Dagur til umhugsunar Jón Steindór Valdimarsson skrifar 9. maí 2024 07:31 Níundi maí er merkur dagur sem haldinn er hátíðlegur um alla Evrópu. Níundi maí er Evrópudagurinn en þann dag er á ári hverju minnt á gildi evrópskrar samvinnu og þýðingu fyrir framfarir, frið og mannréttindi í álfunni. Evrópusambandið er helsta birtingarmynd þess hve miklu er hægt að áorka standi þjóðir þétt saman og vinni að sameiginlegum verkefnum sem varða þær allar en hver og ein getur ekki leyst af hendi af eigin rammleik. EES-samningurinn 30 ára Á þetta vorum við minnt í gær þegar Rannís, utanríkisráðuneytið, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið og sendinefnd ESB á Íslandi efndu til uppskeruhátíðar í tilefni af 30 ára afmæli EES-samningsins. Ekki leikur vafi á að sá samningur hefur leitt til mikilla framfara á mörgum sviðum í íslensku þjóð- og efnahagslífi. Tímabært næsta skref Löngu er tímabært fyrir okkur Íslendinga að stíga næsta rökrétta skref í þátttöku í evrópskri samvinnu. Aðild að Evrópusambandinu á að setja á dagskrá af fullri alvöru í umræðu almennings og ekki síður á vettvangi stjórnmálanna. Kannanir hafa ítrekað sýnt að meirihluti landsmanna er jákvæður gagnvart því að taka á þessum málum og fá að tjá sig í þjóðaratkvæðagreiðslu um framhaldið. Sinnuleysi Því miður hafa flestir stjórnmálaflokkar verið sinnulausir um þetta mál, þó á því séu undantekingar. Þeir hafa afgreitt það á þann hátt að aðild að ESB sé ekki lausn á aðsteðjandi brýnum málum og þess vegna ekki staður né stund til þess að taka málið upp. Þessi afstaða er lýsandi dæmi um það sem okkur Íslendinga skortir helst, langtímasýn og fyrirhyggju. Ákvörðun um að hefja viðræður um aðild Íslands að ESB bæri hins vegar vott um hvort tveggja. Hitt er auðvitað vitað að slíkt ferli tekur mörg ár og vanda þarf til verka. Verði sú vegferð aldrei hafin er borin von að leiða málið til farsælla lykta. Krónan og vextirnir Í gær ákvað Seðlabanki Íslands að halda stýrivöxtum óbreyttum í 9,25%. Fjölskyldur og fyrirtæki stynja undan þessari miklu vaxtabyrði sem er fáheyrð í þeim löndum sem við berum okkur saman við. Íslenska ríkið skuldar háar upphæðir, e.t.v. ekki háar miðað við mörg önnur ríki, en vaxtabyrði Íslands er miklu hærri en annarra ríkja. Hér munar tugum og hundruðum milljarða bara í vaxtakostnaði. Ein besta leiðin til þess að vinna bug á þessum vanda til framtíðar er að taka upp evru í stað krónu. Eina skynsamlega leiðin er aðild að ESB og sú ferð tekur mörg ár. Það er framtíðarlausn en ekki skammtímalausn. Erum við ekki búin að fá nóg af skammtímalausnum sem eru dæmdar til þess að mistakast? Evrópuhreyfingin vill langtímalausnir og sért þú þeirrar skoðunar ættir þú að ganga til liðs við okkur og skrá þig á vefslóðinni: www.evropa.is Höfundur er formaður Evrópuhreyfingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Seðlabankinn Evrópusambandið Íslenska krónan Efnahagsmál Jón Steindór Valdimarsson Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Níundi maí er merkur dagur sem haldinn er hátíðlegur um alla Evrópu. Níundi maí er Evrópudagurinn en þann dag er á ári hverju minnt á gildi evrópskrar samvinnu og þýðingu fyrir framfarir, frið og mannréttindi í álfunni. Evrópusambandið er helsta birtingarmynd þess hve miklu er hægt að áorka standi þjóðir þétt saman og vinni að sameiginlegum verkefnum sem varða þær allar en hver og ein getur ekki leyst af hendi af eigin rammleik. EES-samningurinn 30 ára Á þetta vorum við minnt í gær þegar Rannís, utanríkisráðuneytið, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið og sendinefnd ESB á Íslandi efndu til uppskeruhátíðar í tilefni af 30 ára afmæli EES-samningsins. Ekki leikur vafi á að sá samningur hefur leitt til mikilla framfara á mörgum sviðum í íslensku þjóð- og efnahagslífi. Tímabært næsta skref Löngu er tímabært fyrir okkur Íslendinga að stíga næsta rökrétta skref í þátttöku í evrópskri samvinnu. Aðild að Evrópusambandinu á að setja á dagskrá af fullri alvöru í umræðu almennings og ekki síður á vettvangi stjórnmálanna. Kannanir hafa ítrekað sýnt að meirihluti landsmanna er jákvæður gagnvart því að taka á þessum málum og fá að tjá sig í þjóðaratkvæðagreiðslu um framhaldið. Sinnuleysi Því miður hafa flestir stjórnmálaflokkar verið sinnulausir um þetta mál, þó á því séu undantekingar. Þeir hafa afgreitt það á þann hátt að aðild að ESB sé ekki lausn á aðsteðjandi brýnum málum og þess vegna ekki staður né stund til þess að taka málið upp. Þessi afstaða er lýsandi dæmi um það sem okkur Íslendinga skortir helst, langtímasýn og fyrirhyggju. Ákvörðun um að hefja viðræður um aðild Íslands að ESB bæri hins vegar vott um hvort tveggja. Hitt er auðvitað vitað að slíkt ferli tekur mörg ár og vanda þarf til verka. Verði sú vegferð aldrei hafin er borin von að leiða málið til farsælla lykta. Krónan og vextirnir Í gær ákvað Seðlabanki Íslands að halda stýrivöxtum óbreyttum í 9,25%. Fjölskyldur og fyrirtæki stynja undan þessari miklu vaxtabyrði sem er fáheyrð í þeim löndum sem við berum okkur saman við. Íslenska ríkið skuldar háar upphæðir, e.t.v. ekki háar miðað við mörg önnur ríki, en vaxtabyrði Íslands er miklu hærri en annarra ríkja. Hér munar tugum og hundruðum milljarða bara í vaxtakostnaði. Ein besta leiðin til þess að vinna bug á þessum vanda til framtíðar er að taka upp evru í stað krónu. Eina skynsamlega leiðin er aðild að ESB og sú ferð tekur mörg ár. Það er framtíðarlausn en ekki skammtímalausn. Erum við ekki búin að fá nóg af skammtímalausnum sem eru dæmdar til þess að mistakast? Evrópuhreyfingin vill langtímalausnir og sért þú þeirrar skoðunar ættir þú að ganga til liðs við okkur og skrá þig á vefslóðinni: www.evropa.is Höfundur er formaður Evrópuhreyfingarinnar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar