Svipað og frekar róleg haustlægð Kjartan Kjartansson og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 24. maí 2024 21:25 Það blés hressilega og rigndi þegar Haraldur Ólafsson, veðurfræðingur, ræddi við fréttamann Stöðvar 2 í beinni útsendingu í kvöldfréttunum í kvöld. Vísir/Stöð 2 Hvassviðrinu á landinu vestanverðu í dag svipar til frekar rólegrar haustlægðar, að sögn veðurfræðings. Á sama tíma er útlit fyrir steikjandi hita og sólskin norðan heiða alla helgina. Gul viðvörun vegna allhvassrar eða hvassrar suðaustanáttar er í gildi á landinu vestanverðu fram á nótt. Nokkuð hefur verið um fjúkandi trampolín á höfuðborgarsvæðinu í veðrinu auk þess sem lögreglu var tilkynnt um foktjón á byggingarsvæði þar sem gluggar fuku á girðingu sem féll á bifreiðar, að því er kom fram í dagbók lögreglu. Þá var langflestum flugferðum til og frá Reykjavík aflýst vegna veðurs eftir hádegi. Haraldur Ólafsson, veðurfræðingur, líkti veðrinu við fremur rólega haustlægð í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Þetta kæmi nú alls ekki á óvart í september en þetta er nú frekar óvenjulegt í maí,“ sagði hann. Veðrið væri engu að síður þegar byrjað að ganga niður en hægt. Áfram verði strekkingur fram eftir degi á morgun en þó hægari vindur en í kvöld. Aðra sögu er að segja af öðrum landshlutum. Þokkalegu veðrið er spáð víðast annars staðar, með litlum vindi og rigningu. Best verður veðrið fyrir norðan. „Það lítur út fyrir blíðskaparveður fyrir norðan alla helgina. Það verður steikjandi hiti og sólskin,“ sagði Haraldur. Spurður að því hvort að veðrið nú væri einhver vísbending um hvernig sumarið yrði viðurkenndi Haraldur vanþekkingu sína. „Ég held ég hafi bara ekki græna glóru um það.“ Veður Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Gul viðvörun vegna allhvassrar eða hvassrar suðaustanáttar er í gildi á landinu vestanverðu fram á nótt. Nokkuð hefur verið um fjúkandi trampolín á höfuðborgarsvæðinu í veðrinu auk þess sem lögreglu var tilkynnt um foktjón á byggingarsvæði þar sem gluggar fuku á girðingu sem féll á bifreiðar, að því er kom fram í dagbók lögreglu. Þá var langflestum flugferðum til og frá Reykjavík aflýst vegna veðurs eftir hádegi. Haraldur Ólafsson, veðurfræðingur, líkti veðrinu við fremur rólega haustlægð í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Þetta kæmi nú alls ekki á óvart í september en þetta er nú frekar óvenjulegt í maí,“ sagði hann. Veðrið væri engu að síður þegar byrjað að ganga niður en hægt. Áfram verði strekkingur fram eftir degi á morgun en þó hægari vindur en í kvöld. Aðra sögu er að segja af öðrum landshlutum. Þokkalegu veðrið er spáð víðast annars staðar, með litlum vindi og rigningu. Best verður veðrið fyrir norðan. „Það lítur út fyrir blíðskaparveður fyrir norðan alla helgina. Það verður steikjandi hiti og sólskin,“ sagði Haraldur. Spurður að því hvort að veðrið nú væri einhver vísbending um hvernig sumarið yrði viðurkenndi Haraldur vanþekkingu sína. „Ég held ég hafi bara ekki græna glóru um það.“
Veður Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira