Bjarni ætlar að geta Katrínar í formálanum Jakob Bjarnar skrifar 16. maí 2024 15:04 Bjarni fullvissaði Ingu um að Katrínar yrði getið í formálanum. vísir/vilhelm Tekist var á um bók sem forsætisráðuneytið í samstarfi við Forlagið hyggst gefa út um fjallkonuna á þingi í dag. Inga Sæland spurði hvort til stæði að rífa formálann úr í hvert skipti sem nýr forsætisráðherra sest í stólinn? Inga Sæland formaður Flokks fólksins kvaddi sér hljóðs í óundirbúnum fyrirspurnum og beindi máli sínu að Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra. Ingu lék forvitni á að vita meira um það sem Vísir greindi frá, er varðar förgun bókarinnar en þegar Katrín Jakobsdóttir söðlaði um og fór í forsetaframboð var hún búin að ganga frá inngangi bókargjafar til þjóðarinnar í tilefni af 80 ára afmæli lýðveldisins. Inga sagði bókina hugarfóstur Katrínar og hún velti fyrir sér, í ljósi þeirra frétta að 30 þúsund eintökum hafi verið fleygt, vegna þess að Bjarna þætti ekki við hæfi að Katrín væri skráð fyrir inngangi bókarinnar. „Hvaða gjörningur er hér á ferðinni,“ spurði Inga. Hvaða skilaboð eru þetta út í samfélagið þegar ljóst er að hér eiga margir vart til hnífs og skeiðar. Er það svona sem mönnum finnst eðlilegt að gengið sé um eigur almennings? Og hvort það þyrfti þá ekki að rífa innganginn úr þegar nýr forsætisráðherra settist í stólinn? Það verður 17. júní um land allt Bjarni svaraði því svo til að framundan væri 80 ára afmæli lýðveldisins og tilefni til hátíðarhalda og fögnuðar um land allt. Af hálfu stjórnarinnar hafi ýmislegt verið undirbúið. Það verður 17. júní um land allt; á Þingvöllum, á Hrafnseyri, sérstök lýðveldiskaka verði snædd um land allt, kórastarf verði eflt og gengið um þjóðlendur. Bjarni vísaði til vefsins lydveldi.is til frekari upplýsingar. Og svo væri það þessi bók. Bjarni sagðist hafa verið hrifinn af hugmyndinni og vel til fundið að gefa út bók um fjallkonuna, sem við tengjum þjóðhátíðardeginum. Það rit standi til að gefa út og geti allir sem áhuga hafa á nálgast. Inga Sæland sagði Katrínu þá fjallkonu sem ætti veg og vanda að bókinni og það væri fáránleg sóun að farga upplaginu bara svo Bjarni gæti skrifað sig fyrir honum.vísir/vilhelm Bjarni sagði jafnframt að það hafi þótt rangt að á útgáfudegi bókarinnar að segja að forsætisráðherra, sem þá væri farin, væri skrifuð fyrir formálanum. „Þetta er ekki stór ákvörðun heldur þykir leiða af eðli málsins.“ Bjarni harmaði kostnaðaraukann en verkið í heild sinni væri enn innan kostnaðaráætlana. Katrín fjallkonan sem hefur veg og vanda af útgáfunni Inga var ekki tilbúin að sleppa honum svo létt og sagði þetta stórkostlegt svar hjá forsætisráðherra. „Ég fékk að heyra allt um undirbúninginn og fagnaðarlætin sem verða um land allt.“ Hún sagði Katrínu þá fjallkonu sem ætti hugmyndina að þessu riti og eðlilegt væri að hún skrifaði formálann. Hvers vegna hefði verið talin ástæða til að rífa hann úr svo sá sem nú situr geti skrifað formála? Gjöf til almennings sem almenningur borgi reyndar sjálfur fyrir. Bjarni ítrekaði að honum þætti miður ef af þessu hlytist aukinn kostnaður. En bókin verði gefin út. Hann hafi rætt málið við Katrínu og hann gæti upplýst, ef það gæti orðið til einhverrar hugarróar, að þau hafi verið sammála um að ekki væri eðlilegt að hún væri skrifuð fyrir formála löngu eftir að hún hafi lokið leik. En hann muni að sjálfsögðu geta aðkomu hennar í formálanum og þess að hún hafi haft veg og vanda af útgáfunni. Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Forsetakosningar 2024 Bókaútgáfa Tengdar fréttir „Nú verður þú bara að spyrja Bjarna“ Katrín Jakobsdóttir forsetaframbjóðandi sagðist í engu hafa komið nálægt þeirri ákvörðun að farga 30 þúsund eintökum bókarinnar Fjallkonan. Þú ert móðir vor kær. 15. maí 2024 10:08 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Inga Sæland formaður Flokks fólksins kvaddi sér hljóðs í óundirbúnum fyrirspurnum og beindi máli sínu að Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra. Ingu lék forvitni á að vita meira um það sem Vísir greindi frá, er varðar förgun bókarinnar en þegar Katrín Jakobsdóttir söðlaði um og fór í forsetaframboð var hún búin að ganga frá inngangi bókargjafar til þjóðarinnar í tilefni af 80 ára afmæli lýðveldisins. Inga sagði bókina hugarfóstur Katrínar og hún velti fyrir sér, í ljósi þeirra frétta að 30 þúsund eintökum hafi verið fleygt, vegna þess að Bjarna þætti ekki við hæfi að Katrín væri skráð fyrir inngangi bókarinnar. „Hvaða gjörningur er hér á ferðinni,“ spurði Inga. Hvaða skilaboð eru þetta út í samfélagið þegar ljóst er að hér eiga margir vart til hnífs og skeiðar. Er það svona sem mönnum finnst eðlilegt að gengið sé um eigur almennings? Og hvort það þyrfti þá ekki að rífa innganginn úr þegar nýr forsætisráðherra settist í stólinn? Það verður 17. júní um land allt Bjarni svaraði því svo til að framundan væri 80 ára afmæli lýðveldisins og tilefni til hátíðarhalda og fögnuðar um land allt. Af hálfu stjórnarinnar hafi ýmislegt verið undirbúið. Það verður 17. júní um land allt; á Þingvöllum, á Hrafnseyri, sérstök lýðveldiskaka verði snædd um land allt, kórastarf verði eflt og gengið um þjóðlendur. Bjarni vísaði til vefsins lydveldi.is til frekari upplýsingar. Og svo væri það þessi bók. Bjarni sagðist hafa verið hrifinn af hugmyndinni og vel til fundið að gefa út bók um fjallkonuna, sem við tengjum þjóðhátíðardeginum. Það rit standi til að gefa út og geti allir sem áhuga hafa á nálgast. Inga Sæland sagði Katrínu þá fjallkonu sem ætti veg og vanda að bókinni og það væri fáránleg sóun að farga upplaginu bara svo Bjarni gæti skrifað sig fyrir honum.vísir/vilhelm Bjarni sagði jafnframt að það hafi þótt rangt að á útgáfudegi bókarinnar að segja að forsætisráðherra, sem þá væri farin, væri skrifuð fyrir formálanum. „Þetta er ekki stór ákvörðun heldur þykir leiða af eðli málsins.“ Bjarni harmaði kostnaðaraukann en verkið í heild sinni væri enn innan kostnaðaráætlana. Katrín fjallkonan sem hefur veg og vanda af útgáfunni Inga var ekki tilbúin að sleppa honum svo létt og sagði þetta stórkostlegt svar hjá forsætisráðherra. „Ég fékk að heyra allt um undirbúninginn og fagnaðarlætin sem verða um land allt.“ Hún sagði Katrínu þá fjallkonu sem ætti hugmyndina að þessu riti og eðlilegt væri að hún skrifaði formálann. Hvers vegna hefði verið talin ástæða til að rífa hann úr svo sá sem nú situr geti skrifað formála? Gjöf til almennings sem almenningur borgi reyndar sjálfur fyrir. Bjarni ítrekaði að honum þætti miður ef af þessu hlytist aukinn kostnaður. En bókin verði gefin út. Hann hafi rætt málið við Katrínu og hann gæti upplýst, ef það gæti orðið til einhverrar hugarróar, að þau hafi verið sammála um að ekki væri eðlilegt að hún væri skrifuð fyrir formála löngu eftir að hún hafi lokið leik. En hann muni að sjálfsögðu geta aðkomu hennar í formálanum og þess að hún hafi haft veg og vanda af útgáfunni.
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Forsetakosningar 2024 Bókaútgáfa Tengdar fréttir „Nú verður þú bara að spyrja Bjarna“ Katrín Jakobsdóttir forsetaframbjóðandi sagðist í engu hafa komið nálægt þeirri ákvörðun að farga 30 þúsund eintökum bókarinnar Fjallkonan. Þú ert móðir vor kær. 15. maí 2024 10:08 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
„Nú verður þú bara að spyrja Bjarna“ Katrín Jakobsdóttir forsetaframbjóðandi sagðist í engu hafa komið nálægt þeirri ákvörðun að farga 30 þúsund eintökum bókarinnar Fjallkonan. Þú ert móðir vor kær. 15. maí 2024 10:08