allra annarra Íslendinga. Það er algjörlega óskiljanlegt hvers vegna stjórnvöld afsala sér þessum tekjum. Svo er það eftirlit með þessum iðnaði. Iðnaðurinn sjálfur á að sjá um það. Bíðum nú aðeins. Það hefur margoft komið í ljós að þessum iðnaði er ekki treystandi til þess að hafa eftirlit með sjálfum sér. Það er nóg að fylgjast aðeins með fréttum til þess að sannfærast um að þetta fyrirkomulag er aldrei að fara að virka. Laxeldisfyrirtækin hafa fyrir löngu síðan fyrirgert rétti sínum til þess að hafa eftirlit með sjálfum sér. Það á að sjálfsögðu að byggja upp öfluga eftirlitsstofnun með hluta af skatttekjum af útboði á laxeldisleyfum, og hún sér um þetta eftirlit. Annað er einfaldlega fásinna. Og gengur freklega gegn hagsmunum okkar, sem verðum að hafa mjög strangt eftirlit með þessum iðnaði. Þetta frumvarp virðist heldur ekkert taka mið af svartri skýrslu Ríkisendurskoðunar frá því í fyrra, og engan lærdóm draga af henni. Engar refsingar eru gerðar við stroki úr kvíum, og allt að 20% af eldislaxi má drepast í kvíum. Villti laxastofninn við landið er einn af okkar auðlindum og það á einfaldlega að heimila norskum laxeldisfyrirtækjum að eyðileggja hann með þessu frumvarpi - algerlega ókeypis. Að síðustu má nefna hagsmuni ferðaþjónustunnar, sem byggir allt sitt á orðspori Íslands sem útvörð óspilltrar og hreinnar náttúru í Evrópu. Sjókvíaeldi er afskaplega mengandi iðnaður og ef hann fær að útbía firði í kringum landið í enn stærri stíl, verður það ekki bara villti laxinn sem mun hverfa, heldur mun lífríkið í fjörðunum líka bíða stóran skaða af. Svo ekki sé talað um orðspor Íslands sem hreint land, fagurt land. Við munum koma í heimsfréttirnar sem landið sem eyddi einum síðasta villta laxastofni heims, og þeir sem að því stóðu þurfa ekki einu sinni að greiða fyrir skemmdarverkið. Þeir mega sóða út eins og þeim sýnist og enginn er að fylgjast með sóðaskapnum, því þeir segjast gera það sjálfir. Orðspor Íslands mun stórskaðast ef þetta frumvarp verður óbreytt að lögum, með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir ferðaþjónustuna. Ég hvet fólk sem er annt um landið okkar að senda inn athugasemdir við frumvarpið á samráðsgátt stjórnvalda, það er hægt að gera það hér: https://island.is/samradsgatt/mal/3625. Aðeins með því að sýna fram á hvað við erum ósátt við þessa ósvinnu getum við reynt að afstýra þeirri eyðileggingu sem felst í þessu frumvarpi. Þessi ríkisstjórn hefur fyrir löngu síðan gert nóg af sér. Þetta frumvarp er ekkert annað en landráð. Höfundur er skattgreiðandi og áhugamaður um ábyrga stjórnarhætti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Sjókvíaeldi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Ég hef einungis lauslega rennt í gegnum hið 124 blaðsíðna frumvarp Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur, matvælaráðherra Vinstri grænna, um lagareldi, en í greinum og viðtölum sem birst hafa í fjölmiðlum, og í miklum meirihluta hinna 306 athugasemda við frumvarpið í samráðsgátt stjórnvalda, kemur fram afar hörð gagnrýni á þetta frumvarp. Eftir þennan lestur er skoðun mín, og held ég ansi margra, að þetta frumvarp gangi gegn öllum helstu hagsmunum þjóðarinnar. Fyrst ber að nefna fjárhagslega hagsmuni. Eins og bent hefur verið á, innheimta Norðmenn 19 milljarða í gjöld af laxeldisfyrirtækjum með útboði á leyfum til laxeldis í norskum fjörðum. Samkvæmt þessu frumvarpi stendur ekki til að bjóða út leyfin, heldur gefa þau. Maður spyr sig, hvers vegna? Stjórnvöld eiga að bjóða út þessi leyfi, því þannig hámörkum við virði auðlindarinnar. Og stjórnvöldum ber skylda til þess að hámarka virði auðlinda landsins. Að gefa leyfin er ekkert annað en stórkostleg embættisglöp, og svik við ríkissjóð, svik við þjóðina. Það er verið að hlunnfara ríkið, hafa af ríkinu milljarða tekjur, með því að gefa leyfin. Hvers vegna gerir enginn stjórnarþingmaður athugasemd við þessar gjafir matvælaráðherra til norskra laxeldisfyrirtækja? Hvernig hafa þeir samvisku í að þegja þunnu hljóði? Hvar er fjármálaráðherra, sem ber ábyrgð á ríkisfjármálum? Af hverju samþykkir hann að láta hlunnfara ríkiskassann um fleiri milljarða árlega? Af hverju samþykkir ríkisstjórn Íslands það? Það er ekki eins og við gætum ekki notað þessa milljarða, við þurfum að afla þeirra tekna sem við mögulega getum, til þess að fjármagna framkvæmdir ríkisins. Ef það fyndist gull á hálendinu, myndum við gefa erlendum námufyrirtækjum hálendið? Það kæmi aldrei til greina. En það á að gefa aðgang að fjörðum landsins? Kemur ekki greina af minni hálfu. Og held ég nokkurn veginn allra annarra Íslendinga. Það er algjörlega óskiljanlegt hvers vegna stjórnvöld afsala sér þessum tekjum. Svo er það eftirlit með þessum iðnaði. Iðnaðurinn sjálfur á að sjá um það. Bíðum nú aðeins. Það hefur margoft komið í ljós að þessum iðnaði er ekki treystandi til þess að hafa eftirlit með sjálfum sér. Það er nóg að fylgjast aðeins með fréttum til þess að sannfærast um að þetta fyrirkomulag er aldrei að fara að virka. Laxeldisfyrirtækin hafa fyrir löngu síðan fyrirgert rétti sínum til þess að hafa eftirlit með sjálfum sér. Það á að sjálfsögðu að byggja upp öfluga eftirlitsstofnun með hluta af skatttekjum af útboði á laxeldisleyfum, og hún sér um þetta eftirlit. Annað er einfaldlega fásinna. Og gengur freklega gegn hagsmunum okkar, sem verðum að hafa mjög strangt eftirlit með þessum iðnaði. Þetta frumvarp virðist heldur ekkert taka mið af svartri skýrslu Ríkisendurskoðunar frá því í fyrra, og engan lærdóm draga af henni. Engar refsingar eru gerðar við stroki úr kvíum, og allt að 20% af eldislaxi má drepast í kvíum. Villti laxastofninn við landið er einn af okkar auðlindum og það á einfaldlega að heimila norskum laxeldisfyrirtækjum að eyðileggja hann með þessu frumvarpi - algerlega ókeypis. Að síðustu má nefna hagsmuni ferðaþjónustunnar, sem byggir allt sitt á orðspori Íslands sem útvörð óspilltrar og hreinnar náttúru í Evrópu. Sjókvíaeldi er afskaplega mengandi iðnaður og ef hann fær að útbía firði í kringum landið í enn stærri stíl, verður það ekki bara villti laxinn sem mun hverfa, heldur mun lífríkið í fjörðunum líka bíða stóran skaða af. Svo ekki sé talað um orðspor Íslands sem hreint land, fagurt land. Við munum koma í heimsfréttirnar sem landið sem eyddi einum síðasta villta laxastofni heims, og þeir sem að því stóðu þurfa ekki einu sinni að greiða fyrir skemmdarverkið. Þeir mega sóða út eins og þeim sýnist og enginn er að fylgjast með sóðaskapnum, því þeir segjast gera það sjálfir. Orðspor Íslands mun stórskaðast ef þetta frumvarp verður óbreytt að lögum, með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir ferðaþjónustuna. Ég hvet fólk sem er annt um landið okkar að senda inn athugasemdir við frumvarpið á samráðsgátt stjórnvalda, það er hægt að gera það hér: https://island.is/samradsgatt/mal/3625. Aðeins með því að sýna fram á hvað við erum ósátt við þessa ósvinnu getum við reynt að afstýra þeirri eyðileggingu sem felst í þessu frumvarpi. Þessi ríkisstjórn hefur fyrir löngu síðan gert nóg af sér. Þetta frumvarp er ekkert annað en landráð. Höfundur er skattgreiðandi og áhugamaður um ábyrga stjórnarhætti.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun