Viltu bjarga heiminum? Samfélagsdrifnar loftslagslausnir Inga Rós Antoníusdóttir skrifar 8. maí 2024 13:01 Loftslagsbreytingar eru stærsta áskorunin sem heimurinn stendur frammi fyrir í dag!Áhrifa þeirra gætir nú þegar á heimsvísu, þvert á lönd og landamæri, og hvetur til brýnna aðgerða þvert á geira og samfélög. Aðlögun að loftslagsbreytingum snýst ekki bara um að draga úr áhrifum þeirra heldur felur í sér fyrirbyggjandi nálgun til að undirbúa og laga sig að núverandi áhrifum þeirra og væntanlegum afleiðingum í framtíðinni. Aðlögunaráætlanir eru allt frá því að byggja upp innviði fyrir sjálfbærari landbúnaðarhætti, efla stjórnun vatnsauðlinda og vernda líffræðilegan fjölbreytileika og er listinn ótæmandi. Hver af þessum aðgerðum hjálpar samfélögum ekki bara að lifa af heldur dafna í ljósi breyttra loftslagsskilyrða. Dagana 22.-25.maí stendur Evrópusambandið fyrir svokölluðu hakkaþoni og lausnakeppni þar sem allir geta tekið þátt í því að skilgreina og koma með tillögur að lausnum á helstu áskorunum tengdum loftslagsbreytingum. Þetta er fyrsta evrópska hakkaþonið fyrir umhverfismál þar sem almenningur og sérfræðingar geta komið saman og almennir borgarar eru ekki aðeins áhorfendur heldur virkir þátttakendur í að búa til lausnir. Besta lausnin fær möguleika á að taka þátt í úrslitakeppninni og vinna vegalega peningaupphæð auk funda með sérfræðingum og fjárfestum til að þróa hugmyndina nánar. Markmiðið er að virkja sameiginlega sérfræðiþekkingu og sköpunargáfu þátttakenda til að takast á við loftslagsbreytingar. Þetta er opið boð til allra sem hafa áhuga á að skipta máli - engin fyrri sérþekking í loftslags vísindum er nauðsynleg. Þátttakendur munu vinna beint með vísindamönnum til að finna nýjar lausnir sem geta hjálpað nærsamfélaginu að laga sig að hinum margvíslegu áhrifum loftslagsbreytinga. Hakkaþonið leggur áherslu á bæði tæknilega og félagslega nýsköpun. Markmiðið er að þróa raunhæfar lausnir sem hægt er að innleiða á staðnum en hafa möguleika á að stækka á heimsvísu. Viðburðurinn snýst ekki bara um að finna tafarlausar lausnir; þetta snýst um að hvetja til bylgju grasrótar framtaks og hvetja til meiri borgaraþátttöku. Hakkaþonið miðar að því að stuðla að dýpri skilningi á loftslagsbreytingum og þeim fjölbreyttu leiðum sem samfélög geta beitt til að laga sig að áskorunum sínum. Þessi nálgun án aðgreiningar getur leitt til sjálfbærari og almennt viðurkenndri lausna, sem á endanum gera samfélög sterkari og betur í stakk búin til að takast á við þær loftslagsbreytingar sem eiga sér stað. Viðburðurinn er opinn öllum og fer fram á netinu dagana 22.-25.maí. Nánari upplýsingar og skráningarform má finna hér: https://eusparks.eu/ Höfundur er ráðgjafi í sjálfbærni og stafrænni þróun í ferðaþjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Inga Rós Antoníusdóttir Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Sjá meira
Loftslagsbreytingar eru stærsta áskorunin sem heimurinn stendur frammi fyrir í dag!Áhrifa þeirra gætir nú þegar á heimsvísu, þvert á lönd og landamæri, og hvetur til brýnna aðgerða þvert á geira og samfélög. Aðlögun að loftslagsbreytingum snýst ekki bara um að draga úr áhrifum þeirra heldur felur í sér fyrirbyggjandi nálgun til að undirbúa og laga sig að núverandi áhrifum þeirra og væntanlegum afleiðingum í framtíðinni. Aðlögunaráætlanir eru allt frá því að byggja upp innviði fyrir sjálfbærari landbúnaðarhætti, efla stjórnun vatnsauðlinda og vernda líffræðilegan fjölbreytileika og er listinn ótæmandi. Hver af þessum aðgerðum hjálpar samfélögum ekki bara að lifa af heldur dafna í ljósi breyttra loftslagsskilyrða. Dagana 22.-25.maí stendur Evrópusambandið fyrir svokölluðu hakkaþoni og lausnakeppni þar sem allir geta tekið þátt í því að skilgreina og koma með tillögur að lausnum á helstu áskorunum tengdum loftslagsbreytingum. Þetta er fyrsta evrópska hakkaþonið fyrir umhverfismál þar sem almenningur og sérfræðingar geta komið saman og almennir borgarar eru ekki aðeins áhorfendur heldur virkir þátttakendur í að búa til lausnir. Besta lausnin fær möguleika á að taka þátt í úrslitakeppninni og vinna vegalega peningaupphæð auk funda með sérfræðingum og fjárfestum til að þróa hugmyndina nánar. Markmiðið er að virkja sameiginlega sérfræðiþekkingu og sköpunargáfu þátttakenda til að takast á við loftslagsbreytingar. Þetta er opið boð til allra sem hafa áhuga á að skipta máli - engin fyrri sérþekking í loftslags vísindum er nauðsynleg. Þátttakendur munu vinna beint með vísindamönnum til að finna nýjar lausnir sem geta hjálpað nærsamfélaginu að laga sig að hinum margvíslegu áhrifum loftslagsbreytinga. Hakkaþonið leggur áherslu á bæði tæknilega og félagslega nýsköpun. Markmiðið er að þróa raunhæfar lausnir sem hægt er að innleiða á staðnum en hafa möguleika á að stækka á heimsvísu. Viðburðurinn snýst ekki bara um að finna tafarlausar lausnir; þetta snýst um að hvetja til bylgju grasrótar framtaks og hvetja til meiri borgaraþátttöku. Hakkaþonið miðar að því að stuðla að dýpri skilningi á loftslagsbreytingum og þeim fjölbreyttu leiðum sem samfélög geta beitt til að laga sig að áskorunum sínum. Þessi nálgun án aðgreiningar getur leitt til sjálfbærari og almennt viðurkenndri lausna, sem á endanum gera samfélög sterkari og betur í stakk búin til að takast á við þær loftslagsbreytingar sem eiga sér stað. Viðburðurinn er opinn öllum og fer fram á netinu dagana 22.-25.maí. Nánari upplýsingar og skráningarform má finna hér: https://eusparks.eu/ Höfundur er ráðgjafi í sjálfbærni og stafrænni þróun í ferðaþjónustu.
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar