„Þetta var bara sturlað“ Siggeir Ævarsson skrifar 8. maí 2024 21:46 Jóhann Þór hafði ástæðu til að glotta í kvöld (þó svo að myndin hafi reyndar verið tekin í síðasta leik) Vísir/Hulda Margrét Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var mættur í viðtal til Andra Más Eggertssonar eftir stórsigur á Keflavík í kvöld, 96-71. Keflvíkingar sáu eiginlega aldrei til sólar nema kannski rétt í byrjun. Aðspurður hvort þetta hefði verið besti leikurinn í einvíginu sagði Jóhann svo vera. „Að okkar hálfu klárlega. Síðustu fimm í þriðja og fyrstu fimm í fjórða bara geggjaðir. Varnarlega mjög góðir og fengum auðveldar körfur og það var bara góður taktur í þessu. Spiluðum bara mjög vel.“ Grindvíkingar virtust vera hárrétt innstilltir í kvöld, afar skilvirkir á báðum endum vallarins. „Algjörlega. Keflvíkingar taka fjórtán víti í fyrri hálfleik, skora held ég níu körfur utan af velli. Við erum tíu yfir og töluðum um það í hálfleik að halda fætinum á gjöfinni. Það var í raun það sem við lögðum upp með. Við náðum kannski ekki alveg að kýla á þetta strax til að byrja með í seinni. En bara frábær frammistaða heilt yfir í seinni hálfleik. Flottur sláttur á liðinu.“ DeAndre Kane fékk sína fjórðu villu þegar 14 mínútur voru eftir af leiknum og settist á bekknum en það virtist ekki koma Grindvíkingum á nokkurn hátt úr jafnvægi. „Alls ekki. Við bara gerðum virkilega vel á báðum endum. Sáttur með frammistöðuna og fullt af jákvæðum hlutum fyrir sunnudaginn.“ Grindvíkingar hófu fjórða leikhluta á 17-0 áhlaupinu og gerðu þá endanlega út um hann. Jóhann sagði að stemmingin í húsinu hefði átt sinn hlut í frammistöðu kvöldsins. „Varnarlega vorum við bara geggjaðir. Vorum að fá frammistöður allsstaðar frá, Breki, Julio og Arnór komu með flottar varnarframmistöður. Við spiluðum vel og okkur leið vel. Geggjuð stemming í húsinu, „þetta var bara sturlað“, kredit á fólkið sem lét sjá sig og lét vel í sér heyra. Það er eins og við höfum mikið talað um, það vilja allir vera í akkúrat þessu. Ekki bara körfuboltamenn heldur íþróttamenn á Íslandi almennt. Þetta er bara spurning um að njóta.“ Hann var beðinn um að útskýra varnarleikinn betur og svarið var einfalt. Enda er körfubolti einföld íþrótt þegar hlutirnir eru rétt framkvæmdir. „Það er bara orka í okkur. Við erum hreyfanlegir og hjálpum hver öðrum. Ef við höldum okkar við okkar prinsipp þá erum við bara fjandi erfiðir við að eiga. Körfubolti Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Fleiri fréttir Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Sjá meira
Keflvíkingar sáu eiginlega aldrei til sólar nema kannski rétt í byrjun. Aðspurður hvort þetta hefði verið besti leikurinn í einvíginu sagði Jóhann svo vera. „Að okkar hálfu klárlega. Síðustu fimm í þriðja og fyrstu fimm í fjórða bara geggjaðir. Varnarlega mjög góðir og fengum auðveldar körfur og það var bara góður taktur í þessu. Spiluðum bara mjög vel.“ Grindvíkingar virtust vera hárrétt innstilltir í kvöld, afar skilvirkir á báðum endum vallarins. „Algjörlega. Keflvíkingar taka fjórtán víti í fyrri hálfleik, skora held ég níu körfur utan af velli. Við erum tíu yfir og töluðum um það í hálfleik að halda fætinum á gjöfinni. Það var í raun það sem við lögðum upp með. Við náðum kannski ekki alveg að kýla á þetta strax til að byrja með í seinni. En bara frábær frammistaða heilt yfir í seinni hálfleik. Flottur sláttur á liðinu.“ DeAndre Kane fékk sína fjórðu villu þegar 14 mínútur voru eftir af leiknum og settist á bekknum en það virtist ekki koma Grindvíkingum á nokkurn hátt úr jafnvægi. „Alls ekki. Við bara gerðum virkilega vel á báðum endum. Sáttur með frammistöðuna og fullt af jákvæðum hlutum fyrir sunnudaginn.“ Grindvíkingar hófu fjórða leikhluta á 17-0 áhlaupinu og gerðu þá endanlega út um hann. Jóhann sagði að stemmingin í húsinu hefði átt sinn hlut í frammistöðu kvöldsins. „Varnarlega vorum við bara geggjaðir. Vorum að fá frammistöður allsstaðar frá, Breki, Julio og Arnór komu með flottar varnarframmistöður. Við spiluðum vel og okkur leið vel. Geggjuð stemming í húsinu, „þetta var bara sturlað“, kredit á fólkið sem lét sjá sig og lét vel í sér heyra. Það er eins og við höfum mikið talað um, það vilja allir vera í akkúrat þessu. Ekki bara körfuboltamenn heldur íþróttamenn á Íslandi almennt. Þetta er bara spurning um að njóta.“ Hann var beðinn um að útskýra varnarleikinn betur og svarið var einfalt. Enda er körfubolti einföld íþrótt þegar hlutirnir eru rétt framkvæmdir. „Það er bara orka í okkur. Við erum hreyfanlegir og hjálpum hver öðrum. Ef við höldum okkar við okkar prinsipp þá erum við bara fjandi erfiðir við að eiga.
Körfubolti Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Fleiri fréttir Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Sjá meira