Í hjarta sínu græn, en varla í reynd Ole Anton Bieltvedt skrifar 20. maí 2024 16:00 Þeir, sem þekkja til Katrínar Jakobsdóttur, vita, að hún er góðum gáfum gædd, væn kona, mest góðhjarta og velviljuð, gagnvart mönnum og málleysingjum, með fjölbreytilega hæfileika, vel þjálfuð í framkomu, sjarmerandi og í hjarta sínu græn. Haustið 2017 komst hún til valda sem forsætisráðherra, þá með tæplega 17% fylgi fyrir Vinstri græna. Í framhaldinu kom svo í ljós, hvern mann hún hefur í reynd að geyma. Fyrsta ráðuneytið Ekki tókst Katrínu að koma miklu af stefnumálum VG á framfæri í ríkisstjórninni, í framkvæmd, á kjörtímabilinu 2017-2021. Þegar á reyndi, ýttu Bjarni Benediktsson og Sigurður Ingi öllum stærstu málum VG, eins og hvalveiðibanni, þjóðgarði á miðhálendinu, friðun viltra spendýra og fugla, stóru skrefi í loftslagsvernd og endurskoðun stjórnarskrár, út af borðinu, og lét Katrín það kannske ekki gott heita, en sætti sig við það. Þetta sáu auðvitað allir, ekki sízt fylgismenn Katrínar, og í júlí 2021 kom í ljós í skoðanakönnun, að 71% Vinstri grænna vildu ekki að flokkurinn færi aftur í óbreytt stjórnarsamstarf. Þrátt fyrir þessa píslargöngu, árangursleysi og andstöðu 71% flokksmanna sinna, ákvað Katrín að fara aftur í sömu ríkisstjórn. Þetta var mikið áfall fyrir alla, sem trúðu á Katrínu. Undirritaður meðtalinn. Annað hvort brást þarna þessari ágætu konu dómgreindin, eða - að það, sem verra væri - réði vilji til áframhaldandi valds, ráðherrastólar, fremur en stefnuyfirlýsingar og kosningaloforð. - Alvarlegur hnekkur. Annað ráðuneytið 28. nóvember 2021 tók svo 2. ráðuneyti Katrínar við. Nú eru því liðin tvö og hálft ár af því kjörtímabili, og verður ekki séð, að eitt einasta þeirra mála, sem upphaflega var samið um og sett í stjórnarsáttmála af hálfu VG, hafi náð fram að ganga, frekar en á fyrra kjörtímabilinu, enda hefur fylgi Katrínar/VG hrapað úr 17% niður í 4,4%. Það kom því ekki á óvart, að Katrín upplýsti nýlega, að hún hefði ákveði að segja skilið við stjórnmálin, og - eins og svo kom í ljós - færa sig yfir í forsetaframboð, en hún virðist hafa talið, að það embætti biði mögulega eftir sér. Fyrir mér virkaði þetta þó meira eins og flótti frá illa komnu eða sökkvandi skipi. - Líka vondur hnekkur. Óskiljanleg afstaða Þegar umræða fór fram um nýtt frumvarp til laga um fóstureyðingar, fylgdist ég nokkuð með þeirri umræðu. Katrín tjáði sig þar með þeim hætti, að hún teldi það í góðu lagi, að fóstri væri eytt jafnvel fram á síðsta dag meðgöngu. Ég gat varla trúað mínum eigin eyrum. Hvað leyndist þarna á bak við fallegt bros og mest elskulegt viðmót!? - Afar óþægilegur falskur tónn. Nauðsyn þess, að aðskilja stjórnmál og forsetaembættið Stjórnmálin, Alþingi og framkvæmdarvaldið, stjórna landinu. Ekki alltaf á þann hátt, sem þjóðin hefði helzt viljað. Fyrir mér þarf forsetinn ekki aðeins að vera sameiningarafl og sameiningartákn þjóðarinnar, heldur líka fulltrúi hennar gagnvart stjórnmálunum, ef/þegar til ágreinigs kemur. Standa gegn þeim, ef því er að skipta. Mest mögulegt hlutleysi er líka æskilegt, nauðsynleg, við veitingu stjórnarmyndunarumboðs, eftir kosningar. Það umboð getur ráðið úrslitum um, hver myndar nýja stjórn. Er því almennt bezt, að forseti sé óháður og laus við stjórnmálavafstur, komi ekki úr stjórnmálunum, en Katrín hefur verið atvinnupólitíkus mest allan sinn feril. Dæmi um slíka óháða og farsæla forseta eru Kristján Eldjárn, Vigdís Finnbogadóttir og svo hann Guðni okkar Jóhannesson. - Enn ein efasemdin. Niðurstaða Í ljósi þess, sem að ofan greinir, er Katrín Jakobsdóttir fyrir undirrituðum ekki kjörin eða sú rétta til að gegna embætti forseta Íslands. Gæti verið flott í margt annað. Sú, sem hentar bezt í embættið, að mínu mati, er Halla Hrund Logadóttir. Er brýnt, að þeir, sem telja Höllu Hrund góðan valkost - og gera sér grein fyrir, að stjórnmálamaður, sem er lang- og margtengdur inn í stjórnmálin, valdastéttina, hentar ekki - færi stuðning sína yfir á Höllu Hrund, en hún virðist eini kandídatinn, utan stjórnmálanna, sem gæti sigrað. Ef vonlaus kandídat er kosinn, fellur atkvæðið dautt. Höfundur er stjórnmálarýnir og dýraverndarsinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson Skoðun Halldór 29.03.2025 Halldór Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Sjá meira
Þeir, sem þekkja til Katrínar Jakobsdóttur, vita, að hún er góðum gáfum gædd, væn kona, mest góðhjarta og velviljuð, gagnvart mönnum og málleysingjum, með fjölbreytilega hæfileika, vel þjálfuð í framkomu, sjarmerandi og í hjarta sínu græn. Haustið 2017 komst hún til valda sem forsætisráðherra, þá með tæplega 17% fylgi fyrir Vinstri græna. Í framhaldinu kom svo í ljós, hvern mann hún hefur í reynd að geyma. Fyrsta ráðuneytið Ekki tókst Katrínu að koma miklu af stefnumálum VG á framfæri í ríkisstjórninni, í framkvæmd, á kjörtímabilinu 2017-2021. Þegar á reyndi, ýttu Bjarni Benediktsson og Sigurður Ingi öllum stærstu málum VG, eins og hvalveiðibanni, þjóðgarði á miðhálendinu, friðun viltra spendýra og fugla, stóru skrefi í loftslagsvernd og endurskoðun stjórnarskrár, út af borðinu, og lét Katrín það kannske ekki gott heita, en sætti sig við það. Þetta sáu auðvitað allir, ekki sízt fylgismenn Katrínar, og í júlí 2021 kom í ljós í skoðanakönnun, að 71% Vinstri grænna vildu ekki að flokkurinn færi aftur í óbreytt stjórnarsamstarf. Þrátt fyrir þessa píslargöngu, árangursleysi og andstöðu 71% flokksmanna sinna, ákvað Katrín að fara aftur í sömu ríkisstjórn. Þetta var mikið áfall fyrir alla, sem trúðu á Katrínu. Undirritaður meðtalinn. Annað hvort brást þarna þessari ágætu konu dómgreindin, eða - að það, sem verra væri - réði vilji til áframhaldandi valds, ráðherrastólar, fremur en stefnuyfirlýsingar og kosningaloforð. - Alvarlegur hnekkur. Annað ráðuneytið 28. nóvember 2021 tók svo 2. ráðuneyti Katrínar við. Nú eru því liðin tvö og hálft ár af því kjörtímabili, og verður ekki séð, að eitt einasta þeirra mála, sem upphaflega var samið um og sett í stjórnarsáttmála af hálfu VG, hafi náð fram að ganga, frekar en á fyrra kjörtímabilinu, enda hefur fylgi Katrínar/VG hrapað úr 17% niður í 4,4%. Það kom því ekki á óvart, að Katrín upplýsti nýlega, að hún hefði ákveði að segja skilið við stjórnmálin, og - eins og svo kom í ljós - færa sig yfir í forsetaframboð, en hún virðist hafa talið, að það embætti biði mögulega eftir sér. Fyrir mér virkaði þetta þó meira eins og flótti frá illa komnu eða sökkvandi skipi. - Líka vondur hnekkur. Óskiljanleg afstaða Þegar umræða fór fram um nýtt frumvarp til laga um fóstureyðingar, fylgdist ég nokkuð með þeirri umræðu. Katrín tjáði sig þar með þeim hætti, að hún teldi það í góðu lagi, að fóstri væri eytt jafnvel fram á síðsta dag meðgöngu. Ég gat varla trúað mínum eigin eyrum. Hvað leyndist þarna á bak við fallegt bros og mest elskulegt viðmót!? - Afar óþægilegur falskur tónn. Nauðsyn þess, að aðskilja stjórnmál og forsetaembættið Stjórnmálin, Alþingi og framkvæmdarvaldið, stjórna landinu. Ekki alltaf á þann hátt, sem þjóðin hefði helzt viljað. Fyrir mér þarf forsetinn ekki aðeins að vera sameiningarafl og sameiningartákn þjóðarinnar, heldur líka fulltrúi hennar gagnvart stjórnmálunum, ef/þegar til ágreinigs kemur. Standa gegn þeim, ef því er að skipta. Mest mögulegt hlutleysi er líka æskilegt, nauðsynleg, við veitingu stjórnarmyndunarumboðs, eftir kosningar. Það umboð getur ráðið úrslitum um, hver myndar nýja stjórn. Er því almennt bezt, að forseti sé óháður og laus við stjórnmálavafstur, komi ekki úr stjórnmálunum, en Katrín hefur verið atvinnupólitíkus mest allan sinn feril. Dæmi um slíka óháða og farsæla forseta eru Kristján Eldjárn, Vigdís Finnbogadóttir og svo hann Guðni okkar Jóhannesson. - Enn ein efasemdin. Niðurstaða Í ljósi þess, sem að ofan greinir, er Katrín Jakobsdóttir fyrir undirrituðum ekki kjörin eða sú rétta til að gegna embætti forseta Íslands. Gæti verið flott í margt annað. Sú, sem hentar bezt í embættið, að mínu mati, er Halla Hrund Logadóttir. Er brýnt, að þeir, sem telja Höllu Hrund góðan valkost - og gera sér grein fyrir, að stjórnmálamaður, sem er lang- og margtengdur inn í stjórnmálin, valdastéttina, hentar ekki - færi stuðning sína yfir á Höllu Hrund, en hún virðist eini kandídatinn, utan stjórnmálanna, sem gæti sigrað. Ef vonlaus kandídat er kosinn, fellur atkvæðið dautt. Höfundur er stjórnmálarýnir og dýraverndarsinni.
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar