Stutt í næsta gos komi til gosloka Bjarki Sigurðsson og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 1. maí 2024 22:01 Magnús Tumi Erlendsson jarðeðlisfræðingur. Vísir/Arnar Enn mælist landris við Svartsengi þrátt fyrir að vísbendingar séu um að hægt hafi á því síðustu daga. Gögn benda til þess að þrýstingur sé að aukast í kvikuhólfinu undir Svartsengi. Jarðeðlisfræðingur segir bæði líkur á nýju gosi ofan í það sem er nú í gangi og goslokum, en í því tilfelli myndi líklegast brátt gjósa aftur. Tvær sviðsmyndir blasa nú fyrir okkur, annað hvort sú að nýtt gos byrji á svipuðum slóðum og gosið sem er í gangi nú þegar, eða þá að að kraftur í því gosi aukist. Bjarki ræddi við Magnús Tuma Erlendsson jarðeðlisfræðing í Kvöldfréttum. „Það sem við erum aðallega að sjá núna er að gosið er orðið mjög lítið. Það hefur dregið vel úr því,“ segir Magnús Tumi og segir gosið nú líkjast endalokum gossins í Litla-Hrúti, sem gekk yfir síðasta sumar. Það gæti því vel lognast út á næstunni. „Önnur sviðsmynd er að þetta vaxi aftur, og fari kraftur í það því það er að safnast kvika þarna undir. Hin myndin er að þetta hætti en þá er sennilega mjög stutt í að það komi upp gos,“ segir Magnús Tumi og að það yrði þá svipað fyrri gosum á svæðinu. Gæti farið að draga til tíðinda þarna á svæðinu? „Það er spurning hvað við köllum að draga til tíðinda. Ef að gosið hættir þá eru það vissulega tíðindi. Og það virðist stefna í það. En þá er, eins og ég segi, dagar og í mesta lagi vikur í að það komi nýtt gos svipað þessu,“ segir Magnús Tumi. Hann segir ekki hægt að segja til um hvort núverandi gos gæti haldið áfram að malla lengur. „Þetta getur líka aukist aftur. Óróinn hefur ekkert minnkað, sem bendir til þess að það er eitthvað mall í gangi. En það er bara óvissa núna og við verðum bara að bíða og sjá.“ Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Sjá meira
Tvær sviðsmyndir blasa nú fyrir okkur, annað hvort sú að nýtt gos byrji á svipuðum slóðum og gosið sem er í gangi nú þegar, eða þá að að kraftur í því gosi aukist. Bjarki ræddi við Magnús Tuma Erlendsson jarðeðlisfræðing í Kvöldfréttum. „Það sem við erum aðallega að sjá núna er að gosið er orðið mjög lítið. Það hefur dregið vel úr því,“ segir Magnús Tumi og segir gosið nú líkjast endalokum gossins í Litla-Hrúti, sem gekk yfir síðasta sumar. Það gæti því vel lognast út á næstunni. „Önnur sviðsmynd er að þetta vaxi aftur, og fari kraftur í það því það er að safnast kvika þarna undir. Hin myndin er að þetta hætti en þá er sennilega mjög stutt í að það komi upp gos,“ segir Magnús Tumi og að það yrði þá svipað fyrri gosum á svæðinu. Gæti farið að draga til tíðinda þarna á svæðinu? „Það er spurning hvað við köllum að draga til tíðinda. Ef að gosið hættir þá eru það vissulega tíðindi. Og það virðist stefna í það. En þá er, eins og ég segi, dagar og í mesta lagi vikur í að það komi nýtt gos svipað þessu,“ segir Magnús Tumi. Hann segir ekki hægt að segja til um hvort núverandi gos gæti haldið áfram að malla lengur. „Þetta getur líka aukist aftur. Óróinn hefur ekkert minnkað, sem bendir til þess að það er eitthvað mall í gangi. En það er bara óvissa núna og við verðum bara að bíða og sjá.“
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Sjá meira