Ný gossprunga geti opnast fyrirvaralaust á næstunni Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 27. apríl 2024 12:30 Benedikt Ófeigsson fagstjóri hjá Veðurstofu Íslands segir kvikusöfnun undir Svartsengi orðna viðlíka og þegar fyrri eldgos hófust. Vísir Ný löng gossprunga getur opnast á hverri stundu og fyrirvaralaust við Sundhnúksgíga að sögn fagstjóra hjá Veðurstofu Íslands. Lögreglan á Suðurnesjum biðlar til fólks að fara ekki fótgangandi að núverandi gosi. Landris undir Svartsengi er nú svipað og hefur verið undanfarin misseri þegar eldgos hafa hafist á svæðinu. Benedikt Ófeigsson fagstjóri aflögunarmælinga á Veðurstofu Íslands segir allt geta gerst. „Það er talsverð óvissa með framhaldið. Landrisið við Svartsengi er komið að þessum hefðbundnu mörkum þegar gos getur hafist. Þá kemur tvennt til greina, nýtt eldgos eða að það sem fyrir er stækki verulega. Það gæti opnast eins til þriggja kílómetra sprunga með nánast engum fyrirvara,“ segir Benedikt. Lögreglan á Suðurnesjum hefur beint til fólks að fara ekki fótgangandi að gosinu vegna yfirvofandi hættu á nýju eldgosi. „Ég veit að fólk hefur verið að stelast til að ganga að eldgosinu en það er ekki skynsamlegt á þessari stundu,“ segir hann. Hann segir nýtt eldgos geta hafist fyrirvaralaust. „Það getur gosið á næstu sólarhringum. Kvikusöfnunin undir Svartsengi er nú tíu milljón rúmmetrar. Áður höfum við séð gos eftir átta til þrettán milljón rúmmetra. Þá er mögulegt að slíkt gos hefjist án nokkurs fyrirvara,“ segir Benedikt. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Sjá meira
Landris undir Svartsengi er nú svipað og hefur verið undanfarin misseri þegar eldgos hafa hafist á svæðinu. Benedikt Ófeigsson fagstjóri aflögunarmælinga á Veðurstofu Íslands segir allt geta gerst. „Það er talsverð óvissa með framhaldið. Landrisið við Svartsengi er komið að þessum hefðbundnu mörkum þegar gos getur hafist. Þá kemur tvennt til greina, nýtt eldgos eða að það sem fyrir er stækki verulega. Það gæti opnast eins til þriggja kílómetra sprunga með nánast engum fyrirvara,“ segir Benedikt. Lögreglan á Suðurnesjum hefur beint til fólks að fara ekki fótgangandi að gosinu vegna yfirvofandi hættu á nýju eldgosi. „Ég veit að fólk hefur verið að stelast til að ganga að eldgosinu en það er ekki skynsamlegt á þessari stundu,“ segir hann. Hann segir nýtt eldgos geta hafist fyrirvaralaust. „Það getur gosið á næstu sólarhringum. Kvikusöfnunin undir Svartsengi er nú tíu milljón rúmmetrar. Áður höfum við séð gos eftir átta til þrettán milljón rúmmetra. Þá er mögulegt að slíkt gos hefjist án nokkurs fyrirvara,“ segir Benedikt.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Sjá meira