Ísland hástökkvari í málefnum hinsegin fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 16. maí 2024 07:31 Þær gleðifréttir bárust í gær að Ísland hefur tekið stökk upp í 2. sæti á nýuppfærðu Regnbogakorti Evrópusamtaka hinsegin fólks (ILGA Europe) og er áfram í efsta sæti á réttindakorti trans fólks í Evrópu. Frá 2018 hefur Ísland því farið upp um 16 sæti á Regnbogakortinu en það ár var Ísland í 18. sæti. Það er mikilvægt fyrir okkur hinsegin fólk að búa í samfélagi þar sem við erum þátttakendur og metin að verðleikum. Að því sögðu þá gildir það því miður ekki enn um allt hinsegin fólk á Íslandi. Því þarf að breyta, en í dag fögnum við góðum árangri. Ísland farið úr 18. sæti í 2. sæti á sex árum Sá árangur sem við uppskerum nú er afrakstur mikillar vinnu fjölmargra aðila á undanförnum árum. Miklar réttarbætur hafa orðið í málefnum hinsegin fólks frá því ríkisstjórn okkar tók við árið 2017, þ.m.t. lög um kynrænt sjálfræði, ný ákvæði í hegningarlögum um hatursglæpi og aðgerðaáætlun í málefnum hinsegin fólks sett af stað. Einnig vil ég nefna bann við bælingarmeðferðum sem samþykkt var á Alþingi í fyrra og lagt var fram af Hönnu Katrínu Friðriksson og fleiri þingmönnum. Mikilvægt framlag Samtakanna 78 Samtökin 78 hafa leitt mannréttindabaráttu hinsegin fólks síðustu áratugi, lyft grettistaki og náð stórkostlegum árangri í starfsemi sinni. Ráðgjafaþjónusta Samtakanna við hinsegin fólk og aðstandendur þeirra er ómetanleg. Takk Samtökin 78 fyrir að standa vörð um mannréttindi okkar og styðja við hinsegin fólk beint og milliliðalaust. Bágborin staða í mörgum Evrópulöndum – baráttan heldur áfram Að lokum verð ég að nefna að staða hinsegin fólks er bágborin í fjölmörgum Evrópulöndum, eins og Regnbogakortið sýnir glögglega. Íslensk stjórnvöld hafa lagt sérstaka áherslu á að Ísland tali hátt og skýrt fyrir réttindum hinsegin fólks bæði í tvíhliða samskiptum við önnur ríki, í gegnum ríkjabandalög sem Ísland er aðili að og á vettvangi alþjóðastofnana. Mikilvægt er að Ísland haldi því mannréttindastarfi áfram af krafti og eldmóð. Mannréttindabaráttu lýkur aldrei en gleðjast má í dag yfir þeim góða árangri sem Ísland hefur náð. Til hamingju Ísland í öllum regnbogans litum. Höfundur er formaður Vinstri grænna og félags- og vinnumarkaðsráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Vinstri græn Mannréttindi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Mest lesið Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
Þær gleðifréttir bárust í gær að Ísland hefur tekið stökk upp í 2. sæti á nýuppfærðu Regnbogakorti Evrópusamtaka hinsegin fólks (ILGA Europe) og er áfram í efsta sæti á réttindakorti trans fólks í Evrópu. Frá 2018 hefur Ísland því farið upp um 16 sæti á Regnbogakortinu en það ár var Ísland í 18. sæti. Það er mikilvægt fyrir okkur hinsegin fólk að búa í samfélagi þar sem við erum þátttakendur og metin að verðleikum. Að því sögðu þá gildir það því miður ekki enn um allt hinsegin fólk á Íslandi. Því þarf að breyta, en í dag fögnum við góðum árangri. Ísland farið úr 18. sæti í 2. sæti á sex árum Sá árangur sem við uppskerum nú er afrakstur mikillar vinnu fjölmargra aðila á undanförnum árum. Miklar réttarbætur hafa orðið í málefnum hinsegin fólks frá því ríkisstjórn okkar tók við árið 2017, þ.m.t. lög um kynrænt sjálfræði, ný ákvæði í hegningarlögum um hatursglæpi og aðgerðaáætlun í málefnum hinsegin fólks sett af stað. Einnig vil ég nefna bann við bælingarmeðferðum sem samþykkt var á Alþingi í fyrra og lagt var fram af Hönnu Katrínu Friðriksson og fleiri þingmönnum. Mikilvægt framlag Samtakanna 78 Samtökin 78 hafa leitt mannréttindabaráttu hinsegin fólks síðustu áratugi, lyft grettistaki og náð stórkostlegum árangri í starfsemi sinni. Ráðgjafaþjónusta Samtakanna við hinsegin fólk og aðstandendur þeirra er ómetanleg. Takk Samtökin 78 fyrir að standa vörð um mannréttindi okkar og styðja við hinsegin fólk beint og milliliðalaust. Bágborin staða í mörgum Evrópulöndum – baráttan heldur áfram Að lokum verð ég að nefna að staða hinsegin fólks er bágborin í fjölmörgum Evrópulöndum, eins og Regnbogakortið sýnir glögglega. Íslensk stjórnvöld hafa lagt sérstaka áherslu á að Ísland tali hátt og skýrt fyrir réttindum hinsegin fólks bæði í tvíhliða samskiptum við önnur ríki, í gegnum ríkjabandalög sem Ísland er aðili að og á vettvangi alþjóðastofnana. Mikilvægt er að Ísland haldi því mannréttindastarfi áfram af krafti og eldmóð. Mannréttindabaráttu lýkur aldrei en gleðjast má í dag yfir þeim góða árangri sem Ísland hefur náð. Til hamingju Ísland í öllum regnbogans litum. Höfundur er formaður Vinstri grænna og félags- og vinnumarkaðsráðherra.
Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar
Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun