Vel gert! Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar 24. maí 2024 11:30 Nú í liðinni viku var undirritaður nýr samningur til fimm ára milli Sjúkratrygginga Íslands og Félags sjúkraþjálfara. Sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfarar hafa starfað án samnings frá því í janúar 2020 og hefur samningsleysið á þeim tíma bitnað á notendum þjónustunnar. Hér er um að ræða mikilvæg tímamót og ber að þakka samningsaðilum fyrir góða vinnu og Willum Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra fyrir tryggja enn einn samninginn sem hefur það að markmiði að bæta hag landsmanna og tryggja jöfnuð. Nýr samningur Það er ljóst að samningurinn kemur til með að bæta aðgengi og hag þeirra sem þurfa á þjónustunni að halda. Öll aukagjöld sem lögð hafa verið á þjónustuþega munu falla niður frá og með 1. júní nk. en nýr samningur mun taka að fullu gildi þann 1. október 2024 með fyrirvara um samþykki sjúkraþjálfara. Langtímasamningur sem þessi veitir sjúkraþjálfurum langþráðan stöðugleika til að styrkja og skipuleggja sín störf á komandi árum. Í samningnum er lögð áhersla á gæðastarf og upplýsingaöflun til að styðja við forgangsröðun og mótun þjónustunnar. Einnig er horft til þess að efla möguleika til fjölbreyttari þjónustuleiða til að mæta ólíkum þörfum skjólstæðinga og auka gæði. Áhersla er lögð á þróunarverkefni tengd samningnum er geta m.a. snúið að þarfagreiningum sem og nýsköpunarverkefnum. Það má með sanni segja að þessi nýi samningur marki þýðingarmikið skref í átt að betri og aðgengilegri heilbrigðisþjónustu fyrir alla landsmenn. Sjúkraþjálfarar sinna mikilvægri þjónustu og þetta vita þeir sem hafa þurft að leita til þeirra. Þeir spila lykilrullu við að koma í veg fyrir eða draga úr afleiðingum áverka, álagseinkenna, sjúkdóma og lífsstíls sem raskað geta lífi einstaklingsins og eru mikilvægur þáttur við að viðhalda lýðheilsu þjóðarinnar. Jákvæð áhrif Samkvæmt upplýsingum Sjúkratrygginga sóttu rúmlega 62.000 einstaklingar þjónustu sjúkraþjálfara á liðnu ári. Heimsóknirnar voru mun fleiri, eða um 928.000. Fyrirséð er að þörfin kemur aðeins til með að aukast á komandi árum með breyttri aldurssamsetningu þjóðarinnar og auknum kröfum um lífsgæði og virkni. Samningurinn er í samræmi við stefnu stjórnvalda um að fjárfesta í fólki. Þjónusta sjúkraþjálfara getur verið lykilþáttur í því að auðvelda eldra fólki að búa sem lengst heima ásamt því að koma fólki aftur í virkni eða viðhalda henni. Það eru sameiginlegir hagsmunir þjóðarinnar, efnahagslegir og félagslegir, að lögð sé aukin áhersla á lýðheilsu, forvarnir og geðheilbrigðismál. Heilbrigði snýst ekki aðeins um öfluga heilbrigðisþjónustu heldur það að gera fólki betur kleift að huga að eigin heilsu með því að nýta alla þá þekkingu og öll þau úrræði sem eru til staðar í samfélaginu. Höfundur er þingmaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Signý Kristjánsdóttir Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Heilbrigðismál Mest lesið Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Nú í liðinni viku var undirritaður nýr samningur til fimm ára milli Sjúkratrygginga Íslands og Félags sjúkraþjálfara. Sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfarar hafa starfað án samnings frá því í janúar 2020 og hefur samningsleysið á þeim tíma bitnað á notendum þjónustunnar. Hér er um að ræða mikilvæg tímamót og ber að þakka samningsaðilum fyrir góða vinnu og Willum Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra fyrir tryggja enn einn samninginn sem hefur það að markmiði að bæta hag landsmanna og tryggja jöfnuð. Nýr samningur Það er ljóst að samningurinn kemur til með að bæta aðgengi og hag þeirra sem þurfa á þjónustunni að halda. Öll aukagjöld sem lögð hafa verið á þjónustuþega munu falla niður frá og með 1. júní nk. en nýr samningur mun taka að fullu gildi þann 1. október 2024 með fyrirvara um samþykki sjúkraþjálfara. Langtímasamningur sem þessi veitir sjúkraþjálfurum langþráðan stöðugleika til að styrkja og skipuleggja sín störf á komandi árum. Í samningnum er lögð áhersla á gæðastarf og upplýsingaöflun til að styðja við forgangsröðun og mótun þjónustunnar. Einnig er horft til þess að efla möguleika til fjölbreyttari þjónustuleiða til að mæta ólíkum þörfum skjólstæðinga og auka gæði. Áhersla er lögð á þróunarverkefni tengd samningnum er geta m.a. snúið að þarfagreiningum sem og nýsköpunarverkefnum. Það má með sanni segja að þessi nýi samningur marki þýðingarmikið skref í átt að betri og aðgengilegri heilbrigðisþjónustu fyrir alla landsmenn. Sjúkraþjálfarar sinna mikilvægri þjónustu og þetta vita þeir sem hafa þurft að leita til þeirra. Þeir spila lykilrullu við að koma í veg fyrir eða draga úr afleiðingum áverka, álagseinkenna, sjúkdóma og lífsstíls sem raskað geta lífi einstaklingsins og eru mikilvægur þáttur við að viðhalda lýðheilsu þjóðarinnar. Jákvæð áhrif Samkvæmt upplýsingum Sjúkratrygginga sóttu rúmlega 62.000 einstaklingar þjónustu sjúkraþjálfara á liðnu ári. Heimsóknirnar voru mun fleiri, eða um 928.000. Fyrirséð er að þörfin kemur aðeins til með að aukast á komandi árum með breyttri aldurssamsetningu þjóðarinnar og auknum kröfum um lífsgæði og virkni. Samningurinn er í samræmi við stefnu stjórnvalda um að fjárfesta í fólki. Þjónusta sjúkraþjálfara getur verið lykilþáttur í því að auðvelda eldra fólki að búa sem lengst heima ásamt því að koma fólki aftur í virkni eða viðhalda henni. Það eru sameiginlegir hagsmunir þjóðarinnar, efnahagslegir og félagslegir, að lögð sé aukin áhersla á lýðheilsu, forvarnir og geðheilbrigðismál. Heilbrigði snýst ekki aðeins um öfluga heilbrigðisþjónustu heldur það að gera fólki betur kleift að huga að eigin heilsu með því að nýta alla þá þekkingu og öll þau úrræði sem eru til staðar í samfélaginu. Höfundur er þingmaður Framsóknar.
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun