Ríkisbáknið fyrir sig Gunnlaugur Stefánsson skrifar 14. maí 2024 13:31 Ríkisbáknið þenst út. Kerfishyggjan er svo alræmd og inngróin í stofnanir ríkisins, að þar gildir eitt markmið: Að vaxa og stækka, viðhalda sjálfri sér í sínum ranni. Um það vitnar t.d. fréttaflutningur fjölmiðla, þar sem fyrstu fréttir fjalla gjarnan um neyðarástand og ekkert geti bjargað nema að viðkomandi stofnun fái meira skattfé. Stundum á frétt við rök að styðjast, sérstaklega þegar í hlut á stofnun sem er að þjóna þeim sem minnst mega sín. Því miður er það frekar undantekning frá reglunni. Nú fjallar Alþingi um frumvarp sem ætlar að leyfa áfram opið sjókvíaeldi með norskan kynþroska lax, þó fyrir liggi að það muni útrýma villtum laxastofnum. Opið sjókvíaeldi hefur hvergi verið stundað í veröldinni án þess að gera það og reynslan á Íslandi stefnir óðfluga að því. Þetta vita sérfræðingar, t.d. á Hafrannsóknarstofnun og Matvælastofnun. En þær þegja báðar um það, heldur mæra eldisfrumvarpið og telja það til bóta. Er ástæðan sú, að þeim er lofað umtalsvert hærri fjárframlögum í frumvarpinu til að þjóna eldinu, fjölga starfsfólki, vaxa og eflast? Er verið að rýra trúverðugleika faglegrar þjónustu og ráðgjafar til þess að stofnanir geti gert það sem kerfum er nú kærast, að fá meira skattfé til að stækka? Samkvæmt nýjum útreikningum Hafrannsóknarstofnunar eru villtir íslenskir hryggningarlaxar tuttugu þúsund talsins. Hingað til hafa þeir verið taldir um 50 þúsund. Þetta heitir hrun. Á sama tíma gerir Hafrannsóknarstofnun ráð fyrir því í áhættumati sínu að 80 þúsund eldisfiskar geti sloppið úr eldiskvíum á ári. Í sjónum við íslenskar strendur synda því frjálsir a.m.k. fjórfalt fleiri eldislaxar en íslenskir villtir laxar. En báðir þessir stofnar eiga sameiginlegt markmið: Að synda upp í íslenskar ár og hrygna, fjölga sér, vaxa og stækka. Svo mæra Hafrannsóknarstofnun og Matvælastofnun frumvarp sem ætlar að fjölga eldislöxum í opnum sjókvíum. Það eru fleiri en laxar sem vilja vaxa og stækka. Það vilja ríkisstofnanir líka. Hvaða máli skipta þá íslenskir villtir laxastofnar, þegar völd og fé eru í húfi? Einu sinni var Hafrannsóknarstofnun mjög annt um að vernda fiska og Matvælastofnun ætlað að hafa eftirlit með velferð dýra. Göfug hugsjón var kjölfesta í tilveru þessara stofnanna. Þess vegna verður að krefjast þess, að þær standi við fagleg gildi sín, en láti ekki glepjast af kerfishyggju og valdi fjárins. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnlaugur Stefánsson Mest lesið Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Ríkisbáknið þenst út. Kerfishyggjan er svo alræmd og inngróin í stofnanir ríkisins, að þar gildir eitt markmið: Að vaxa og stækka, viðhalda sjálfri sér í sínum ranni. Um það vitnar t.d. fréttaflutningur fjölmiðla, þar sem fyrstu fréttir fjalla gjarnan um neyðarástand og ekkert geti bjargað nema að viðkomandi stofnun fái meira skattfé. Stundum á frétt við rök að styðjast, sérstaklega þegar í hlut á stofnun sem er að þjóna þeim sem minnst mega sín. Því miður er það frekar undantekning frá reglunni. Nú fjallar Alþingi um frumvarp sem ætlar að leyfa áfram opið sjókvíaeldi með norskan kynþroska lax, þó fyrir liggi að það muni útrýma villtum laxastofnum. Opið sjókvíaeldi hefur hvergi verið stundað í veröldinni án þess að gera það og reynslan á Íslandi stefnir óðfluga að því. Þetta vita sérfræðingar, t.d. á Hafrannsóknarstofnun og Matvælastofnun. En þær þegja báðar um það, heldur mæra eldisfrumvarpið og telja það til bóta. Er ástæðan sú, að þeim er lofað umtalsvert hærri fjárframlögum í frumvarpinu til að þjóna eldinu, fjölga starfsfólki, vaxa og eflast? Er verið að rýra trúverðugleika faglegrar þjónustu og ráðgjafar til þess að stofnanir geti gert það sem kerfum er nú kærast, að fá meira skattfé til að stækka? Samkvæmt nýjum útreikningum Hafrannsóknarstofnunar eru villtir íslenskir hryggningarlaxar tuttugu þúsund talsins. Hingað til hafa þeir verið taldir um 50 þúsund. Þetta heitir hrun. Á sama tíma gerir Hafrannsóknarstofnun ráð fyrir því í áhættumati sínu að 80 þúsund eldisfiskar geti sloppið úr eldiskvíum á ári. Í sjónum við íslenskar strendur synda því frjálsir a.m.k. fjórfalt fleiri eldislaxar en íslenskir villtir laxar. En báðir þessir stofnar eiga sameiginlegt markmið: Að synda upp í íslenskar ár og hrygna, fjölga sér, vaxa og stækka. Svo mæra Hafrannsóknarstofnun og Matvælastofnun frumvarp sem ætlar að fjölga eldislöxum í opnum sjókvíum. Það eru fleiri en laxar sem vilja vaxa og stækka. Það vilja ríkisstofnanir líka. Hvaða máli skipta þá íslenskir villtir laxastofnar, þegar völd og fé eru í húfi? Einu sinni var Hafrannsóknarstofnun mjög annt um að vernda fiska og Matvælastofnun ætlað að hafa eftirlit með velferð dýra. Göfug hugsjón var kjölfesta í tilveru þessara stofnanna. Þess vegna verður að krefjast þess, að þær standi við fagleg gildi sín, en láti ekki glepjast af kerfishyggju og valdi fjárins. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun