Fá allir sama orlof? Sigríður Auðunsdóttir skrifar 10. maí 2024 11:31 Frjósemisvandi er eitthvað sem 1 af hverjum 6 pörum glímir við og fer sú tala hækkandi. Fyrir aðra er erfitt að setja sig í stöðu þeirra sem standa í þessum bardaga. Þessi vandi reynir mikið á andlega fyrir fólk en ferlið felur í sér óvissu, streitu og kvíða svo eitthvað sé nefnt. Það er erfitt að fá síendurtekið neikvætt próf, sprauta sig með alls konar hormónum, fara endurtekið í uppsetningu á fósturvísum sem ekki halda sér eða þú missir fóstrið eftir einhverjar vikur jafnvel. Hér á landi er staðan sú að einungis er eitt starfandi fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu sem ekki nær að leysa vanda þeirra sem glíma við flókinn frjósemisvanda. Fólki í þeirri stöðu leitar því út fyrir landsteinana þar sem það vonast til að fá lausn sinna mála. Þetta hefur í för sér með dágóða fjarveru úr vinnu en fjarvera vegna glasameðferðar getur tekið allt upp í 2 vikur. Fyrir þá einstaklinga sem eru í þeirri stöðu að þurfa að taka þessa daga af sumarleyfinu sínu skerðir þetta heilmikið rétt þeirra til orlofs sem fólk sem ekki eru í þessum vanda fær. Veit ég um dæmi þess að einstaklingur hafi þurft að taka 25 daga af orlofinu sínu á 2 ára tímabili til að geta farið í þá vegferð sem fylgir því að reyna að eignast barn. Því eins og kom fram hér fyrr í greininni þarf oft á tíðum meira en eina og fleiri en tvær meðferðir til að ósk fólk um að verða foreldrar verði að veruleika. Það má því spyrja sig, var þetta orlof fyrir manneskjuna? Nei alls ekki því eins og fólk segir sem hefur þurft að ganga í gegnum þetta þá getur vegferðin að barneign orðið kvíðvænleg og tekur gífurlega á andlega. Svo við setjum þetta í betra samhengi, fyrir fólk sem á 30 daga orlof eru 25 dagar á tveimur árum skerðing um u.þ.b. ⅓ af orlofi manneskjunar á hvoru ári og meira fyrir þá sem eiga lágmarks orlof 24 daga á ári. Annað dæmi sem ég veit um er manneskja sem notaði meira en helminginn af orlofi sínu til að fara í meðferðir. Einnig eru dæmi þess að margir þurfi að senda makann einan því þeir geta hvorki tekið meira orlof eða frí frá vinnu eða hreinlega hafa ekki efni á því. Ég skora því á öll stéttarfélög að setja klausuna um 15 daga fjarveru frá vinnu vegna tæknifrjóvgunar í kjarasamninga sína til allir eigi sama rétt á orlofi. Höfundur er stjórnarmaður í Tilveru, samtaka um ófrjósemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Frjósemi Kjaramál Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Frjósemisvandi er eitthvað sem 1 af hverjum 6 pörum glímir við og fer sú tala hækkandi. Fyrir aðra er erfitt að setja sig í stöðu þeirra sem standa í þessum bardaga. Þessi vandi reynir mikið á andlega fyrir fólk en ferlið felur í sér óvissu, streitu og kvíða svo eitthvað sé nefnt. Það er erfitt að fá síendurtekið neikvætt próf, sprauta sig með alls konar hormónum, fara endurtekið í uppsetningu á fósturvísum sem ekki halda sér eða þú missir fóstrið eftir einhverjar vikur jafnvel. Hér á landi er staðan sú að einungis er eitt starfandi fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu sem ekki nær að leysa vanda þeirra sem glíma við flókinn frjósemisvanda. Fólki í þeirri stöðu leitar því út fyrir landsteinana þar sem það vonast til að fá lausn sinna mála. Þetta hefur í för sér með dágóða fjarveru úr vinnu en fjarvera vegna glasameðferðar getur tekið allt upp í 2 vikur. Fyrir þá einstaklinga sem eru í þeirri stöðu að þurfa að taka þessa daga af sumarleyfinu sínu skerðir þetta heilmikið rétt þeirra til orlofs sem fólk sem ekki eru í þessum vanda fær. Veit ég um dæmi þess að einstaklingur hafi þurft að taka 25 daga af orlofinu sínu á 2 ára tímabili til að geta farið í þá vegferð sem fylgir því að reyna að eignast barn. Því eins og kom fram hér fyrr í greininni þarf oft á tíðum meira en eina og fleiri en tvær meðferðir til að ósk fólk um að verða foreldrar verði að veruleika. Það má því spyrja sig, var þetta orlof fyrir manneskjuna? Nei alls ekki því eins og fólk segir sem hefur þurft að ganga í gegnum þetta þá getur vegferðin að barneign orðið kvíðvænleg og tekur gífurlega á andlega. Svo við setjum þetta í betra samhengi, fyrir fólk sem á 30 daga orlof eru 25 dagar á tveimur árum skerðing um u.þ.b. ⅓ af orlofi manneskjunar á hvoru ári og meira fyrir þá sem eiga lágmarks orlof 24 daga á ári. Annað dæmi sem ég veit um er manneskja sem notaði meira en helminginn af orlofi sínu til að fara í meðferðir. Einnig eru dæmi þess að margir þurfi að senda makann einan því þeir geta hvorki tekið meira orlof eða frí frá vinnu eða hreinlega hafa ekki efni á því. Ég skora því á öll stéttarfélög að setja klausuna um 15 daga fjarveru frá vinnu vegna tæknifrjóvgunar í kjarasamninga sína til allir eigi sama rétt á orlofi. Höfundur er stjórnarmaður í Tilveru, samtaka um ófrjósemi.
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar