Kannabis en ekki kjólar í kassanum Árni Sæberg skrifar 8. maí 2024 12:13 Sendingin var sögð innihalda kvenfatnað. Myndin er úr safni. FilippoBacci/Getty Karlmaður hefur verið dæmdur í fimm mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir tilraun til að flytja inn 4,5 kíló af kannabisefnum. Hann reyndi að koma efnunum til landsins í hraðsendingu sem var merkt kvenfatnaði. Þetta var niðurstaða Héraðsdóms Reykjaness, sem kvað upp dóm í fyrradag. Í dóminum segir að maðurinn hafi verið ákærður fyrir tilraun til fíkniefnalagabrots, með því að hafa staðið að innflutningi á 4.500 grömmum af maríhúana sem flytja átti til landsins í apríl 2023 með pakka frá DHL, en lögregluyfirvöld í Bandaríkjunum hafi fundið efnin við eftirlit og komið þeim áfram til Íslands í hendur lögreglu hér á landi. Þá hafi hann einnig verið ákærður fyrir að hafa haft í vörslum sínum, í sölu og dreifingarskyni, 50,55 grömm af maríhúana. Benti á annan Í dóminum segir að maðurinn hafi neitað sök hvað innflutninginn varðar en játað að hafa haft maríhúana í fórum sínum. Hann hafi sagt hjá lögreglu að hann hafi ekki flutt efnin til landsins. Hann hafi talið efnin tilheyra ónafngreindum manni, sem hafi áður verið tengdur honum. Reikul frjásögn Í niðurstöðukafla dómsins segir að framburður mannsins hjá lögreglu og fyrir dómi hafi verið nokkuð reikull og hann hafi að mati dómsins ekki gefið trúverðuga skýringu á því hvers vegna hann hafi verið skráður sem viðtakandi umræddrar pakkasendingar, sem og þeim fjölmörgu samskiptum sem hafi fundist við rannsókn á símtækjum þeim sem fundust við handtöku mannsins og höfðu meðal annars að geyma upplýsingar og skilaboð sem beinlínis lutu að sendingunni, þar á meðal samskipti við hinn ónafngreindan mann sem hafi haft að geyma ljósmynd af sendingarnúmeri pakkans og ljósrit reiknings vegna póstsendingarinnar. Bendi gögn málsins þvert á móti til þess að maðurinn hafi gert tilraun til innflutnings fíkniefnanna til landsins með pakkasendingu þeirri sem stöðvuð var af bandarískum lögregluyfirvöldum. Í ljósi þessa, sem og annarra gagna málsins, sé það mat dómsins að hafið sé yfir skynsamlegan vafa að maðurinn hafi gerst sekur um tilraun til fíkniefnalagabrots og verði hann því sakfelldur fyrir þá háttsemi sem honum er gefin að sök, það er fyrir tilraun til fíkniefnalagabrots, með því að hafa staðið að innflutningi umræddra fíkniefna sem flytja átti til landsins. Tapar smelluláspokum og þremur símum Sem áður segir var maðurinn dæmdur til fimm mánaða óskilorðsbundinnar fangelsisvistar. Hann var auk þess dæmdur til þess að sæta upptöku á 4.550 grömmum af maríhúana, smelluláspokum, A5 stílabók, ProScale grammavog, Samsung S8 farsíma, bláum Redmi farsíma, bláum Samsung farsíma, NOVA SIM korti, Vodafone SIM korti og One SIM korti, 150.000 krónum, 80 bandaríkjadollurum, 10 breskum pundum og 10 evrum. Þá greiði hann málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns 483.600 krónur. Fíkniefnabrot Dómsmál Pósturinn Smygl Kannabis Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Þetta var niðurstaða Héraðsdóms Reykjaness, sem kvað upp dóm í fyrradag. Í dóminum segir að maðurinn hafi verið ákærður fyrir tilraun til fíkniefnalagabrots, með því að hafa staðið að innflutningi á 4.500 grömmum af maríhúana sem flytja átti til landsins í apríl 2023 með pakka frá DHL, en lögregluyfirvöld í Bandaríkjunum hafi fundið efnin við eftirlit og komið þeim áfram til Íslands í hendur lögreglu hér á landi. Þá hafi hann einnig verið ákærður fyrir að hafa haft í vörslum sínum, í sölu og dreifingarskyni, 50,55 grömm af maríhúana. Benti á annan Í dóminum segir að maðurinn hafi neitað sök hvað innflutninginn varðar en játað að hafa haft maríhúana í fórum sínum. Hann hafi sagt hjá lögreglu að hann hafi ekki flutt efnin til landsins. Hann hafi talið efnin tilheyra ónafngreindum manni, sem hafi áður verið tengdur honum. Reikul frjásögn Í niðurstöðukafla dómsins segir að framburður mannsins hjá lögreglu og fyrir dómi hafi verið nokkuð reikull og hann hafi að mati dómsins ekki gefið trúverðuga skýringu á því hvers vegna hann hafi verið skráður sem viðtakandi umræddrar pakkasendingar, sem og þeim fjölmörgu samskiptum sem hafi fundist við rannsókn á símtækjum þeim sem fundust við handtöku mannsins og höfðu meðal annars að geyma upplýsingar og skilaboð sem beinlínis lutu að sendingunni, þar á meðal samskipti við hinn ónafngreindan mann sem hafi haft að geyma ljósmynd af sendingarnúmeri pakkans og ljósrit reiknings vegna póstsendingarinnar. Bendi gögn málsins þvert á móti til þess að maðurinn hafi gert tilraun til innflutnings fíkniefnanna til landsins með pakkasendingu þeirri sem stöðvuð var af bandarískum lögregluyfirvöldum. Í ljósi þessa, sem og annarra gagna málsins, sé það mat dómsins að hafið sé yfir skynsamlegan vafa að maðurinn hafi gerst sekur um tilraun til fíkniefnalagabrots og verði hann því sakfelldur fyrir þá háttsemi sem honum er gefin að sök, það er fyrir tilraun til fíkniefnalagabrots, með því að hafa staðið að innflutningi umræddra fíkniefna sem flytja átti til landsins. Tapar smelluláspokum og þremur símum Sem áður segir var maðurinn dæmdur til fimm mánaða óskilorðsbundinnar fangelsisvistar. Hann var auk þess dæmdur til þess að sæta upptöku á 4.550 grömmum af maríhúana, smelluláspokum, A5 stílabók, ProScale grammavog, Samsung S8 farsíma, bláum Redmi farsíma, bláum Samsung farsíma, NOVA SIM korti, Vodafone SIM korti og One SIM korti, 150.000 krónum, 80 bandaríkjadollurum, 10 breskum pundum og 10 evrum. Þá greiði hann málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns 483.600 krónur.
Fíkniefnabrot Dómsmál Pósturinn Smygl Kannabis Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira