Ísland greiddi atkvæði með auknum rétti Palestínu hjá SÞ Kjartan Kjartansson skrifar 10. maí 2024 17:53 Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, í ræðustól á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna árið 2022. AP/Julia Nikhinson Fulltrúi Íslands greiddi atkvæði með aukinni þátttöku Palestínu í störfum allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna í atkvæðagreiðslu þar í dag. Tillagan var samþykkt en Bandaríkin voru eitt níu ríkja sem greiddi atkvæði gegn henni. Niðurstaðan þýðir að fulltrúar Palestínu geta tekið þátt í störfum allsherjarþingsins til jafns við fullgildra aðildarþjóða Sameinuðu þjóðanna. Palestína hefur stöðu áheyrnarríkis þar. Ályktunin var samþykkt með 143 atkvæðum gegn níu en tuttugu og fimm ríki sátu hjá. Aukinn meirihluta þurfti til að samþykkja ályktunina. Jafnframt leggur allsherjarþingið þar til við öryggisráðið að það taki umsókn Palestínu um fulla aðild aftur til skoðunar með jákvæðum hug. Bandaríkin beittu neitunarvaldi gegn slíkri ályktun í síðasta mánuði. Bandaríkin, Kína og Rússland eru öll sögð hafa beitt þrýstingi til þess að fá ályktuninni sem var á endanum samþykkt breytt frá upphaflegum drögum. AP-fréttastofan segir að Rússar og Kínverjar, sem eru einhver ötulustu stuðningsríki aðildar Palestínu, hafi óttast að ályktunin hefði sett fordæmi fyrir aukin réttindi annarra ríkja eins og Taívan og Kósovó. Þannig var fellt niður ákvæði úr ályktunina um að Palestína „standi jöfnum fæti á við aðildarríkin“. Þess í stað ákveði allsherjarþingið að veita Palestínu ákveðin réttindi sem undantekningu og án þess að setja frekara fordæmi. Jörundur Valtýsson, fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum, ítrekaði ákall um að Hamas og Ísrael semji um og framfylgi vopnahléi þegar hann gerði grein fyrir atkvæði Íslands á allsherjarþinginu í dag. Framfylgja yrði bráðabirgðaráðstöfunum Alþjóðadómstólsins í Haag og ályktunum öryggisráðsins. Tveggja ríkja lausn væri eina leiðin til friðar. Fréttin hefur verið uppfærð. Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Palestína Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira
Niðurstaðan þýðir að fulltrúar Palestínu geta tekið þátt í störfum allsherjarþingsins til jafns við fullgildra aðildarþjóða Sameinuðu þjóðanna. Palestína hefur stöðu áheyrnarríkis þar. Ályktunin var samþykkt með 143 atkvæðum gegn níu en tuttugu og fimm ríki sátu hjá. Aukinn meirihluta þurfti til að samþykkja ályktunina. Jafnframt leggur allsherjarþingið þar til við öryggisráðið að það taki umsókn Palestínu um fulla aðild aftur til skoðunar með jákvæðum hug. Bandaríkin beittu neitunarvaldi gegn slíkri ályktun í síðasta mánuði. Bandaríkin, Kína og Rússland eru öll sögð hafa beitt þrýstingi til þess að fá ályktuninni sem var á endanum samþykkt breytt frá upphaflegum drögum. AP-fréttastofan segir að Rússar og Kínverjar, sem eru einhver ötulustu stuðningsríki aðildar Palestínu, hafi óttast að ályktunin hefði sett fordæmi fyrir aukin réttindi annarra ríkja eins og Taívan og Kósovó. Þannig var fellt niður ákvæði úr ályktunina um að Palestína „standi jöfnum fæti á við aðildarríkin“. Þess í stað ákveði allsherjarþingið að veita Palestínu ákveðin réttindi sem undantekningu og án þess að setja frekara fordæmi. Jörundur Valtýsson, fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum, ítrekaði ákall um að Hamas og Ísrael semji um og framfylgi vopnahléi þegar hann gerði grein fyrir atkvæði Íslands á allsherjarþinginu í dag. Framfylgja yrði bráðabirgðaráðstöfunum Alþjóðadómstólsins í Haag og ályktunum öryggisráðsins. Tveggja ríkja lausn væri eina leiðin til friðar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Palestína Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira