Ríkisbáknið fyrir sig Gunnlaugur Stefánsson skrifar 14. maí 2024 13:31 Ríkisbáknið þenst út. Kerfishyggjan er svo alræmd og inngróin í stofnanir ríkisins, að þar gildir eitt markmið: Að vaxa og stækka, viðhalda sjálfri sér í sínum ranni. Um það vitnar t.d. fréttaflutningur fjölmiðla, þar sem fyrstu fréttir fjalla gjarnan um neyðarástand og ekkert geti bjargað nema að viðkomandi stofnun fái meira skattfé. Stundum á frétt við rök að styðjast, sérstaklega þegar í hlut á stofnun sem er að þjóna þeim sem minnst mega sín. Því miður er það frekar undantekning frá reglunni. Nú fjallar Alþingi um frumvarp sem ætlar að leyfa áfram opið sjókvíaeldi með norskan kynþroska lax, þó fyrir liggi að það muni útrýma villtum laxastofnum. Opið sjókvíaeldi hefur hvergi verið stundað í veröldinni án þess að gera það og reynslan á Íslandi stefnir óðfluga að því. Þetta vita sérfræðingar, t.d. á Hafrannsóknarstofnun og Matvælastofnun. En þær þegja báðar um það, heldur mæra eldisfrumvarpið og telja það til bóta. Er ástæðan sú, að þeim er lofað umtalsvert hærri fjárframlögum í frumvarpinu til að þjóna eldinu, fjölga starfsfólki, vaxa og eflast? Er verið að rýra trúverðugleika faglegrar þjónustu og ráðgjafar til þess að stofnanir geti gert það sem kerfum er nú kærast, að fá meira skattfé til að stækka? Samkvæmt nýjum útreikningum Hafrannsóknarstofnunar eru villtir íslenskir hryggningarlaxar tuttugu þúsund talsins. Hingað til hafa þeir verið taldir um 50 þúsund. Þetta heitir hrun. Á sama tíma gerir Hafrannsóknarstofnun ráð fyrir því í áhættumati sínu að 80 þúsund eldisfiskar geti sloppið úr eldiskvíum á ári. Í sjónum við íslenskar strendur synda því frjálsir a.m.k. fjórfalt fleiri eldislaxar en íslenskir villtir laxar. En báðir þessir stofnar eiga sameiginlegt markmið: Að synda upp í íslenskar ár og hrygna, fjölga sér, vaxa og stækka. Svo mæra Hafrannsóknarstofnun og Matvælastofnun frumvarp sem ætlar að fjölga eldislöxum í opnum sjókvíum. Það eru fleiri en laxar sem vilja vaxa og stækka. Það vilja ríkisstofnanir líka. Hvaða máli skipta þá íslenskir villtir laxastofnar, þegar völd og fé eru í húfi? Einu sinni var Hafrannsóknarstofnun mjög annt um að vernda fiska og Matvælastofnun ætlað að hafa eftirlit með velferð dýra. Göfug hugsjón var kjölfesta í tilveru þessara stofnanna. Þess vegna verður að krefjast þess, að þær standi við fagleg gildi sín, en láti ekki glepjast af kerfishyggju og valdi fjárins. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnlaugur Stefánsson Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Ríkisbáknið þenst út. Kerfishyggjan er svo alræmd og inngróin í stofnanir ríkisins, að þar gildir eitt markmið: Að vaxa og stækka, viðhalda sjálfri sér í sínum ranni. Um það vitnar t.d. fréttaflutningur fjölmiðla, þar sem fyrstu fréttir fjalla gjarnan um neyðarástand og ekkert geti bjargað nema að viðkomandi stofnun fái meira skattfé. Stundum á frétt við rök að styðjast, sérstaklega þegar í hlut á stofnun sem er að þjóna þeim sem minnst mega sín. Því miður er það frekar undantekning frá reglunni. Nú fjallar Alþingi um frumvarp sem ætlar að leyfa áfram opið sjókvíaeldi með norskan kynþroska lax, þó fyrir liggi að það muni útrýma villtum laxastofnum. Opið sjókvíaeldi hefur hvergi verið stundað í veröldinni án þess að gera það og reynslan á Íslandi stefnir óðfluga að því. Þetta vita sérfræðingar, t.d. á Hafrannsóknarstofnun og Matvælastofnun. En þær þegja báðar um það, heldur mæra eldisfrumvarpið og telja það til bóta. Er ástæðan sú, að þeim er lofað umtalsvert hærri fjárframlögum í frumvarpinu til að þjóna eldinu, fjölga starfsfólki, vaxa og eflast? Er verið að rýra trúverðugleika faglegrar þjónustu og ráðgjafar til þess að stofnanir geti gert það sem kerfum er nú kærast, að fá meira skattfé til að stækka? Samkvæmt nýjum útreikningum Hafrannsóknarstofnunar eru villtir íslenskir hryggningarlaxar tuttugu þúsund talsins. Hingað til hafa þeir verið taldir um 50 þúsund. Þetta heitir hrun. Á sama tíma gerir Hafrannsóknarstofnun ráð fyrir því í áhættumati sínu að 80 þúsund eldisfiskar geti sloppið úr eldiskvíum á ári. Í sjónum við íslenskar strendur synda því frjálsir a.m.k. fjórfalt fleiri eldislaxar en íslenskir villtir laxar. En báðir þessir stofnar eiga sameiginlegt markmið: Að synda upp í íslenskar ár og hrygna, fjölga sér, vaxa og stækka. Svo mæra Hafrannsóknarstofnun og Matvælastofnun frumvarp sem ætlar að fjölga eldislöxum í opnum sjókvíum. Það eru fleiri en laxar sem vilja vaxa og stækka. Það vilja ríkisstofnanir líka. Hvaða máli skipta þá íslenskir villtir laxastofnar, þegar völd og fé eru í húfi? Einu sinni var Hafrannsóknarstofnun mjög annt um að vernda fiska og Matvælastofnun ætlað að hafa eftirlit með velferð dýra. Göfug hugsjón var kjölfesta í tilveru þessara stofnanna. Þess vegna verður að krefjast þess, að þær standi við fagleg gildi sín, en láti ekki glepjast af kerfishyggju og valdi fjárins. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun