Riðulaust Ísland! Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir skrifar 9. maí 2024 12:31 Nú liggur fyrir landsáætlun um riðuveikilaust Ísland sem ég hef birt í samráðgátt. Markar sú mikla vinna sem hefur átt sér stað innan matvælaráðuneytisins vatnaskil í baráttunni við riðuveiki á Íslandi og bind ég miklar vonir við breytta nálgun sem boðuð er í henni. Það er mikið kappsmál fyrir okkur öll, en ekki síst fyrir innlendan landbúnað að við náum tökum á riðuveiki sem hefur um langt skeið valdið harmkvælum í búskap, bæði fyrir menn og dýr. Með þeim áformum sem kynnt eru verða stigin markviss skref í áttina að því að útrýma þessum vágesti og skapa aðstæður til að létta jafnt og þétt íþyngjandi höftum af sauðfjárbændum sem á þeim hafa hvílt í um 80 ár. Samhliða minnka fjárútlát hins opinbera vegna aðgerða, niðurskurðar á fé, greiningu riðusýna og viðhaldi varnargirðinga. Breytt nálgun, bætt heilsa og velferð dýra Til þess að útrýma riðuveiki verður megináhersla lögð á að útrýma veikinni með ræktun fjárstofns sem ber verndandi arfgerðir gegn smitefninu en slíkar aðgerðir eru þegar hafnar. 86% sæðingastyrkja vegna sæðinga á vegum sauðfjársæðingastöðva á síðasta ári runnu til sæðinga með hrútum sem bera verndandi arfgerð gegn riðuveiki svo dæmi séu tekin. Afar mikilvægt er að fjármunir til verkefnisins eru tryggðir. Aðgerðir stjórnvalda gegn riðu verða áhættumiðaðar, stigvaxandi og gerir áætlunin ráð fyrir flokkun á riðubæjum, áhættubæjum og öðrum bæjum í áhættuhólfi. Öllum sauðfjáreigendum verður skylt að rækta gegn riðuveiki í samræmi við markmið landsáætlunar. Gert er ráð fyrir að bætur taki mið af framgangi ræktunar miðað við ræktunarmarkmiðin. Samhliða almennri kröfu um ræktun verndandi arfgerða er krafa um að á riðubæjum verði eingöngu fé sem ber verndandi eða mögulega verndandi arfgerðir. Með þessum aðgerðum má treysta heilbrigði sauðfjár en heilbrigði dýra er lykilþáttur í velferð þeirra. Við höfum af því allan hag að bæta umgengi okkar við dýrin sem við höldum til manneldis, þessi áætlun er varða á þeirri leið og mikið framfaraskref fyrir íslenskan landbúnað! Að endingu Nú er áætlunin komin í samráð. Vandað hefur verið til verka og hefur viðleitni íslenskra bænda til verkefnisins verið jákvæð. Starfshópurinn hefur unnið góða vinnu, en hana leiddi Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir, ásamt þeim Trausta Hjálmarssyni, Eyþóri Einarssyni, Sigurbjörgu Ólöfu Bergsdóttur og Auði Lilji Arnþórsdóttur. Kann ég þeim miklar þakkir fyrir sín störf og vona að áætlunin komist til framkvæmdar hið fyrsta. Höfundur er matvælaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Matvælaframleiðsla Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vinstri græn Dýr Dýraheilbrigði Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Mest lesið Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Sjá meira
Nú liggur fyrir landsáætlun um riðuveikilaust Ísland sem ég hef birt í samráðgátt. Markar sú mikla vinna sem hefur átt sér stað innan matvælaráðuneytisins vatnaskil í baráttunni við riðuveiki á Íslandi og bind ég miklar vonir við breytta nálgun sem boðuð er í henni. Það er mikið kappsmál fyrir okkur öll, en ekki síst fyrir innlendan landbúnað að við náum tökum á riðuveiki sem hefur um langt skeið valdið harmkvælum í búskap, bæði fyrir menn og dýr. Með þeim áformum sem kynnt eru verða stigin markviss skref í áttina að því að útrýma þessum vágesti og skapa aðstæður til að létta jafnt og þétt íþyngjandi höftum af sauðfjárbændum sem á þeim hafa hvílt í um 80 ár. Samhliða minnka fjárútlát hins opinbera vegna aðgerða, niðurskurðar á fé, greiningu riðusýna og viðhaldi varnargirðinga. Breytt nálgun, bætt heilsa og velferð dýra Til þess að útrýma riðuveiki verður megináhersla lögð á að útrýma veikinni með ræktun fjárstofns sem ber verndandi arfgerðir gegn smitefninu en slíkar aðgerðir eru þegar hafnar. 86% sæðingastyrkja vegna sæðinga á vegum sauðfjársæðingastöðva á síðasta ári runnu til sæðinga með hrútum sem bera verndandi arfgerð gegn riðuveiki svo dæmi séu tekin. Afar mikilvægt er að fjármunir til verkefnisins eru tryggðir. Aðgerðir stjórnvalda gegn riðu verða áhættumiðaðar, stigvaxandi og gerir áætlunin ráð fyrir flokkun á riðubæjum, áhættubæjum og öðrum bæjum í áhættuhólfi. Öllum sauðfjáreigendum verður skylt að rækta gegn riðuveiki í samræmi við markmið landsáætlunar. Gert er ráð fyrir að bætur taki mið af framgangi ræktunar miðað við ræktunarmarkmiðin. Samhliða almennri kröfu um ræktun verndandi arfgerða er krafa um að á riðubæjum verði eingöngu fé sem ber verndandi eða mögulega verndandi arfgerðir. Með þessum aðgerðum má treysta heilbrigði sauðfjár en heilbrigði dýra er lykilþáttur í velferð þeirra. Við höfum af því allan hag að bæta umgengi okkar við dýrin sem við höldum til manneldis, þessi áætlun er varða á þeirri leið og mikið framfaraskref fyrir íslenskan landbúnað! Að endingu Nú er áætlunin komin í samráð. Vandað hefur verið til verka og hefur viðleitni íslenskra bænda til verkefnisins verið jákvæð. Starfshópurinn hefur unnið góða vinnu, en hana leiddi Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir, ásamt þeim Trausta Hjálmarssyni, Eyþóri Einarssyni, Sigurbjörgu Ólöfu Bergsdóttur og Auði Lilji Arnþórsdóttur. Kann ég þeim miklar þakkir fyrir sín störf og vona að áætlunin komist til framkvæmdar hið fyrsta. Höfundur er matvælaráðherra.
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar