Starfsgetumat gæti kostað líf Svanberg Hreinsson skrifar 14. maí 2024 10:01 Við öryrkjar höfum lengi óttast það að sitjandi ríkisstjórn framkvæmi hótanir sínar um að innleiða starfsgetumat. Nú liggur fyrir að félags- og vinnumarkaðsráherra, formaður Vinstri grænna, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, ætlar að þvinga í gegnum þingið frumvarpi um endurskoðun örorku almannatrygginga sem inniheldur starfsgetumat. Formaður Flokks fólksins, Inga Sæland, tók til máls um þau mál í þinginu 10. apríl síðast liðinn og sagði: „þá skora ég á alla þingmenn, ekki síst hæstv. ráðherra, að sjá myndina I, Daniel Blake, sem segir til um afleiðingar þess að innleiða starfsgetumat í Bretlandi. Í kjölfar innleiðingar starfsgetumats í Bretlandi sviptu um 4.000 einstaklingar sig lífi. Þessi mynd, segir í raun og veru allt sem segja þarf um þær embættisfærslur sem eru fyrirhugaðar frá hæstv. félagsmálaráðherra, um þá aðför sem hann hefur í huga gagnvart fötluðu fólki á Íslandi í dag.“ Á meðan Inga ræddi um stóraukinn fjölda sjálfsvíga meðal öryrkja og fatlaðra í Bretlandi eftir að þeir voru dæmdir vinnufærir í nýju starfsgetumati sem innleitt var þar í landi, sátu nývígður forsætisráðherra Bjarni Benediktsson og félags- og vinnumarkaðsráðherra Guðmundur Ingi Guðbrandsson fyrir aftan hana á ráðherrabekknum. Ekki virtust þeir taka áhyggjur Ingu Sæland alvarlega, þar sem þeir voru bókstaflega hlæjandi á meðan hún talaði. Vanvirðingin sem þessi ríkisstjórn sýnir öryrkjum er hömlulaus. Þrátt fyrir viðbrögð ráðherranna, er þessi umræða mjög brýn þar sem nú liggur fyrir frumvarp á Alþingi um umfangsmiklar breytingar á almannatryggingakerfinu á Íslandi, sem leggur ríka áherslu á starfsgetumat, svipað því sem innleitt var í Bretlandi. Ef við öryrkjar viljum komast hjá því að upplifa það sama óréttlæti og við höfum séð í Bretlandi þurfum við að láta heyra í okkur og að sjálfsögu kjósa rétt. Fólkið fyrst, svo allt hitt! Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flokkur fólksins Alþingi Vinnumarkaður Félagsmál Svanberg Hreinsson Mest lesið 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Sjá meira
Við öryrkjar höfum lengi óttast það að sitjandi ríkisstjórn framkvæmi hótanir sínar um að innleiða starfsgetumat. Nú liggur fyrir að félags- og vinnumarkaðsráherra, formaður Vinstri grænna, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, ætlar að þvinga í gegnum þingið frumvarpi um endurskoðun örorku almannatrygginga sem inniheldur starfsgetumat. Formaður Flokks fólksins, Inga Sæland, tók til máls um þau mál í þinginu 10. apríl síðast liðinn og sagði: „þá skora ég á alla þingmenn, ekki síst hæstv. ráðherra, að sjá myndina I, Daniel Blake, sem segir til um afleiðingar þess að innleiða starfsgetumat í Bretlandi. Í kjölfar innleiðingar starfsgetumats í Bretlandi sviptu um 4.000 einstaklingar sig lífi. Þessi mynd, segir í raun og veru allt sem segja þarf um þær embættisfærslur sem eru fyrirhugaðar frá hæstv. félagsmálaráðherra, um þá aðför sem hann hefur í huga gagnvart fötluðu fólki á Íslandi í dag.“ Á meðan Inga ræddi um stóraukinn fjölda sjálfsvíga meðal öryrkja og fatlaðra í Bretlandi eftir að þeir voru dæmdir vinnufærir í nýju starfsgetumati sem innleitt var þar í landi, sátu nývígður forsætisráðherra Bjarni Benediktsson og félags- og vinnumarkaðsráðherra Guðmundur Ingi Guðbrandsson fyrir aftan hana á ráðherrabekknum. Ekki virtust þeir taka áhyggjur Ingu Sæland alvarlega, þar sem þeir voru bókstaflega hlæjandi á meðan hún talaði. Vanvirðingin sem þessi ríkisstjórn sýnir öryrkjum er hömlulaus. Þrátt fyrir viðbrögð ráðherranna, er þessi umræða mjög brýn þar sem nú liggur fyrir frumvarp á Alþingi um umfangsmiklar breytingar á almannatryggingakerfinu á Íslandi, sem leggur ríka áherslu á starfsgetumat, svipað því sem innleitt var í Bretlandi. Ef við öryrkjar viljum komast hjá því að upplifa það sama óréttlæti og við höfum séð í Bretlandi þurfum við að láta heyra í okkur og að sjálfsögu kjósa rétt. Fólkið fyrst, svo allt hitt! Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar