„Tveir Víkingar? Ég er bara hissa“ Sindri Sverrisson skrifar 7. maí 2024 14:02 Atli Viðar Björnsson og Baldur Sigurðsson léttir í bragði í Stúkunni í gærkvöld, þar sem farið var yfir úrvalslið þeirra í apríl. Stöð 2 Sport Baldur Sigurðsson og Atli Viðar Björnsson voru ekki alveg sammála þegar kom að valinu á úrvalsliði aprílmánaðar í Bestu deild karla í fótbolta, en þeir kynntu liðin sín í Stúkunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld. Sex leikmenn komust í liðið bæði hjá Baldri og Atla Viðari en þeir voru ósammála um fimm stöður. Þá var Baldur með Arnar Gunnlaugsson sem þjálfara liðsins en Atli Viðar valdi Heimi Guðjónsson. Valið var rætt eftir að 5. umferðinni lauk en sú umferð tilheyrði maímánuði. „Þessi umferð var ekki tekin með sko. Tveir Víkingar? Ég er bara hissa,“ sagði Baldur þegar hann sá liðið hans Atla Viðars sem var með Karl Friðleif Gunnarsson og Danijel Dejan Djuric í sínu liði, sem fulltrúa Víkinga sem fengu fullt hús stiga í apríl. Lið apríl að mati Atla Viðars Björnssonar. Hann valdi Heimi Guðjónsson sem þjálfara.Stöð 2 Sport „Það hefðu sannarlega getað verið fleiri og einhverjir Víkingar geta verið svekktir, en ég fór þá leið að velja leikmenn sem mér fannst hafa staðið upp úr, og líka ekki síst þá sem hafa stigið upp. Við hefðum getað fyllt þetta lið af Víkingum, vissulega,“ sagði Atli Viðar. Gummi Ben benti þá á að oft væri það nú þannig að bestu leikmennirnir, og besta liðið, ætti meiri athygli skilið. Umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Stúkan - Úrvalslið Baldurs og Atla í apríl Baldur var með fjóra Víkinga í sínu liði, sem og þjálfarann, en sá reyndar strax eftir því að hafa ekki valið einn af þeim mönnum sem Atli Viðar valdi. Sá var Benedikt Warén úr Vestra: „Hann var einn af fyrstu mönnum á blað hjá mér. „Match winner“ í báðum leikjunum sem Vestri hefur unnið,“ sagði Atli Viðar. Leikmennirnir sem komust í bæði lið voru þeir Karl Friðleifur Gunnarsson, Kyle McLagan, Björn Daníel Sverrisson, Viktor Karl Einarsson, Jason Daði Svanþórsson og Viktor Jónsson. Liðin og umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan. Besta deild karla Víkingur Reykjavík FH Breiðablik Fram Vestri ÍA Fylkir Stúkan Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Sjá meira
Sex leikmenn komust í liðið bæði hjá Baldri og Atla Viðari en þeir voru ósammála um fimm stöður. Þá var Baldur með Arnar Gunnlaugsson sem þjálfara liðsins en Atli Viðar valdi Heimi Guðjónsson. Valið var rætt eftir að 5. umferðinni lauk en sú umferð tilheyrði maímánuði. „Þessi umferð var ekki tekin með sko. Tveir Víkingar? Ég er bara hissa,“ sagði Baldur þegar hann sá liðið hans Atla Viðars sem var með Karl Friðleif Gunnarsson og Danijel Dejan Djuric í sínu liði, sem fulltrúa Víkinga sem fengu fullt hús stiga í apríl. Lið apríl að mati Atla Viðars Björnssonar. Hann valdi Heimi Guðjónsson sem þjálfara.Stöð 2 Sport „Það hefðu sannarlega getað verið fleiri og einhverjir Víkingar geta verið svekktir, en ég fór þá leið að velja leikmenn sem mér fannst hafa staðið upp úr, og líka ekki síst þá sem hafa stigið upp. Við hefðum getað fyllt þetta lið af Víkingum, vissulega,“ sagði Atli Viðar. Gummi Ben benti þá á að oft væri það nú þannig að bestu leikmennirnir, og besta liðið, ætti meiri athygli skilið. Umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Stúkan - Úrvalslið Baldurs og Atla í apríl Baldur var með fjóra Víkinga í sínu liði, sem og þjálfarann, en sá reyndar strax eftir því að hafa ekki valið einn af þeim mönnum sem Atli Viðar valdi. Sá var Benedikt Warén úr Vestra: „Hann var einn af fyrstu mönnum á blað hjá mér. „Match winner“ í báðum leikjunum sem Vestri hefur unnið,“ sagði Atli Viðar. Leikmennirnir sem komust í bæði lið voru þeir Karl Friðleifur Gunnarsson, Kyle McLagan, Björn Daníel Sverrisson, Viktor Karl Einarsson, Jason Daði Svanþórsson og Viktor Jónsson. Liðin og umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík FH Breiðablik Fram Vestri ÍA Fylkir Stúkan Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Sjá meira