„Virkilega léleg frammistaða heilt á litið“ Siggeir Ævarsson skrifar 2. maí 2024 21:28 Þorleifur Ólafsson var hundfúll með frammistöðu sinna kvenna í kvöld Vísir/Vilhelm Þorleifur Ólafsson var virkilega ósáttur, jafnvel brjálaður, yfir frammistöðu sinna kvenna í kvöld þegar liðið tapaði 66-58 gegn Njarðvík í öðrum leik liðanna í 4-liða úrslitum Subway-deildar kvenna. Njarðvíkingar náðu upp 20 stiga forskoti þegar mest var en sóknarleikur Grindvíkinga var hvorki fugl né fiskur á löngum köflum, þá sérstaklega í 3. leikhluta. „Bara virkilega lélegt sóknarlega, leyfðum þeim að stjórna því sem við vorum að gera. Bara lélegt yfir höfuð.“ Njarðvíkingar héldu veislu í teig Grindavíkur í kvöld, sóttu 19 sóknarfráköst og Isabella Sigurðardóttir skoraði 21 stig. Það var engu líkara en Grindvíkingar hefðu gleymt hvernig á að stíga út. „Það var mjög lélegt. Eins vel og við fráköstuðum síðast þá náðum við ekki að fylgja því eftir núna og þær voru bara grimmari. Á mörgum sviðum. Þegar góðar varnir komu hjá okkur náðu þær að taka sóknarfráköst alltof oft. Bara virkilega léleg frammistaða heilt á litið. Ég var ánægður með kraftinn í restina, einhvern veginn að gefa þessu séns. Við gáfumst ekki upp en það gekk ekkert upp sóknarlega og við þurfum að laga það.“ Þorleifur var ekkert endilega viss um að hans konur gætu byggt á þessu áhlaupi í restina í næsta leik og taldi einsýnt að þær þyrftu að rífa sig í gang nú þegar bakið er komið upp við vegginn fræga. „Selena var náttúrulega út af á þessum tíma og hún er rosalega mikið með boltann. Við svona gengum á lagið og náðum einhverju áhlaupi en það er ekki nóg að koma bara með einhvern kraft í restina og ætlast til að vinna þetta þá. Njarðvík var bara miklu betri í kvöld og ef við ætlum eitthvað að halda okkur inni í þessari úrslitakeppni þurfum við að gjöra svo vel og rífa okkur í gang.“ Körfubolti Subway-deild kvenna UMF Grindavík Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport Fleiri fréttir „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Sjá meira
Njarðvíkingar náðu upp 20 stiga forskoti þegar mest var en sóknarleikur Grindvíkinga var hvorki fugl né fiskur á löngum köflum, þá sérstaklega í 3. leikhluta. „Bara virkilega lélegt sóknarlega, leyfðum þeim að stjórna því sem við vorum að gera. Bara lélegt yfir höfuð.“ Njarðvíkingar héldu veislu í teig Grindavíkur í kvöld, sóttu 19 sóknarfráköst og Isabella Sigurðardóttir skoraði 21 stig. Það var engu líkara en Grindvíkingar hefðu gleymt hvernig á að stíga út. „Það var mjög lélegt. Eins vel og við fráköstuðum síðast þá náðum við ekki að fylgja því eftir núna og þær voru bara grimmari. Á mörgum sviðum. Þegar góðar varnir komu hjá okkur náðu þær að taka sóknarfráköst alltof oft. Bara virkilega léleg frammistaða heilt á litið. Ég var ánægður með kraftinn í restina, einhvern veginn að gefa þessu séns. Við gáfumst ekki upp en það gekk ekkert upp sóknarlega og við þurfum að laga það.“ Þorleifur var ekkert endilega viss um að hans konur gætu byggt á þessu áhlaupi í restina í næsta leik og taldi einsýnt að þær þyrftu að rífa sig í gang nú þegar bakið er komið upp við vegginn fræga. „Selena var náttúrulega út af á þessum tíma og hún er rosalega mikið með boltann. Við svona gengum á lagið og náðum einhverju áhlaupi en það er ekki nóg að koma bara með einhvern kraft í restina og ætlast til að vinna þetta þá. Njarðvík var bara miklu betri í kvöld og ef við ætlum eitthvað að halda okkur inni í þessari úrslitakeppni þurfum við að gjöra svo vel og rífa okkur í gang.“
Körfubolti Subway-deild kvenna UMF Grindavík Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport Fleiri fréttir „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Sjá meira