Ákall til framtíðar: Nám í félagsráðgjöf! Steinunn Bergmann skrifar 19. maí 2024 07:00 Nám í félagsráðgjöf er fimm ára háskólanám sem skiptist í þriggja ára BA nám og tveggja ára MA nám. BA námið byggir á fjölbreyttum námskeiðum meðal annars um áföll og þroska, fjölskyldur, fátækt, ofbeldi, úrræði velferðarkerfsins, fjölmenningu, fötlun, samfélagið, stjórnkerfi og löggjöf um velferðar- og fjölskyldumál. Þetta eru námskeið sem búa nemendur undir að vinna með fólki. Nemendur sem ljúka BA námi í félagsráðjgöf hafa verið eftirsóttir starfskraftar í velferðarkerfinu en flest kjósa að halda áfram námi, ýmist til starfsréttinda í félagsráðgjöf eða á öðrum sviðum. Í starfsréttindanáminu felst stór hluti námsins í starfsþjálfun utan Háskóla Íslands undir handleiðslu sérþjálfaðra starfsþjálfunarkennara. Félagsráðgjafar geta að loknu MA námi sótt um starfsleyfi í félagsráðgjöf til Embættis Landlæknis og leyfi til að reka heilbrigðisþjónustu. Þá er mögulegt að stunda doktorsnám við Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands auk þess er boðið upp á margvíslegar diplomalínur í framhaldsnámi svo sem í áfengis- og vímuefnamálum, barnavernd, farsæld barna og öldrunarþjónustu. Mikilvægi félagsráðgjafar Félagsráðgjafar vinna með einstaklingum, fjölskyldum, hópum og samfélögum sem eru að glíma við sálfélagslegan vanda og vilja gera breytingar á stöðu sinni sér í hag. Þeir búa yfir víðtækri þekkingu og beita fjölbreyttum gagnreyndum aðferðum í vinnu sinni. Þeir hitta fyrir í sínum daglegu störfum þau sem standa höllum fæti og sæta jaðarsetningu, því gegna þeir mikilvægu málsvarahlutverki fyrir þau sem eiga erfitt með að tala sínu máli. Stærsti hópur félagsráðgjafa starfar innan félagsþjónustu sveitarfélaga, til dæmis við barnavernd og farsæld barna og þeim fjölgar sem starfa innan grunnskóla. Stór hópur starfar hjá Landspítala háskólasjúkrahúsi, innan heilsugæslu og á fjölmörgum öðrum stofnunum ríkisins, til dæmis fangelsismálastofnun. Félagsráðgjafar starfa við endurhæfingu hjá ýmsum stofnunum og það er aukin eftirspurn eftir félagsráðgjöfum hjá hinum ýmsu félagasamtökum sem koma að velferðarmálum. Einnig eru margir félagsráðgjafar að bjóða upp á þjónustu á einkareknum stofum. Félagsráðgjafar eru ein af lykilstéttum þegar náttúru vá steðjar að, til að tryggja velferð viðkvæmra hópa og alls almennings, ekki síst þegar rýma þarf vegna jarðskjálfta, eldgosa eða flóða. Það er ekki bara aukin eftirspurn eftir félagsráðgjöfum hér á landi því félagsráðgjöf er sú faggrein sem er í hröðustum vexti um allan heim og tölfræði margra landa bendir til frekari vaxtar. Í Bandaríkjunum er áætlaður 16% vöxtur í félagsráðgjöf á tímabilinu 2016 til 2026 þrátt fyrir niðurskurð á tímabili Trump stjórnarinnar. Gögn sýna fram á að fjárfesting í velferðarþjónustu hefur jákvæð áhrif á efnahag þjóða. Þegar félagsráðgjafar eru virkir í samfélaginu þá hefur það jákvæð áhrif á afbrotatíðni, heilbrigðistölfræði, mætingar í skóla og atvinnu (Rory Truell, 2. júlí 2018 – the Guardian). Ísland hefur líkt og hin Norðurlöndin verið í fararbroddi í þróun velferðarþjónustu og eru mörg lönd sem líta til þeirra sem fyrirmyndarríkja á því sviði. Að lokum Félagsráðgjöf er vaxandi fag hér á landi og virði félagsráðgjafarmenntunar mikilvægt fyrir samfélagið. Félagsráðgjafar vinna að velferð viðkvæmra hópa og standa vörð um mannréttindi. Þeir eru málsvarar og benda á leiðir til úrbóta. Ég hvet ungt fólk sem nú íhugar hvaða háskólanám það ætlar að velja að kynna sér vel nám í félagsráðgjöf. Fagið er nú í hraðri endurnýjun og þarf öflugt fólk til að takast á við framtíðaráskoranir. Höfundur er formaður Félagsráðgjafafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Nám í félagsráðgjöf er fimm ára háskólanám sem skiptist í þriggja ára BA nám og tveggja ára MA nám. BA námið byggir á fjölbreyttum námskeiðum meðal annars um áföll og þroska, fjölskyldur, fátækt, ofbeldi, úrræði velferðarkerfsins, fjölmenningu, fötlun, samfélagið, stjórnkerfi og löggjöf um velferðar- og fjölskyldumál. Þetta eru námskeið sem búa nemendur undir að vinna með fólki. Nemendur sem ljúka BA námi í félagsráðjgöf hafa verið eftirsóttir starfskraftar í velferðarkerfinu en flest kjósa að halda áfram námi, ýmist til starfsréttinda í félagsráðgjöf eða á öðrum sviðum. Í starfsréttindanáminu felst stór hluti námsins í starfsþjálfun utan Háskóla Íslands undir handleiðslu sérþjálfaðra starfsþjálfunarkennara. Félagsráðgjafar geta að loknu MA námi sótt um starfsleyfi í félagsráðgjöf til Embættis Landlæknis og leyfi til að reka heilbrigðisþjónustu. Þá er mögulegt að stunda doktorsnám við Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands auk þess er boðið upp á margvíslegar diplomalínur í framhaldsnámi svo sem í áfengis- og vímuefnamálum, barnavernd, farsæld barna og öldrunarþjónustu. Mikilvægi félagsráðgjafar Félagsráðgjafar vinna með einstaklingum, fjölskyldum, hópum og samfélögum sem eru að glíma við sálfélagslegan vanda og vilja gera breytingar á stöðu sinni sér í hag. Þeir búa yfir víðtækri þekkingu og beita fjölbreyttum gagnreyndum aðferðum í vinnu sinni. Þeir hitta fyrir í sínum daglegu störfum þau sem standa höllum fæti og sæta jaðarsetningu, því gegna þeir mikilvægu málsvarahlutverki fyrir þau sem eiga erfitt með að tala sínu máli. Stærsti hópur félagsráðgjafa starfar innan félagsþjónustu sveitarfélaga, til dæmis við barnavernd og farsæld barna og þeim fjölgar sem starfa innan grunnskóla. Stór hópur starfar hjá Landspítala háskólasjúkrahúsi, innan heilsugæslu og á fjölmörgum öðrum stofnunum ríkisins, til dæmis fangelsismálastofnun. Félagsráðgjafar starfa við endurhæfingu hjá ýmsum stofnunum og það er aukin eftirspurn eftir félagsráðgjöfum hjá hinum ýmsu félagasamtökum sem koma að velferðarmálum. Einnig eru margir félagsráðgjafar að bjóða upp á þjónustu á einkareknum stofum. Félagsráðgjafar eru ein af lykilstéttum þegar náttúru vá steðjar að, til að tryggja velferð viðkvæmra hópa og alls almennings, ekki síst þegar rýma þarf vegna jarðskjálfta, eldgosa eða flóða. Það er ekki bara aukin eftirspurn eftir félagsráðgjöfum hér á landi því félagsráðgjöf er sú faggrein sem er í hröðustum vexti um allan heim og tölfræði margra landa bendir til frekari vaxtar. Í Bandaríkjunum er áætlaður 16% vöxtur í félagsráðgjöf á tímabilinu 2016 til 2026 þrátt fyrir niðurskurð á tímabili Trump stjórnarinnar. Gögn sýna fram á að fjárfesting í velferðarþjónustu hefur jákvæð áhrif á efnahag þjóða. Þegar félagsráðgjafar eru virkir í samfélaginu þá hefur það jákvæð áhrif á afbrotatíðni, heilbrigðistölfræði, mætingar í skóla og atvinnu (Rory Truell, 2. júlí 2018 – the Guardian). Ísland hefur líkt og hin Norðurlöndin verið í fararbroddi í þróun velferðarþjónustu og eru mörg lönd sem líta til þeirra sem fyrirmyndarríkja á því sviði. Að lokum Félagsráðgjöf er vaxandi fag hér á landi og virði félagsráðgjafarmenntunar mikilvægt fyrir samfélagið. Félagsráðgjafar vinna að velferð viðkvæmra hópa og standa vörð um mannréttindi. Þeir eru málsvarar og benda á leiðir til úrbóta. Ég hvet ungt fólk sem nú íhugar hvaða háskólanám það ætlar að velja að kynna sér vel nám í félagsráðgjöf. Fagið er nú í hraðri endurnýjun og þarf öflugt fólk til að takast á við framtíðaráskoranir. Höfundur er formaður Félagsráðgjafafélags Íslands.
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun