Lýsa hrikalegum aðstæðum í flugi Singapore Airlines: „Það var svo mikið öskrað“ Lovísa Arnardóttir skrifar 22. maí 2024 10:58 Flogið var með farþega frá Bangkok til Singapúr í gær. Á myndinni má sjá fjölskyldumeðlimi þeirra taka á móti þeim seint í gær. Vísir/EPA Farþegar í flugvél Singapore Airlines lýsa hrikalegum aðstæðum í mikilli ókyrrð í gær. Vélin var á leið frá London til Singapúr en lenti í Bangkok eftir að hafa lent í ókyrrð. Einn lést og eru tugir slasaðir. 229 voru um borð í vélinni sem er af gerð Boeing 777. Alls voru ríkisborgarar frá 56 löndum í vélinni, þar á meðal einn Íslendingur. „Allir flugþjónar sem ég sá voru slasaðir á einn eða annan hátt, kannski með sár á höfði,“ segir Bretinn Andrew Davies í samtali við fréttastofu Sky News en í umfjöllun þeirra er rætt við nokkra farþega vélarinnar. Davies segir að kveikt hafi verið á sætisbeltaljósi í vélinni en að flugáhöfnin hafi ekki haft tíma til að setjast. „Guði sé lof að ég gerði það því eftir smástund varð allt vitlaust,“ segir Davies um að hafa sett á sig sætisbeltið, í öðru viðtali við CNN. „Það var eins og vélin hefði bara hrapað. Það varði örugglega í nokkrar sekúndur, en ég man mjög vel eftir því að hafa séð skó og Ipad og Iphone og sessur og teppi og hnífapör og diska og glös á flugi í vélinni og lenda á lofti hennar. Herramaðurinn sem sat næst mér var að drekka kaffi sem fór beint yfir mig og upp í loft,“ segir Davies í viðtalinu. Allir sem ekki voru í belti flugu upp í loft Hann segir farþegann sem lést hafa setið fyrir aftan sig og fólk hafi reynt að sinna honum eftir að vélin hrapaði. „Það var öskrað svo mikið,“ segir Davies og að margir hafi verið slasaðir. „Einhverjir ráku höfuð sín í farangursgeymslu fyrir ofan og fengu sár. Þau rákust í þar sem ljósin og grímurnar eru en fóru beint í gegnum það,“ er haft eftir öðrum farþega, Dzafran Azmir, í viðtali við Reuters. „Mjög skyndilega var mjög dramatískt fall þannig allir sem sátu og voru ekki í belti fóru beint upp í loft,“ segir Azmir og að þetta hafi gerst svo hratt að fólk hafi ekki getað brugðist við. Kittipong Kittikachorn, framkvæmdastjóri Suvarnabhumi flugvallarins í Bangkok, sagði á blaðamannafundi í gær að flugvélin hafi farið skyndilega niður um leið og farþegar voru að fá að borða. Hann sagði sjö farþega alvarlega slasaða og 23 farþega með minniháttar áverka. Auk þeirra væru níu flugáhafnarmeðlimir einnig með minniháttar áverka. Hann sagði útlit fyrir að breski maðurinn, sem lést í fluginu, hafi fengið hjartaáfall en að heilbrigðisyfirvöld þurfi að staðfesta það. Tugir slasaðir Síðar í gær kom fram í tilkynningu frá Samitivej Srinakarin spítala í Bangkok að 71 einstaklingur hefði leitað til þeirra og verið sinnt með áverka. Þar á meðal hefðu verið sex sem væru alvarlega slösuð. Í frétt AP segir að ekki hafi fengist útskýringar á því hvers vegna fjöldi slasaðra var ekki sá sami í tilkynningu flugvallar og spítala. Þar kemur einnig fram að vélin hafi að mestu verið í 37 þúsund fetum en hafi, á einum tímapunkti, skyndilega fallið í 31 þúsund fet á þremur mínútum. Þetta átti sér stað þegar vélin var stödd yfir Andaman-hafi nærri Mjanmar. Flugmaðurinn sendi á þeim tímapunkti frá sér neyðarkall. Vélinni hafi svo verið flogið í þeirri flughæð í um tíu mínútur áður en flugáætlun var breytt og ákveðið að lenda í Bangkok. Vélinni var svo lent þar um einum og hálfum klukkutíma síðar. Þetta er byggt á greiningu miðilsins á gögnum frá FlightRadar24. Ókyrrð ógni ekki flugvélum heldur fólki Ekki er ljóst hverjar veðuraðstæður voru þegar vélin lenti í ókyrrð. Jón Þór Þorvaldsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna, sagði í viðtali á Vísí í gær að ákveðin veðurskilyrði geti valdið harkalegri ókyrrð en það eigi ekki að ógna sterkbyggðum vélum. Ókyrrð á sér ekki aðeins stað þegar flogið er í gegnum storm. Á Vísindavef Háskóla Íslands segir að ókyrrð í háloftum sé helst að finna þar sem er mikið vindsnið, það er vindhraði breytist hratt. Fréttastofa kann ekki deili á Íslendingnum sem var á meðal farþega. Veistu um hvern ræðir? Við tökum við ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is. Singapúr Taíland Fréttir af flugi Samgönguslys Tengdar fréttir Einn látinn eftir mikla ókyrrð í lofti Einn lét lífið og rúmlega þrjátíu slösuðust þegar farþegaþota frá Singpore Airlines lenti í mikilli ókyrrð á leið sinni frá London til Singapore. 21. maí 2024 11:11 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
„Allir flugþjónar sem ég sá voru slasaðir á einn eða annan hátt, kannski með sár á höfði,“ segir Bretinn Andrew Davies í samtali við fréttastofu Sky News en í umfjöllun þeirra er rætt við nokkra farþega vélarinnar. Davies segir að kveikt hafi verið á sætisbeltaljósi í vélinni en að flugáhöfnin hafi ekki haft tíma til að setjast. „Guði sé lof að ég gerði það því eftir smástund varð allt vitlaust,“ segir Davies um að hafa sett á sig sætisbeltið, í öðru viðtali við CNN. „Það var eins og vélin hefði bara hrapað. Það varði örugglega í nokkrar sekúndur, en ég man mjög vel eftir því að hafa séð skó og Ipad og Iphone og sessur og teppi og hnífapör og diska og glös á flugi í vélinni og lenda á lofti hennar. Herramaðurinn sem sat næst mér var að drekka kaffi sem fór beint yfir mig og upp í loft,“ segir Davies í viðtalinu. Allir sem ekki voru í belti flugu upp í loft Hann segir farþegann sem lést hafa setið fyrir aftan sig og fólk hafi reynt að sinna honum eftir að vélin hrapaði. „Það var öskrað svo mikið,“ segir Davies og að margir hafi verið slasaðir. „Einhverjir ráku höfuð sín í farangursgeymslu fyrir ofan og fengu sár. Þau rákust í þar sem ljósin og grímurnar eru en fóru beint í gegnum það,“ er haft eftir öðrum farþega, Dzafran Azmir, í viðtali við Reuters. „Mjög skyndilega var mjög dramatískt fall þannig allir sem sátu og voru ekki í belti fóru beint upp í loft,“ segir Azmir og að þetta hafi gerst svo hratt að fólk hafi ekki getað brugðist við. Kittipong Kittikachorn, framkvæmdastjóri Suvarnabhumi flugvallarins í Bangkok, sagði á blaðamannafundi í gær að flugvélin hafi farið skyndilega niður um leið og farþegar voru að fá að borða. Hann sagði sjö farþega alvarlega slasaða og 23 farþega með minniháttar áverka. Auk þeirra væru níu flugáhafnarmeðlimir einnig með minniháttar áverka. Hann sagði útlit fyrir að breski maðurinn, sem lést í fluginu, hafi fengið hjartaáfall en að heilbrigðisyfirvöld þurfi að staðfesta það. Tugir slasaðir Síðar í gær kom fram í tilkynningu frá Samitivej Srinakarin spítala í Bangkok að 71 einstaklingur hefði leitað til þeirra og verið sinnt með áverka. Þar á meðal hefðu verið sex sem væru alvarlega slösuð. Í frétt AP segir að ekki hafi fengist útskýringar á því hvers vegna fjöldi slasaðra var ekki sá sami í tilkynningu flugvallar og spítala. Þar kemur einnig fram að vélin hafi að mestu verið í 37 þúsund fetum en hafi, á einum tímapunkti, skyndilega fallið í 31 þúsund fet á þremur mínútum. Þetta átti sér stað þegar vélin var stödd yfir Andaman-hafi nærri Mjanmar. Flugmaðurinn sendi á þeim tímapunkti frá sér neyðarkall. Vélinni hafi svo verið flogið í þeirri flughæð í um tíu mínútur áður en flugáætlun var breytt og ákveðið að lenda í Bangkok. Vélinni var svo lent þar um einum og hálfum klukkutíma síðar. Þetta er byggt á greiningu miðilsins á gögnum frá FlightRadar24. Ókyrrð ógni ekki flugvélum heldur fólki Ekki er ljóst hverjar veðuraðstæður voru þegar vélin lenti í ókyrrð. Jón Þór Þorvaldsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna, sagði í viðtali á Vísí í gær að ákveðin veðurskilyrði geti valdið harkalegri ókyrrð en það eigi ekki að ógna sterkbyggðum vélum. Ókyrrð á sér ekki aðeins stað þegar flogið er í gegnum storm. Á Vísindavef Háskóla Íslands segir að ókyrrð í háloftum sé helst að finna þar sem er mikið vindsnið, það er vindhraði breytist hratt. Fréttastofa kann ekki deili á Íslendingnum sem var á meðal farþega. Veistu um hvern ræðir? Við tökum við ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is.
Fréttastofa kann ekki deili á Íslendingnum sem var á meðal farþega. Veistu um hvern ræðir? Við tökum við ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is.
Singapúr Taíland Fréttir af flugi Samgönguslys Tengdar fréttir Einn látinn eftir mikla ókyrrð í lofti Einn lét lífið og rúmlega þrjátíu slösuðust þegar farþegaþota frá Singpore Airlines lenti í mikilli ókyrrð á leið sinni frá London til Singapore. 21. maí 2024 11:11 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Einn látinn eftir mikla ókyrrð í lofti Einn lét lífið og rúmlega þrjátíu slösuðust þegar farþegaþota frá Singpore Airlines lenti í mikilli ókyrrð á leið sinni frá London til Singapore. 21. maí 2024 11:11