Sáu ekki andlit huldumanns sem þeir telja vera Pétur Jökul Jón Þór Stefánsson skrifar 13. maí 2024 22:02 Hæstiréttur taldi ekki ástæðu til að láta dómara Landsréttar víkja í máli Péturs Jökulls Jónassonar. Pétur Jökull Jónasson neitar sök í stóra kókaínmálinu svokallaða. Hann vill ekki tjá sig um gögn lögreglu í málinu sem varða til dæmis staðsetningar á farsímum, ferðalög milli landa, tengsl hans við aðra sakborninga. Hann hefur þó gefið einhverjar skýringar á dvöl sinni í Brasilíu, en hann var þar á sama tíma og gámur sem innihélt tæplega hundrað kíló af kókaíni fór frá landinu til Íslands. Þessar skýringar Péturs eru ótrúverðugar að mati lögreglu. Sagðist fá óréttláta málsmeðferð Þetta kemur fram í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur sem hefur verið birtur samhliða úrskurði Landsréttar og dómi Hæstaréttar í málinu. Héraðsdómsúrskurðurinn varðar gæsluvarðhald á hendur Pétri. Hann krafðist þess að dómarar í Landsrétti myndu víkja í málinu en þeir féllust ekki á það og heldur ekki kollegar þeirra í Hæstarétti. Pétur vildi meina að hann hafi ekki fengið réttláta málsmeðferð þar sem að dómararnir hefðu ranglega fullyrt að samantekt á framburði eins vitnis hefði ekki legið fyrir í málinu. Í dómi Landsréttar segir þó að það sé rangt, samantektin hafi legið fyrir. Hæstiréttur staðfesti þá niðurstöðu í dómi sínum. Fram kemur í gögnum málsins að Pétur telji nýlega skýrslu af vitninu varpa nýju ljósi á málið. Telja Pétur Jökul huldumanninn Stóra kókaínmálið varðar innflutning á rúmlega 99 kílóum af kókaíni frá Brasilíu árið 2022. Efnin voru falin í timbursendingu en uppgötvuðust áður en þau komu til landsins og því var þeim skipt út fyrir gerviefni. Fjórir menn voru ákærðir í málinu og dæmdir í héraðsdómi í fyrra. Landsréttur staðfesti dóminn en mildaði refsingu mannanna. Þeir fengu á bilinu fimm til níu ára fangelsisdóma. Lögreglan taldi þó ljóst að fimmti einstaklingurinn væri viðriðinn málið, og grunar að Pétur Jökull sé sá maður. Miðað við lýsingu í úrskurði héraðsdóms hafði lögreglunni grunað það í nokkurn tíma. Til að mynda segir að lýsing eins þessara fjögurra sakborninga á huldumanninum hafi passað við Pétur. Þá skoðaði lögregla flugferðir hans, bæði frá Íslandi og til Brasilíu, og það virðist hafa styrkt grun hennar. Sáu ekki andlitið í myndbandsupptöku Sakborningurinn greindi einnig frá því að hann sjálfur og huldumaðurinn hefðu hist nokkrum sinnum í miðbæ Reykjavíkur. Lögregla leitaði í myndbandsupptökum úr öryggismyndavélum á svæðinu og sáu hvar sakborningurinn hitti huldumanninn. Ekki sást í andlit huldumannsins, en þrátt fyrir það er fullyrt að þetta hafi rennt stoðum undir framburð sakborningsins. Þá gerði lögregla samanburð á staðsetningu síma Péturs Jökuls og á síma sem sakborningurinn taldi vera í eigu huldumannsins. Þessi samanburður leiddi í ljós að símarnir fóru úr landi á sama síma. Opnaði Instagram sama dag og lögreglan hafði samband Í október 2022 náði lögregla að hafa samband við Pétur Jökul og skoraði á hann að koma til landsins vegna rannsóknar málsins, en hann sinnti því ekki. Fram kemur að sama dag og lögreglan hafði samband við Pétur hafi hann opnað Instagram-reikning sinn, sem áður hafði verið læstur utanaðkomandi notendum. Þá kom það í ljós hjá lögreglu hvar hann væri staddur. Í kjölfarið gaf Héraðsdómur Reykjavíkur út handtökuskipun á hendur Pétri og lýst eftir honum alþjóðlega og þar að auki var evrópsk handtökuskipun gefin út. Lögreglan var í samstarfi við erlend lögregluyfirvöld við það að hafa hendur í hári Péturs, en án árangurs. Það var síðan í febrúar á þessu ári sem alþjóðleg eftirlýsing var birt opinberlega á vef Interpol. Í kjölfarið setti Pétur sig í samband við lögreglu í gegnum lögmann sinn. Hann óskaði eftir að geta komist beint til landsins svo hann yrði ekki handtekinn á ótilgreindum stað. Í úrskurði héraðsdóms segir að lögreglan hafi hlutast til um að greiða götu Péturs við komuna til Íslands. Pétur Jökull kom aftur á klakann þann 27. febrúar síðastliðinn og var handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald við komuna. Gangi Pétur laus muni það valda hneykslun Síðan hefur hann sætt gæsluvarðhaldi. Hann er grunaður um fíkniefnalagabrot sem geta varðað tíu ára fangelsi. Í greinagerð lögreglunnar segir að ef maður sem er grunaður um eins alvarlegt brot og Pétur gangi laus muni það valda hneykslun í samfélaginu og særa réttarvitund almennings. Dómsmál Dómstólar Stóra kókaínmálið 2022 Fíkniefnabrot Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Hann hefur þó gefið einhverjar skýringar á dvöl sinni í Brasilíu, en hann var þar á sama tíma og gámur sem innihélt tæplega hundrað kíló af kókaíni fór frá landinu til Íslands. Þessar skýringar Péturs eru ótrúverðugar að mati lögreglu. Sagðist fá óréttláta málsmeðferð Þetta kemur fram í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur sem hefur verið birtur samhliða úrskurði Landsréttar og dómi Hæstaréttar í málinu. Héraðsdómsúrskurðurinn varðar gæsluvarðhald á hendur Pétri. Hann krafðist þess að dómarar í Landsrétti myndu víkja í málinu en þeir féllust ekki á það og heldur ekki kollegar þeirra í Hæstarétti. Pétur vildi meina að hann hafi ekki fengið réttláta málsmeðferð þar sem að dómararnir hefðu ranglega fullyrt að samantekt á framburði eins vitnis hefði ekki legið fyrir í málinu. Í dómi Landsréttar segir þó að það sé rangt, samantektin hafi legið fyrir. Hæstiréttur staðfesti þá niðurstöðu í dómi sínum. Fram kemur í gögnum málsins að Pétur telji nýlega skýrslu af vitninu varpa nýju ljósi á málið. Telja Pétur Jökul huldumanninn Stóra kókaínmálið varðar innflutning á rúmlega 99 kílóum af kókaíni frá Brasilíu árið 2022. Efnin voru falin í timbursendingu en uppgötvuðust áður en þau komu til landsins og því var þeim skipt út fyrir gerviefni. Fjórir menn voru ákærðir í málinu og dæmdir í héraðsdómi í fyrra. Landsréttur staðfesti dóminn en mildaði refsingu mannanna. Þeir fengu á bilinu fimm til níu ára fangelsisdóma. Lögreglan taldi þó ljóst að fimmti einstaklingurinn væri viðriðinn málið, og grunar að Pétur Jökull sé sá maður. Miðað við lýsingu í úrskurði héraðsdóms hafði lögreglunni grunað það í nokkurn tíma. Til að mynda segir að lýsing eins þessara fjögurra sakborninga á huldumanninum hafi passað við Pétur. Þá skoðaði lögregla flugferðir hans, bæði frá Íslandi og til Brasilíu, og það virðist hafa styrkt grun hennar. Sáu ekki andlitið í myndbandsupptöku Sakborningurinn greindi einnig frá því að hann sjálfur og huldumaðurinn hefðu hist nokkrum sinnum í miðbæ Reykjavíkur. Lögregla leitaði í myndbandsupptökum úr öryggismyndavélum á svæðinu og sáu hvar sakborningurinn hitti huldumanninn. Ekki sást í andlit huldumannsins, en þrátt fyrir það er fullyrt að þetta hafi rennt stoðum undir framburð sakborningsins. Þá gerði lögregla samanburð á staðsetningu síma Péturs Jökuls og á síma sem sakborningurinn taldi vera í eigu huldumannsins. Þessi samanburður leiddi í ljós að símarnir fóru úr landi á sama síma. Opnaði Instagram sama dag og lögreglan hafði samband Í október 2022 náði lögregla að hafa samband við Pétur Jökul og skoraði á hann að koma til landsins vegna rannsóknar málsins, en hann sinnti því ekki. Fram kemur að sama dag og lögreglan hafði samband við Pétur hafi hann opnað Instagram-reikning sinn, sem áður hafði verið læstur utanaðkomandi notendum. Þá kom það í ljós hjá lögreglu hvar hann væri staddur. Í kjölfarið gaf Héraðsdómur Reykjavíkur út handtökuskipun á hendur Pétri og lýst eftir honum alþjóðlega og þar að auki var evrópsk handtökuskipun gefin út. Lögreglan var í samstarfi við erlend lögregluyfirvöld við það að hafa hendur í hári Péturs, en án árangurs. Það var síðan í febrúar á þessu ári sem alþjóðleg eftirlýsing var birt opinberlega á vef Interpol. Í kjölfarið setti Pétur sig í samband við lögreglu í gegnum lögmann sinn. Hann óskaði eftir að geta komist beint til landsins svo hann yrði ekki handtekinn á ótilgreindum stað. Í úrskurði héraðsdóms segir að lögreglan hafi hlutast til um að greiða götu Péturs við komuna til Íslands. Pétur Jökull kom aftur á klakann þann 27. febrúar síðastliðinn og var handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald við komuna. Gangi Pétur laus muni það valda hneykslun Síðan hefur hann sætt gæsluvarðhaldi. Hann er grunaður um fíkniefnalagabrot sem geta varðað tíu ára fangelsi. Í greinagerð lögreglunnar segir að ef maður sem er grunaður um eins alvarlegt brot og Pétur gangi laus muni það valda hneykslun í samfélaginu og særa réttarvitund almennings.
Dómsmál Dómstólar Stóra kókaínmálið 2022 Fíkniefnabrot Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira