Manstu ekki eftir mér Sævar Helgi Lárusson skrifar 6. maí 2024 07:01 Ég er á vestur leiðinni, á háheiðinni. Á hundrað og tíu, ég má ekki verða of seinn, orti skáldið hér forðum daga. Þórður heitir hann Árnason, Ragga Gísla samdi svo tónverkið. Í eitt sinn sinnti sérhver einstaklingur fjölmörgum störfum. Flestir stunduðu svokallaðan sjálfsþurftarbúskap, mest allt sem þörf var á til heimilishalds var framleitt á búinu. Einn kostur við það fyrirkomulag var að flestir hlutu góða innsýn inn í velflest störf. Allir vissu hvernig lifrapylsan komst tilbúin í askinn. Frá a til ö, eða kannski er betra að segja frá sæðingu til suðu. Höfðu jafnvel tekið þátt í öllum verkþáttunum. En nú er öldin önnur. Störf verða sérhæfðari með hverju árinu sem líður. Ávinningurinn af þessari þróun er augljós. Framlegð hefur stóraukist. Ókostirnir blasa hins vegar kannski ekki svo vel við. Fyrst um sinn þegar Íslendingar fóru að keyra yfir Hellisheiði þurfti að stoppa áður en lagt var á Kambana og slípa ventla eins og það kallast. Þeir sem það handverk þekkja vita að hér er um að ræða töluvert mikla viðgerð á mótor ökutækis. Það þýddi ekkert í þá daga að gera ráð fyrir að geta ekið, með frábært hár, milli staða á fleygiferð án þess að gera hlé á akstri. Sem betur fer er þetta breytt. Íslendingar hafa haft dug og þor til þess að byggja upp öflugt vegakerfi sem við getum ekið um óhindrað flesta daga ársins. Það má hins vegar ekki gleyma því, að við getum samt sem áður ekki gert ráð fyrir að geta „ávallt“ ekið óhindrað um vegi landsins. Stundum þarf að sinna viðhaldi, það kemur fyrir. Það er mín ósk að þeir einstaklingar sem því sinna þurfi ekki að vera hugrakkar hetjur. Geti bara fyllt í holurnar eða lagað vegriðið án þess að bregða reglulega í brún þegar ekið er framhjá á ógnarhraða, sem, takið eftir, er kannski „bara“ 50, og ökumaðurinn stundum í símanum. Það er vel skiljanlegt að margir ökumenn geri sér illa grein fyrir þeirri hættu sem þeir skapa með því að aka án þess að hægja nægjanlega vel á sér þegar ekið er í gegn um framkvæmdarsvæði. Já, og stundum þarf að stoppa og staldra við í örfáar mínútur. Vegagerðin stendur fyrir morgunfundi þriðjudaginn 7. mars þar sem öryggi við vegavinnu er til umfjöllunar. Vitundarátakið „Aktu varlega, mamma og pabbi vinna hér“ verður kynnt og flutt stutt erindi um reynslu fólks af því að starfa nálægt við þunga umferð. Einnig mun Samgöngustofa kynna forvarnarmyndband um akstur í gegnum vinnusvæði. Ég ber mikla virðingu fyrir Stuðmönnum, en það má ekki vera á hundaraðogtíu, og það má verða of seinn. Nú eða bara gera ráð fyrir smá töfum og leggja fyrr af stað. Komum heil heim. Höfundur er öryggisstjóri Vegagerðarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umferðaröryggi Samgöngur Vegagerð Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Ég er á vestur leiðinni, á háheiðinni. Á hundrað og tíu, ég má ekki verða of seinn, orti skáldið hér forðum daga. Þórður heitir hann Árnason, Ragga Gísla samdi svo tónverkið. Í eitt sinn sinnti sérhver einstaklingur fjölmörgum störfum. Flestir stunduðu svokallaðan sjálfsþurftarbúskap, mest allt sem þörf var á til heimilishalds var framleitt á búinu. Einn kostur við það fyrirkomulag var að flestir hlutu góða innsýn inn í velflest störf. Allir vissu hvernig lifrapylsan komst tilbúin í askinn. Frá a til ö, eða kannski er betra að segja frá sæðingu til suðu. Höfðu jafnvel tekið þátt í öllum verkþáttunum. En nú er öldin önnur. Störf verða sérhæfðari með hverju árinu sem líður. Ávinningurinn af þessari þróun er augljós. Framlegð hefur stóraukist. Ókostirnir blasa hins vegar kannski ekki svo vel við. Fyrst um sinn þegar Íslendingar fóru að keyra yfir Hellisheiði þurfti að stoppa áður en lagt var á Kambana og slípa ventla eins og það kallast. Þeir sem það handverk þekkja vita að hér er um að ræða töluvert mikla viðgerð á mótor ökutækis. Það þýddi ekkert í þá daga að gera ráð fyrir að geta ekið, með frábært hár, milli staða á fleygiferð án þess að gera hlé á akstri. Sem betur fer er þetta breytt. Íslendingar hafa haft dug og þor til þess að byggja upp öflugt vegakerfi sem við getum ekið um óhindrað flesta daga ársins. Það má hins vegar ekki gleyma því, að við getum samt sem áður ekki gert ráð fyrir að geta „ávallt“ ekið óhindrað um vegi landsins. Stundum þarf að sinna viðhaldi, það kemur fyrir. Það er mín ósk að þeir einstaklingar sem því sinna þurfi ekki að vera hugrakkar hetjur. Geti bara fyllt í holurnar eða lagað vegriðið án þess að bregða reglulega í brún þegar ekið er framhjá á ógnarhraða, sem, takið eftir, er kannski „bara“ 50, og ökumaðurinn stundum í símanum. Það er vel skiljanlegt að margir ökumenn geri sér illa grein fyrir þeirri hættu sem þeir skapa með því að aka án þess að hægja nægjanlega vel á sér þegar ekið er í gegn um framkvæmdarsvæði. Já, og stundum þarf að stoppa og staldra við í örfáar mínútur. Vegagerðin stendur fyrir morgunfundi þriðjudaginn 7. mars þar sem öryggi við vegavinnu er til umfjöllunar. Vitundarátakið „Aktu varlega, mamma og pabbi vinna hér“ verður kynnt og flutt stutt erindi um reynslu fólks af því að starfa nálægt við þunga umferð. Einnig mun Samgöngustofa kynna forvarnarmyndband um akstur í gegnum vinnusvæði. Ég ber mikla virðingu fyrir Stuðmönnum, en það má ekki vera á hundaraðogtíu, og það má verða of seinn. Nú eða bara gera ráð fyrir smá töfum og leggja fyrr af stað. Komum heil heim. Höfundur er öryggisstjóri Vegagerðarinnar.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun