„Rosalega mikilvægt fyrir okkur og samfélagið í Grindavík“ Siggeir Ævarsson skrifar 14. maí 2024 22:53 Jóhann gat leyft sér að glotta við tönn og hlæja við fót í kvöld Vísir/Hulda Margrét Grindvíkingar troðfylltu Smárann í Kópavogi í kvöld og sáu sína menn valta yfir granna sína úr Keflavík, 112-63. Grindvíkingar því komnir í úrslit Subway-deildar karla sem Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari liðsins, sagði gríðarlega mikilvægt fyrir samfélagið í Grindavík. Grindvíkingar byrjuðu leikinn ekkert sérstaklega vel, skoruðu aðeins tíu stig á tíu mínútum, en í seinni hálfleik varð fjandinn laus og héldu Grindvíkingum engin bönd. „Fyrri hálfleikurinn einkenndist af hálfgerðu óðagoti. Það var alltof hátt spennustig og menn voru bara pínu vanstillir. Erum samt alveg inni í leiknum. Ég veit svo sem ekkert hvað gerist hérna í seinni hálfleiknum. Við náttúrulega bara hittum eins og brjálæðingar.“ „Höldum þeim út úr teignum þarna í byrjun þriðja og þá bara brotna þeir hægt og rólega. Dedrick setur náttúrulega einhver fáránleg skot og allt það en bara ótrúlega ánægður með að hafa komist í gegn og markmiðið lifir.“ Endurkoma Grindvíkinga byrjaði þó strax í 2. leikhluta og Kristófer Breki Gylfason lokaði honum með þristi sem kom Grindvíkingum yfir í fyrsta sinn síðan í upphafi leiksins. Var sú karfa einhver vendipunktur fyrir sveifluna í leiknum? „Svona já og nei. Við bara ræddum málin í hálfleik. Við vorum með einhverja ellefu tapaða bolta og klikkuðum úr vítum. Vendipunktur og ekki, ég bara veit það ekki. Ég er bara rosalega ánægður með þetta og þetta er bara rosalega mikilvægt fyrir okkur og fyrir fólkið og samfélagið í Grindavík. Að við fáum að halda samverustundum í Smáranum áfram. Annars hefðum við þurft að hittast í messu á sunnudaginn eða eitthvað sem hefði verið alveg hræðilegt.“ Séra Elínborg verður eflaust ekki glöð að lesa þetta en Jóhann vill að sjálfsögðu frekar spila í úrslitakeppninni á sunnudögum heldur en að mæta í messu. „Þetta er rosalega mikilvægt í stóra samhenginu og maður fann það alveg í byrjun hvað þeir voru of spenntir og alltof hátt uppi. Við ræddum það alveg fyrir leik, hvað væri undir fyrir okkur og fyrir fólkið okkar. Þetta gefur samfélaginu okkar alveg rosalega mikið og var bara „must win“. Stemmingin í Smáranum var rosaleg í kvöld og fullt út úr dyrum. „Grindavík er alltaf Grindavík í Smáranum“ hafa gárungarnir grínast með á samfélagsmiðlum eftir úrslit kvöldsins og Jóhann sendi Blikum góðar kveðjur fyrir þeirra hlut í þessari vegferð. „Smárinn, aftur bara, hvílíkt hús til að halda svona viðburð og bara endalaust þakklæti til Blika fyrir að hýsa okkur.“ Grindvíkingar troðfylltu Smárann í kvöld, eins og reyndar alla þessa úrslitakeppniVísir/Hulda Margrét Körfubolti UMF Grindavík Subway-deild karla Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Keflavík | Grannaslagur af bestu gerð Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Sjá meira
Grindvíkingar byrjuðu leikinn ekkert sérstaklega vel, skoruðu aðeins tíu stig á tíu mínútum, en í seinni hálfleik varð fjandinn laus og héldu Grindvíkingum engin bönd. „Fyrri hálfleikurinn einkenndist af hálfgerðu óðagoti. Það var alltof hátt spennustig og menn voru bara pínu vanstillir. Erum samt alveg inni í leiknum. Ég veit svo sem ekkert hvað gerist hérna í seinni hálfleiknum. Við náttúrulega bara hittum eins og brjálæðingar.“ „Höldum þeim út úr teignum þarna í byrjun þriðja og þá bara brotna þeir hægt og rólega. Dedrick setur náttúrulega einhver fáránleg skot og allt það en bara ótrúlega ánægður með að hafa komist í gegn og markmiðið lifir.“ Endurkoma Grindvíkinga byrjaði þó strax í 2. leikhluta og Kristófer Breki Gylfason lokaði honum með þristi sem kom Grindvíkingum yfir í fyrsta sinn síðan í upphafi leiksins. Var sú karfa einhver vendipunktur fyrir sveifluna í leiknum? „Svona já og nei. Við bara ræddum málin í hálfleik. Við vorum með einhverja ellefu tapaða bolta og klikkuðum úr vítum. Vendipunktur og ekki, ég bara veit það ekki. Ég er bara rosalega ánægður með þetta og þetta er bara rosalega mikilvægt fyrir okkur og fyrir fólkið og samfélagið í Grindavík. Að við fáum að halda samverustundum í Smáranum áfram. Annars hefðum við þurft að hittast í messu á sunnudaginn eða eitthvað sem hefði verið alveg hræðilegt.“ Séra Elínborg verður eflaust ekki glöð að lesa þetta en Jóhann vill að sjálfsögðu frekar spila í úrslitakeppninni á sunnudögum heldur en að mæta í messu. „Þetta er rosalega mikilvægt í stóra samhenginu og maður fann það alveg í byrjun hvað þeir voru of spenntir og alltof hátt uppi. Við ræddum það alveg fyrir leik, hvað væri undir fyrir okkur og fyrir fólkið okkar. Þetta gefur samfélaginu okkar alveg rosalega mikið og var bara „must win“. Stemmingin í Smáranum var rosaleg í kvöld og fullt út úr dyrum. „Grindavík er alltaf Grindavík í Smáranum“ hafa gárungarnir grínast með á samfélagsmiðlum eftir úrslit kvöldsins og Jóhann sendi Blikum góðar kveðjur fyrir þeirra hlut í þessari vegferð. „Smárinn, aftur bara, hvílíkt hús til að halda svona viðburð og bara endalaust þakklæti til Blika fyrir að hýsa okkur.“ Grindvíkingar troðfylltu Smárann í kvöld, eins og reyndar alla þessa úrslitakeppniVísir/Hulda Margrét
Körfubolti UMF Grindavík Subway-deild karla Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Keflavík | Grannaslagur af bestu gerð Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Sjá meira