„Alls ekki svo að við tútturnar séum að taka yfir“ Jakob Bjarnar skrifar 17. maí 2024 15:05 Karl segir það alls ekki svo að tútturnar úti á landi séum að reyna að taka LEB yfir, þó Sigurður Ágúst telji svo vera. vísir/vilhelm/aðsend Karl Erlendsson, eldri borgari, telur Sigurð Ágúst Sigurðsson formann FEB skjóta vel yfir markið þegar hann heldur því fram að eldri borgarar á landsbyggðinni vilji leggja undir sig Landsamband eldri borgara. Karl, sem er búsettur á Akureyri, telur þá kenningu sem Sigurður Ágúst sló fram í viðtali við Vísi í gær, að samantekin ráð hafi verið að halda sér frá stjórn og það væri vegna inngróinnar andúðar landsbyggðar á höfuðborgarsvæðinu, ekki standast. Ef Sigurður hefði verið kjörinn væru þrír frá FEB í fimm manna stjórn „Það er nú svo að Helgi Pétursson er náttúrlega formaðurinn. Hann kemur úr FEB (Félag Eldri borgara í Reykjavík og nágrenni). Þorbjörn Guðmundsson er líka úr Reykjavík. Svo eru þetta þær Sigrún Kamilla Halldórsdóttir sem er frá Ísafirði og Þóra Hjaltadóttir frá Akureyri. Varformaðurinn er svo frá Drífa Sigfúsdóttir og er úr Reykjanesbæ,“ útskýrir Karl. Hann segir það því svo að ef Sigurður væri líka í stjórn, þá væru þetta þrír úr FEB í fimm manna stjórn LEB sem væri kannski vel í lagt. En þetta hafi verið lýðræðisleg kosning. Og Drífa hafi einfaldlega fengið fleiri atkvæði. Sem stærsta félagið væri FEB með flesta fulltrúana en hvert félag fær úthlutað fulltrúa per þrjú hundruð meðlimi. Hagsmunirnir eru þeir sömu „Við á Akureyri erum til dæmis með 2.600 félagsmenn og erum langstærsta félagið í bænum. En það var ekki verið að plotta neitt með þetta. Og félögin sjálf hvert um sig hafa ekki neitt með það að gera hvað gerist í hverju félagi fyrir sig,“ segir Karl og vísar til þess sem Sigurður Ágúst taldi ekki ólíklegt að það hafi spilað inn í að nýverið tóku gamlir Sjálfstæðismenn FEB yfir. Karl segir þingið hafa farið vel fram, það var haldið frá þriðjudegi og var heilan dag. Á einhverjum tímapunkti uppgötvuðu menn að Sigurður Ágúst væri farinn, en það hafi ekki verið gert með neinum látum. „Það er ekkert svo að við tútturnar úti á landi séum að reyna að taka þetta yfir. Þó svo að það megi alveg segja það að landsambandið var náttúrlega stofnað á Akureyri 1989. Og fyrsti formaðurinn Akureyringur. En þetta er vandmeðfarið, við erum að berjast fyrir sömu hagsmununum og ekki veitir nú af.“ Félagasamtök Eldri borgarar Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Sjá meira
Karl, sem er búsettur á Akureyri, telur þá kenningu sem Sigurður Ágúst sló fram í viðtali við Vísi í gær, að samantekin ráð hafi verið að halda sér frá stjórn og það væri vegna inngróinnar andúðar landsbyggðar á höfuðborgarsvæðinu, ekki standast. Ef Sigurður hefði verið kjörinn væru þrír frá FEB í fimm manna stjórn „Það er nú svo að Helgi Pétursson er náttúrlega formaðurinn. Hann kemur úr FEB (Félag Eldri borgara í Reykjavík og nágrenni). Þorbjörn Guðmundsson er líka úr Reykjavík. Svo eru þetta þær Sigrún Kamilla Halldórsdóttir sem er frá Ísafirði og Þóra Hjaltadóttir frá Akureyri. Varformaðurinn er svo frá Drífa Sigfúsdóttir og er úr Reykjanesbæ,“ útskýrir Karl. Hann segir það því svo að ef Sigurður væri líka í stjórn, þá væru þetta þrír úr FEB í fimm manna stjórn LEB sem væri kannski vel í lagt. En þetta hafi verið lýðræðisleg kosning. Og Drífa hafi einfaldlega fengið fleiri atkvæði. Sem stærsta félagið væri FEB með flesta fulltrúana en hvert félag fær úthlutað fulltrúa per þrjú hundruð meðlimi. Hagsmunirnir eru þeir sömu „Við á Akureyri erum til dæmis með 2.600 félagsmenn og erum langstærsta félagið í bænum. En það var ekki verið að plotta neitt með þetta. Og félögin sjálf hvert um sig hafa ekki neitt með það að gera hvað gerist í hverju félagi fyrir sig,“ segir Karl og vísar til þess sem Sigurður Ágúst taldi ekki ólíklegt að það hafi spilað inn í að nýverið tóku gamlir Sjálfstæðismenn FEB yfir. Karl segir þingið hafa farið vel fram, það var haldið frá þriðjudegi og var heilan dag. Á einhverjum tímapunkti uppgötvuðu menn að Sigurður Ágúst væri farinn, en það hafi ekki verið gert með neinum látum. „Það er ekkert svo að við tútturnar úti á landi séum að reyna að taka þetta yfir. Þó svo að það megi alveg segja það að landsambandið var náttúrlega stofnað á Akureyri 1989. Og fyrsti formaðurinn Akureyringur. En þetta er vandmeðfarið, við erum að berjast fyrir sömu hagsmununum og ekki veitir nú af.“
Félagasamtök Eldri borgarar Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Sjá meira