„Ber þess merki að eitthvað sé mjög nálægt því að bresta“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 21. maí 2024 15:30 Þrýstingsbreytingar í borholu HS Orku í Svartsengi hafa verið taldar fyrirboði eldgoss. Magnús Tumi segir atburðinn í morgun vísbendingu um að það styttist í næsta atburð. Vísir/Vilhelm/Ívar Prófessor í jarðeðlisfræði segir aukinn þrýsting í borholum HS veitna á Svartsengi í morgun bera þess merki um að jarðskorpan sé mjög nálægt því að bresta. Hann segir þá sem dvelja í Grindavík ættu að vera undir það búnir að yfirgefa bæinn á fimmtán mínútum. Grindavík sé ekki staður fyrir partýstand né börn. Í morgun mældust þrýstingsbreytingar í borholu HS Orku í Svartsengi. Starfsmenn orkuversins voru beðnir um að yfirgefa Svartsengi og snúa sér að öðrum verkefnum. Slíkar þrýstingsbreytingar hafa áður verið taldar fyrirboði eldgoss. Mælar Veðurstofunnar sýndu hinsvegar engin merki um breytingar. Í samtali við fréttastofu segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, að atburðurinn í morgun sé merki um að tíðinda gæti verið að vænta fljótlega. „Þetta ber þess merki að það sé eitthvað mjög nálægt því að bresta.“ Að hans sögn virðist sem eitthvað hafi farið af stað í morgun en dottið niður áður en kvikuhlaup hófst. Þetta er á brotmörkunum Hann vill þó fara varlega í yfirlýsingar og segir að þó langlíklegast sé að komi til kvikuhlaups og eldgoss á endanum sé ekki hægt að segja til um hvenær það verði. Ekki merki um kraftmeira gos Kvikusöfnun undir Svartsengi helst áfram stöðug og nú hafa um sautján milljón rúmmetra af kviku hafa bæst við kvikuhólfið frá 16. mars. Magnús Tumi segir þetta ekki endilega benda til þess að ef til eldgoss komi að það verði öflugra en áður. „Þetta er ekki mikið meira en hefur verið í fyrri atburðum. Þessi hegðun, að það þurfi alltaf aðeins meira milli gosa er það sem sást í Kröflueldum. Ég held að við ættum að reikna með einhverju svipuðu, kannski aðeins öflugra.“ Þá finnst honum líklegast að gos komi upp á Sundhnúksgígaröðinni og þá með skömmum fyrirvara. Hinsvegar sé ekki hægt að útiloka að kvikan brjóti sér leið annað, en ef svo færi þá yrði fyrirvarinn lengri. Grindavík ekki staður fyrir partýstand eða börn Gist er í um tuttugu húsum í Grindavík um þessar mundir. Magnús Tumi segist ekkert sjá því til fyrirstöðu að því gefnu að fólk sé tilbúið að rýma öllum stundum. Ef fólk er klárt í að yfirgefa staðinn á korteri þá er þetta ekki mjög stór áhætta. Grindavík sé hinsvegar ekki staðurinn til að halda partý eða dvelja með börn á þessa dagana. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Fleiri fréttir Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Sjá meira
Í morgun mældust þrýstingsbreytingar í borholu HS Orku í Svartsengi. Starfsmenn orkuversins voru beðnir um að yfirgefa Svartsengi og snúa sér að öðrum verkefnum. Slíkar þrýstingsbreytingar hafa áður verið taldar fyrirboði eldgoss. Mælar Veðurstofunnar sýndu hinsvegar engin merki um breytingar. Í samtali við fréttastofu segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, að atburðurinn í morgun sé merki um að tíðinda gæti verið að vænta fljótlega. „Þetta ber þess merki að það sé eitthvað mjög nálægt því að bresta.“ Að hans sögn virðist sem eitthvað hafi farið af stað í morgun en dottið niður áður en kvikuhlaup hófst. Þetta er á brotmörkunum Hann vill þó fara varlega í yfirlýsingar og segir að þó langlíklegast sé að komi til kvikuhlaups og eldgoss á endanum sé ekki hægt að segja til um hvenær það verði. Ekki merki um kraftmeira gos Kvikusöfnun undir Svartsengi helst áfram stöðug og nú hafa um sautján milljón rúmmetra af kviku hafa bæst við kvikuhólfið frá 16. mars. Magnús Tumi segir þetta ekki endilega benda til þess að ef til eldgoss komi að það verði öflugra en áður. „Þetta er ekki mikið meira en hefur verið í fyrri atburðum. Þessi hegðun, að það þurfi alltaf aðeins meira milli gosa er það sem sást í Kröflueldum. Ég held að við ættum að reikna með einhverju svipuðu, kannski aðeins öflugra.“ Þá finnst honum líklegast að gos komi upp á Sundhnúksgígaröðinni og þá með skömmum fyrirvara. Hinsvegar sé ekki hægt að útiloka að kvikan brjóti sér leið annað, en ef svo færi þá yrði fyrirvarinn lengri. Grindavík ekki staður fyrir partýstand eða börn Gist er í um tuttugu húsum í Grindavík um þessar mundir. Magnús Tumi segist ekkert sjá því til fyrirstöðu að því gefnu að fólk sé tilbúið að rýma öllum stundum. Ef fólk er klárt í að yfirgefa staðinn á korteri þá er þetta ekki mjög stór áhætta. Grindavík sé hinsvegar ekki staðurinn til að halda partý eða dvelja með börn á þessa dagana.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Fleiri fréttir Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Sjá meira