Innlent

Frið­rik skipaður sendi­herra í Pól­landi

Árni Sæberg skrifar
Friðrik Jónsson er sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum.
Friðrik Jónsson er sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum. Vísir/Arnar

Friðrik Jónsson, sendifulltrúi og fyrrverandi formaður BHM, tekur við stöðu sendiherra Íslands í Póllandi þann 1. ágúst næstkomandi.

Þetta staðfestir Friðrik í samtali við Vísi. Hann kveðst spenntur fyrir því að taka við góðu búi í Varsjá af forvera sínum Hannesi Heimissyni. Hannes varð fyrsti sendiherra Íslands í Póllandi þegar sendiráði var komið á laggirnar þar í desember árið 2022.

Friðrik hefur áratugareynslu af utanríkismálum og hefur starfað sem sendifulltrúi á skrifstofu alþjóðapólitískra málefna í utanríkisráðuneytinu síðan hann lét af störfum hjá BHM síðasta vor.

Úkraína heyrir undir sendiráðið

Friðrik segir bæði hann og fjölskyldu hans spennta fyrir flutningum til Póllands. „Þetta leggst mjög vel í okkur, enda er Pólland stórkostlegt land.

Fyrirsvar vegna Úkraínu heyri meðal annars undir sendiráðið og því taki hann við spennandi starfi á áhugaverðum tímum. Hann hafi einkum sinnt málefnum Úkraínu hjá utanríkisráðuneytinu undanfarið.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×