„Gátum ekki setið og beðið endalaust“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 23. maí 2024 21:13 Sigurður Reynaldsson forstjóri Hagkaups ræddi netverslun með áfengi. vísir Hagkaup áformar að hefja netverslun með áfengi í næsta mánuði. Forstjórinn viðurkennir að um grátt svæði sé að ræða lagalega séð, en segir fyrirtækið ekki hafa getað beðið „endalaust“ eftir því að verslun með áfengi verði leyfð alfarið. „Við höfum orðið vitni að því að Jón Gunnarsson fyrrverandi ráðherra hefur sagt í fjölmiðlum að þetta sé bara löglegt. Svo höfum við horft á nokkurn fjölda verslana opna og gera sín viðskipti án þess að athugasemdir séu gerðar. Við tókum því þá ákvörðun að við gætum ekki setið og beðið endalaust, þetta virðist vera í þeim farvegi að þetta sé leyft. Við erum ekki fyrst til að ryðja brautina, kannski fyrst stórmarkaða,“ segir Sigurður sem ræddi málið í Reykjavík síðdegis. Því stendur til að opnað verði fyrir netverslun með áfengi í næsta mánuði. Það hefur hins vegar verið í farvatninu ansi lengi. „Við höfum verið bjartsýn ansi lengi. Þegar við hönnuðum verslanir eins og í Smáralind fyrir sautján eða tuttugu árum, var miðað við að þar skyldu verða víndeildir og tókum frá pláss og fermetra í það. Enda hefur umræðan verið mjög nálægt því finnst okkur að þetta fari í gegn og verði heimilað.“ Milliskrefið sé hins vegar að starfrækja netverslanir. Því hafi verið ákveðið að taka stökkva á vagn netverslunar. Spurður út í lagalega óvissu sem umlykur netverslun með áfengi segir Sigurður: „Auðvitað er þetta pínu grátt, og því miður tala menn tvennum sögum með þetta. En þegar ráðherra segir að þetta sé löglegt veit maður ekki alveg hvern maður á að hlusta á. Við höfum verið í fararbroddi með nýjungar í þjónustu við neytendur og tekið marga slagi. Verslun okkar í Skeifunni var á sínum tíma árið 1972 til dæmis fyrsti stórmarkaðurinn á Íslandi sem fékk að selja mjólk. Hvort sem menn trúa því eða ekki.“ Hann kveðst ekki hafa áhyggjur af viðbrögðum almennings. „Við munum tryggja að þetta verði selt með ábyrgum hætti en auðveldi neytendum sporin,“ segir Sigurður að lokum. Áfengi og tóbak Neytendur Verslun Reykjavík síðdegis Netverslun með áfengi Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira
„Við höfum orðið vitni að því að Jón Gunnarsson fyrrverandi ráðherra hefur sagt í fjölmiðlum að þetta sé bara löglegt. Svo höfum við horft á nokkurn fjölda verslana opna og gera sín viðskipti án þess að athugasemdir séu gerðar. Við tókum því þá ákvörðun að við gætum ekki setið og beðið endalaust, þetta virðist vera í þeim farvegi að þetta sé leyft. Við erum ekki fyrst til að ryðja brautina, kannski fyrst stórmarkaða,“ segir Sigurður sem ræddi málið í Reykjavík síðdegis. Því stendur til að opnað verði fyrir netverslun með áfengi í næsta mánuði. Það hefur hins vegar verið í farvatninu ansi lengi. „Við höfum verið bjartsýn ansi lengi. Þegar við hönnuðum verslanir eins og í Smáralind fyrir sautján eða tuttugu árum, var miðað við að þar skyldu verða víndeildir og tókum frá pláss og fermetra í það. Enda hefur umræðan verið mjög nálægt því finnst okkur að þetta fari í gegn og verði heimilað.“ Milliskrefið sé hins vegar að starfrækja netverslanir. Því hafi verið ákveðið að taka stökkva á vagn netverslunar. Spurður út í lagalega óvissu sem umlykur netverslun með áfengi segir Sigurður: „Auðvitað er þetta pínu grátt, og því miður tala menn tvennum sögum með þetta. En þegar ráðherra segir að þetta sé löglegt veit maður ekki alveg hvern maður á að hlusta á. Við höfum verið í fararbroddi með nýjungar í þjónustu við neytendur og tekið marga slagi. Verslun okkar í Skeifunni var á sínum tíma árið 1972 til dæmis fyrsti stórmarkaðurinn á Íslandi sem fékk að selja mjólk. Hvort sem menn trúa því eða ekki.“ Hann kveðst ekki hafa áhyggjur af viðbrögðum almennings. „Við munum tryggja að þetta verði selt með ábyrgum hætti en auðveldi neytendum sporin,“ segir Sigurður að lokum.
Áfengi og tóbak Neytendur Verslun Reykjavík síðdegis Netverslun með áfengi Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira