Skálkaskjól Gunnlaugur Stefánsson skrifar 10. maí 2024 12:31 Núna standa alþingismenn frammi fyrir þeirri spurningu hvort þeir ætli að leyfa opnu sjókvíaeldi að eyða villtum laxastofnum. Þetta er ekki pólitísk spurning, heldur siðræn, fjallar um siðferði gagnvart náttúru og villtum laxastofnum. Hvergi í veröldinni hefur tekist að stunda opið sjókvíaeldi án þess að skaða lífríkið varanlega og eyða villtum laxastofnum. Frumvarpið um lagareldi, sem matvælaráðherra hefur lagt fram á Alþingi og atvinnuveganefnd þingsins fjallar nú um, gengur í raun út frá að norskur og kynþroska lax haldi áfram að sleppa úr kvíum með óhjákvæmilegri erfðablöndum við villtan íslenskan lax, lúsin haldi áfram að herja og sjúkdómar að malla. Opið sjókvíaeldi er afar ófullkomin framleiðslutækni og dýrkeypt fyrir lífríkið. Það staðfestir reynslan. En þetta er ódýrt í uppsetningu og rekstri með von um gríðarlegan skammtímagróða fyrir eigendurna. Þess vegna er ekkert sparað í áróðri og ágengni til að stjórnsýslan og stjórnmálamenn láti óskapnaðinn yfir sig ganga og segjast svo vera að bjarga búsetunni í brothættum byggðum á eldissvæðunum. Það er alveg klárt að í fyllingu tímans mun opna sjókvíaeldið heyra sögunni til. Ef það gerist ekki með upplýstri ákvörðun stjórnmálamanna af virðingu við lífríkið, þá mun íslensk náttúran sjá um það. Veður, hafís, lús, marglytta, hvalur og sjúkdómar gera það auk slysasleppinga sem halda áfram hér eftir sem hingað til. Þá skiptir engu máli hvað skrifað er í lög. Náttúran er ólæs og fer sínu fram. En hvað verður eldið búið að valda miklum skaða og eyða af lífríkinu með alvarlegum afleiðingum fyrir búsetu í landbúnaðarhéruðum okkar? Hvað verður þá um atvinnulífið í brothættum byggðum á eldissvæðum? Eldisiðjan verður fljót að pakka saman og þakkar ekki einu sinni fyrir sig. Horfumst í augu við veruleikann. Opið sjókvíaeldi með norskum og frjóum eldislaxi, sem frumvarp matvælaráðherra ætlar að halda áfam að leyfa, eyðir villtum laxastofnum með erfðablöndum. Þá skiptir engu hvaða óskhyggju menn skrifa í lög til að telja sér trú um að koma í veg fyrir það. Það heitir skálkaskjól. Þess vegna verður sérhver alþingismaður að svara hinni siðrænu spurningu og bera ábyrgð á svarinu: Vil ég fórna íslenskum villtum laxastofnum fyrir opið sjókvíaeldi? Ef einhverjir efast enn, leyfum þá náttúrunni að njóta vafans eins og kveðið er á um í náttúruverndarlögum. Það bjóðast neyðarúrræði. Að eingöngu verði leyfður ófrjór fiskur í opna eldinu til skamms tíma til að koma í veg fyrir erfðablöndun, sett verði hörð viðurlög með leyfissviptingum og sektum þegar út af bregður og gjaldtaka stóraukin og nýtt til atvinnuuppbyggingar á landsbyggðinni. Því verður vart trúað, að Alþingi samþykki í tímaþröng með valdi meirihlutans stórgallað frumvarp sem ætlar að leyfa áfram opið sjókvíaeldi með frjóan norskan lax og í bullandi ágreiningi við þjóðina. Eða verður það forseti Íslands sem leyfir þjóðinni að kveða upp sinn úrskurð? Höfundur er fyrrverandi alþingismaður, formaður Náttúrufélagsins Laxinn lifi og í stjórn Landssambands Veiðifélaga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnlaugur Stefánsson Sjókvíaeldi Fiskeldi Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Núna standa alþingismenn frammi fyrir þeirri spurningu hvort þeir ætli að leyfa opnu sjókvíaeldi að eyða villtum laxastofnum. Þetta er ekki pólitísk spurning, heldur siðræn, fjallar um siðferði gagnvart náttúru og villtum laxastofnum. Hvergi í veröldinni hefur tekist að stunda opið sjókvíaeldi án þess að skaða lífríkið varanlega og eyða villtum laxastofnum. Frumvarpið um lagareldi, sem matvælaráðherra hefur lagt fram á Alþingi og atvinnuveganefnd þingsins fjallar nú um, gengur í raun út frá að norskur og kynþroska lax haldi áfram að sleppa úr kvíum með óhjákvæmilegri erfðablöndum við villtan íslenskan lax, lúsin haldi áfram að herja og sjúkdómar að malla. Opið sjókvíaeldi er afar ófullkomin framleiðslutækni og dýrkeypt fyrir lífríkið. Það staðfestir reynslan. En þetta er ódýrt í uppsetningu og rekstri með von um gríðarlegan skammtímagróða fyrir eigendurna. Þess vegna er ekkert sparað í áróðri og ágengni til að stjórnsýslan og stjórnmálamenn láti óskapnaðinn yfir sig ganga og segjast svo vera að bjarga búsetunni í brothættum byggðum á eldissvæðunum. Það er alveg klárt að í fyllingu tímans mun opna sjókvíaeldið heyra sögunni til. Ef það gerist ekki með upplýstri ákvörðun stjórnmálamanna af virðingu við lífríkið, þá mun íslensk náttúran sjá um það. Veður, hafís, lús, marglytta, hvalur og sjúkdómar gera það auk slysasleppinga sem halda áfram hér eftir sem hingað til. Þá skiptir engu máli hvað skrifað er í lög. Náttúran er ólæs og fer sínu fram. En hvað verður eldið búið að valda miklum skaða og eyða af lífríkinu með alvarlegum afleiðingum fyrir búsetu í landbúnaðarhéruðum okkar? Hvað verður þá um atvinnulífið í brothættum byggðum á eldissvæðum? Eldisiðjan verður fljót að pakka saman og þakkar ekki einu sinni fyrir sig. Horfumst í augu við veruleikann. Opið sjókvíaeldi með norskum og frjóum eldislaxi, sem frumvarp matvælaráðherra ætlar að halda áfam að leyfa, eyðir villtum laxastofnum með erfðablöndum. Þá skiptir engu hvaða óskhyggju menn skrifa í lög til að telja sér trú um að koma í veg fyrir það. Það heitir skálkaskjól. Þess vegna verður sérhver alþingismaður að svara hinni siðrænu spurningu og bera ábyrgð á svarinu: Vil ég fórna íslenskum villtum laxastofnum fyrir opið sjókvíaeldi? Ef einhverjir efast enn, leyfum þá náttúrunni að njóta vafans eins og kveðið er á um í náttúruverndarlögum. Það bjóðast neyðarúrræði. Að eingöngu verði leyfður ófrjór fiskur í opna eldinu til skamms tíma til að koma í veg fyrir erfðablöndun, sett verði hörð viðurlög með leyfissviptingum og sektum þegar út af bregður og gjaldtaka stóraukin og nýtt til atvinnuuppbyggingar á landsbyggðinni. Því verður vart trúað, að Alþingi samþykki í tímaþröng með valdi meirihlutans stórgallað frumvarp sem ætlar að leyfa áfram opið sjókvíaeldi með frjóan norskan lax og í bullandi ágreiningi við þjóðina. Eða verður það forseti Íslands sem leyfir þjóðinni að kveða upp sinn úrskurð? Höfundur er fyrrverandi alþingismaður, formaður Náttúrufélagsins Laxinn lifi og í stjórn Landssambands Veiðifélaga.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun